Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 13:19 Robert er meðal þeirra sem bjuggu til skilti í glugga Gamla Garðs. Samsett Ekki hafa liðið níu dagar frá byrjun skólaársins án þess að brotist hafi verið inn í Gamla Garð, stúdentaíbúðir við Háskóla Íslands. Íbúarnir settu upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan síðast var brotist inn en það er aftur komið niður í núll. Innbrotsþjófarnir létu til skarar skríða í gærkvöldi. Í morgun var greint frá skilti sem nemendur í Gamla Garði höfðu sett upp þar sem taldir voru hversu margir dagar hafa liðið síðan síðast var brotist inn í stúdentagarðana. Það var seinna um morguninn þar sem skiltinu var aftur breytt í núll daga eftir að íbúar Gamla Garðs tóku eftir að maturinn þeirra var horfinn. „Við komum fram og íbúðin var í rústi. Það voru bjórdósir, sem höfðu augljóslega verið teknar úr ísskápnum, á stólunum. Það var fita á öllu grillinu. Það var vatn fyrir utan ísskápinn því frystinum hafði ekki verið lokað almennilega. Í raun var allt í rústi,“ segir Robert Chantrey, 22 ára meistaranemi í jarðfræði sem býr á Gamla Garði. Þjófarnir skildu eftir sönnunargögn um máltíðina í stól í sameiginlegu eldhúsi.Aðsend Robert hefur búið á stúdentagörðunum í þrjú ár á meðan hann stundar nám við Háskóla Íslands. Hann lýsir afar slæmu ástandi á stúdentagörðunum vegna aðila sem koma ítrekað inn í húsið til að ræna mat. Hann segir tvo menn hafa komið inn í húsið í gærnótt og gætt sér á mat og drykk sem var í eigu íbúanna. „Ég átti mjólkurfernu í ísskápnum og það voru um tveir þriðju eftir. En þegar ég tók upp fernuna í morgun fann ég að það var bara þriðjungur eftir. Vinur minn átti líka mjólk í ísskápnum og það var tómatssósa við stútinn á fernunni, svo þeir hafa drukkið af stút. Þetta er ógeðslegt, við þurftum að henda matnum,“ segir Robert. Það var ekki einungis mjólkin sem hvarf heldur einnig töluvert magn af bjórdósum, brauði og áleggi. Þá hafði armenskur íbúi eldað rétt frá hans heimalandi með hráefnum sem fást ekki á Íslandi. Eldamennskan hafði tekið um fimm klukkustundir og var allur maturinn horfinn í morgunsárið. Ráðstafanirnar hafi virkað vel fyrst um sinn Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS), sagði í viðtali við fréttastofu í gær að öryggisráðstafanir sem settar voru á laggirnar vegna ítrekaðra innbrota hafi gengið vel. Öryggisverðir væru á ákveðnum tímum dags til að meina óviðkomandi aðgöngu og unnið er við að setja upp öryggismyndavélar og lása. Grillið var skilið eftir skítugt.aðsend Robert segist þakklátur fyrir að FS bregðist vel við áhyggjum þeirra og reyni eftir bestu getu að aðstoða. Hins vegar virðast þær öryggisráðstafanir sem nú séu fyrir hendi ekki nægar. FS hafi tekist að koma í veg fyrir að mennirnir svæfu í kjallara hússins á dýnum með því að setja þar lás. „Það eru öryggisverðir í byggingunni en þessum tveimur hefur verið hleypt inn og þeir hafa haft nægan tíma til að taka matinn og drykkina okkar og borða hann,“ segir hann. Í síðustu viku hafi annar mannanna einnig mætt en um miðjan dag þegar öryggisverðirnir voru ekki á staðnum. Að sögn Roberts leið honum það vel að hann gekk einfaldlega inn í eitt af sameiginlegu eldhúsunum í byggingunni, heilsaði íbúunum sem þar voru, settist niður við eldhúsborðið og sofnaði. „Þeim er bara alveg sama. Þeir setjast á sófana okkar. Þeir drekka okkar bjór. Þeir borða okkar mat.“ Hugmyndin kemur frá breskum háskólanemum Robert er einn þeirra sem fékk hugmyndina um að setja umrætt skilti í gluggann. Hugmyndin hafi fyrst verið grín en svo ákvað hópurinn að taka til hendinni. Skiltið er byggt á skiltum sem nemendur í breskum háskólum gerðu á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. „Við vorum að tala um að það hefðu aldrei liðið níu dagar án þess að eitthvað gerðist eftir að við snerum hingað aftur í ágúst. Eins og sést náðum við upp í átta daga í gær en núna er skiltið aftur komið í núll,“ segir Robert Í gær voru liðnir átta dagar án atvika en í dag er búið að skipta áttunni út fyrir núll.Aðsend „Ég kláraði að búa til númerin í gær. Hugmyndin er sú að fólk geti séð þetta frá veginum og að vekja athygli á aðstæðunum hjá okkur.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Í morgun var greint frá skilti sem nemendur í Gamla Garði höfðu sett upp þar sem taldir voru hversu margir dagar hafa liðið síðan síðast var brotist inn í stúdentagarðana. Það var seinna um morguninn þar sem skiltinu var aftur breytt í núll daga eftir að íbúar Gamla Garðs tóku eftir að maturinn þeirra var horfinn. „Við komum fram og íbúðin var í rústi. Það voru bjórdósir, sem höfðu augljóslega verið teknar úr ísskápnum, á stólunum. Það var fita á öllu grillinu. Það var vatn fyrir utan ísskápinn því frystinum hafði ekki verið lokað almennilega. Í raun var allt í rústi,“ segir Robert Chantrey, 22 ára meistaranemi í jarðfræði sem býr á Gamla Garði. Þjófarnir skildu eftir sönnunargögn um máltíðina í stól í sameiginlegu eldhúsi.Aðsend Robert hefur búið á stúdentagörðunum í þrjú ár á meðan hann stundar nám við Háskóla Íslands. Hann lýsir afar slæmu ástandi á stúdentagörðunum vegna aðila sem koma ítrekað inn í húsið til að ræna mat. Hann segir tvo menn hafa komið inn í húsið í gærnótt og gætt sér á mat og drykk sem var í eigu íbúanna. „Ég átti mjólkurfernu í ísskápnum og það voru um tveir þriðju eftir. En þegar ég tók upp fernuna í morgun fann ég að það var bara þriðjungur eftir. Vinur minn átti líka mjólk í ísskápnum og það var tómatssósa við stútinn á fernunni, svo þeir hafa drukkið af stút. Þetta er ógeðslegt, við þurftum að henda matnum,“ segir Robert. Það var ekki einungis mjólkin sem hvarf heldur einnig töluvert magn af bjórdósum, brauði og áleggi. Þá hafði armenskur íbúi eldað rétt frá hans heimalandi með hráefnum sem fást ekki á Íslandi. Eldamennskan hafði tekið um fimm klukkustundir og var allur maturinn horfinn í morgunsárið. Ráðstafanirnar hafi virkað vel fyrst um sinn Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS), sagði í viðtali við fréttastofu í gær að öryggisráðstafanir sem settar voru á laggirnar vegna ítrekaðra innbrota hafi gengið vel. Öryggisverðir væru á ákveðnum tímum dags til að meina óviðkomandi aðgöngu og unnið er við að setja upp öryggismyndavélar og lása. Grillið var skilið eftir skítugt.aðsend Robert segist þakklátur fyrir að FS bregðist vel við áhyggjum þeirra og reyni eftir bestu getu að aðstoða. Hins vegar virðast þær öryggisráðstafanir sem nú séu fyrir hendi ekki nægar. FS hafi tekist að koma í veg fyrir að mennirnir svæfu í kjallara hússins á dýnum með því að setja þar lás. „Það eru öryggisverðir í byggingunni en þessum tveimur hefur verið hleypt inn og þeir hafa haft nægan tíma til að taka matinn og drykkina okkar og borða hann,“ segir hann. Í síðustu viku hafi annar mannanna einnig mætt en um miðjan dag þegar öryggisverðirnir voru ekki á staðnum. Að sögn Roberts leið honum það vel að hann gekk einfaldlega inn í eitt af sameiginlegu eldhúsunum í byggingunni, heilsaði íbúunum sem þar voru, settist niður við eldhúsborðið og sofnaði. „Þeim er bara alveg sama. Þeir setjast á sófana okkar. Þeir drekka okkar bjór. Þeir borða okkar mat.“ Hugmyndin kemur frá breskum háskólanemum Robert er einn þeirra sem fékk hugmyndina um að setja umrætt skilti í gluggann. Hugmyndin hafi fyrst verið grín en svo ákvað hópurinn að taka til hendinni. Skiltið er byggt á skiltum sem nemendur í breskum háskólum gerðu á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. „Við vorum að tala um að það hefðu aldrei liðið níu dagar án þess að eitthvað gerðist eftir að við snerum hingað aftur í ágúst. Eins og sést náðum við upp í átta daga í gær en núna er skiltið aftur komið í núll,“ segir Robert Í gær voru liðnir átta dagar án atvika en í dag er búið að skipta áttunni út fyrir núll.Aðsend „Ég kláraði að búa til númerin í gær. Hugmyndin er sú að fólk geti séð þetta frá veginum og að vekja athygli á aðstæðunum hjá okkur.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira