Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Þótt Ísland sé framarlega í jafnréttismálum þá vitum við að enn er til staðar kynbundinn launamunur, skekkt valdahlutföll og staðalímyndir sem takmarka möguleika stúlkna, stálpa og stráka. Kynjafræðin hjálpar okkur að sjá þessi ósýnilegu mynstur og að vinna að raunverulegum breytingum. Kynjafræðin, eins og allar fræðigreinar, eflir einnig gagnrýna hugsun . Hún kennir okkur að spyrja erfiðu spurninganna og átta okkur á því hvernig við getum sjálf haft áhrif á stöðuna ef hún er skekkt. Hún undirbýr okkur fyrir fjölbreyttan vinnumarkað framtíðarinnar, þar sem jafnrétti og samvinna skipta öllu máli. En fyrst og fremst snýst kynjafræði um fólk , um að skilja sjálft sig og aðra, sýna virðingu og byggja upp samfélag þar sem öll fá að njóta sín á eigin forsendum. Kynjafræði er einfaldlega góð fyrir íslenska nemendur sem og aðra í heiminum. Með auknum réttindum kemur alltaf bakslag og erum við að finna það núna frá ákveðnum hópum, þessir hópar hafa alltaf verið til. Sú hræðsla sem þau finna er algerlega óþörf því kynjafræði er ekki hættuleg. Nokkrar tölur Árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt (að stærstum hluta) þegar Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem veitti konum og vinnumönnum, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Íslenskar stúlkur fengu að mennta sig frá árinu 1880-1911, fór eftir skólastigum. Fyrsti kvenkyns bæjarstjórinn var Hulda Jakobsdóttir, hún var bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962.Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan til þess að komast á framboðslista til alþingiskosninga árið 1915 en komst ekki á þing. Í sögulegu samhengi er mjög stutt síðan að konur fengu að mennta sig og en með menntun aukast völd kvenna og fólks í lægri stéttum. Karlar á Íslandi fengu fyrst sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 2000, með löggjöf nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Hugsið ykkur hversu mikið feður og börnin þeirra hafa grætt á tengslunum fyrstu tvö árin.Ef við skoðum aðrar fræðigreinar, þá má leiða líkum að þvi að þær hafi fengið svipaðarmótbárur og kynjafræðin er að fá í dag. Þegar félagsfræðin var að verða sjálfstæð grein fannst mörgum hún vera ógn við hefðbundna heimspeki og trúarbrögð. Félagsfræðin skoðar vald, ójöfnuð og samfélagsmynstur með gagnrýnum hætti sem margir íhaldssamir hópar tóku illa í. Sálfræðin var upphaflega talin ósönn eða ekki vísindaleg, sérstaklega þegar hún fjallaði um dulvitundina, t.d. Út frá hugmyndum Freud. Sálfræðin var gagnrýnd fyrir að grafa undan hefðbundum hugmyndum um mannlegt eðli og siðferði. Þróunarkenning Darwins olli þvílíkum deilum því hún talaði á móti kenningum Sókratesar, Plató og Aristóteles um guð. Hún stangaðist á við trúarlegar hugmyndir um sköpun og var sögð ógna siðferðislegum grunni samfélagsins. Umhverfisfræði sem er tiltölulega ný fræðigrein og var hún oft afskrifuð sem óvísindaleg eða pólítísk. Hún bendir á að iðnvæðing og kapítalismi skaða umhverfið og fór það og fer enn illa í ráðandi öfl. Mannfræðin vakti upp óþægilegar tilfinningar þegar mannfræðingar fóru að gagnrýna nýlendustefnu og vald Evrópuríkja yfir öðrum menningarheimum. Mannfræðingar mættu mótstöðu frá þeim sem græddu á kerfinu. Hræðslan við kynjafræðina er alveg óþörf, hún er greiningartæki og skoðar margar rannsóknir og tölur um samfélagið okkar. Hún skoðar líka réttindarstöðu fólks í sögulegu ljósi. Hún er ótrúlega góð í að æfa ungmenni í samkennd sem PISA sagði að íslensk ungmenni skorti. Hvernig getur manneskja tapað á því að æfa sig í að setja sig í spor annarra? Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur verk og rannsóknir: bell hooks (hún er með nokkrar bækur á Storytel) Simone de Beauvoir Judith Butler Raewyn Connel Joan Scott Kimberlé Crenshaw Gyða Margrét Pétursdóttir Finnborg Salome Steinþórsdóttir Og fleiri. Takið nú upp bók og fræðið ykkur, því mennt er máttur! Höfundur er félagsfræði- og kynjafræðikennara í framhaldsskóla
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun