Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Árni Sæberg skrifar 26. september 2025 12:17 Stefán Blackburn var dæmdur til sautján ára fangelsisvistar í morgun. Vísir/Anton Brink Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. Myndband af því þegar Stefán lét orðin falla má sjá að neðan. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Áfrýja sennilega allir Sem áður segir gengu þungir dómar í málinu þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hér að neðan má sjá ítarlega reifun á málinu og fréttavakt sem Vísir hélt úti. Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar ræddi stuttlega við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur fréttamann Sýnar á vettvangi. Hann sagði að hann teldi líklegt að dóminum yrði áfrýjað. Margar ástæður gætu verið fyrir því að Matthías hlaut vægari dóm en þeir Stefán og Lúkas, meðal annars ungur aldur hans. Skýr skilaboð Á meðan beðið var eftir fleiri verjendum var Stefán leiddur út úr dóminum í járnum og hann ávarpaði viðstadda fjölmiðlamenn. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði hann. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs, sagði fyrstu viðbrögð vera þau að skoða þyrfti dóminn. Dómurinn væri langur og hann og umbjóðandi hans væru ekki endilega sammála niðurstöðu hans. „Í augnablikinu þurfa menn að anda ofan í maga. Þetta er þyngra en maður hefur séð, þá þarf rökstuðningurinn fyrir því að vera þeim mun sterkari. Dómari hefur séð einhverja ástæðu fyrir því,“ sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að dóminum yrði áfrýjað. Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns, sagði mjög líklegt að dóminum yrði áfrýjað. Dómurinn væri þungur en hann hafi ekki enn lesið hann, enda sé hann rúmar hundrað blaðsíður að lengd. Refsingu frestað og sýkna Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Reykjavík Tengdar fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00 Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal. 24. ágúst 2025 23:46 „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. 11. ágúst 2025 15:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Myndband af því þegar Stefán lét orðin falla má sjá að neðan. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Áfrýja sennilega allir Sem áður segir gengu þungir dómar í málinu þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hér að neðan má sjá ítarlega reifun á málinu og fréttavakt sem Vísir hélt úti. Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar ræddi stuttlega við Hallgerði Kolbrúnu E. Jónsdóttur fréttamann Sýnar á vettvangi. Hann sagði að hann teldi líklegt að dóminum yrði áfrýjað. Margar ástæður gætu verið fyrir því að Matthías hlaut vægari dóm en þeir Stefán og Lúkas, meðal annars ungur aldur hans. Skýr skilaboð Á meðan beðið var eftir fleiri verjendum var Stefán leiddur út úr dóminum í járnum og hann ávarpaði viðstadda fjölmiðlamenn. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði hann. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs, sagði fyrstu viðbrögð vera þau að skoða þyrfti dóminn. Dómurinn væri langur og hann og umbjóðandi hans væru ekki endilega sammála niðurstöðu hans. „Í augnablikinu þurfa menn að anda ofan í maga. Þetta er þyngra en maður hefur séð, þá þarf rökstuðningurinn fyrir því að vera þeim mun sterkari. Dómari hefur séð einhverja ástæðu fyrir því,“ sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að dóminum yrði áfrýjað. Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns, sagði mjög líklegt að dóminum yrði áfrýjað. Dómurinn væri þungur en hann hafi ekki enn lesið hann, enda sé hann rúmar hundrað blaðsíður að lengd. Refsingu frestað og sýkna Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað og skilorðsbundin til tveggja ára.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Reykjavík Tengdar fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00 Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal. 24. ágúst 2025 23:46 „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. 11. ágúst 2025 15:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00
Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal. 24. ágúst 2025 23:46
„Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. 11. ágúst 2025 15:36