Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Árni Sæberg skrifar 26. september 2025 14:36 Stúlkurnar komu með efnin hingað til lands með flugi frá heimalandi þeirra. Vísir/Vilhelm Nítján ára og sautján ára táningsstúlkur hafa verið dæmdar í tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn Oxycontin. Þær voru gripnar með tuttugu þúsund töflur, sem merktar voru sem Oxycontin, á Keflavíkurflugvelli en töflurnar innihéldu allt annað efni. Það efni er hættulegt en var ekki að finna á lista yfir efni sem bönnuð eru hér á landi. Því voru þær sýknaðar af innflutningnum en sakfelldar fyrir tilraun til innflutnings. Efninu hefur nú verið bætt á bannlista. Talsverða athygli vakti um mánaðamót mars og apríl þegar greint var frá því að ung kona og stúlka undir lögaldri hefðu verið gripnar með ríflega tuttugu þúsund töflur í farangri sínum við komuna til landsins. Upphaflega tilkynnti lögreglan að hún hefði lagt hald á mikið magn Oxycontins, sem er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf. Skömmu seinna kom í ljós að töflurnar innihéldu alls ekkert Oxycontin heldur efnið Nítazene, sem inniheldur virka efnið dímetýl etónítasen. Það var sagt hættulegt heilsu manna og framleitt á ólöglegum markaði. Viðvaranir hafi verið gefnar út vegna efnisins erlendis og neysla samsvarandi efnis hefði valdið að minnsta kosti einu andláti í Hollandi. Efnið ekki á lista Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp á þriðjudag, segir að sannað hafi verið í málinu að stúlkurnar hafi flutt töflurnar inn og að þær hafi innihaldið dímetýl etónítasen. Í lögum um ávana- og fíkniefni segir meðal annars að varsla og meðferð ávana-og fíkniefna, sem talin séu upp í tiltekinni grein laganna sé óheimil hér á landi. Einnig sé heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð að sama eigi við um önnur ávana-og fíkniefni, sem sérstaklega mikil hætta sé talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum. Þá segi að ákvæðum laganna verði einnig beitt eftir því sem við eigi, um hráefni, sem unnt sé að vinna úr eða breyta í ávana- og fíkniefni. Sama gildi„um sölt, esta, peptíð og hvers konar afleiður (afbrigði) efna, sbr. 2. og 3. gr., þar með taldar afleiður sem [séu] frábrugðnar upprunalega efninu (viðmiðunarefninu) að því er varði staðsetningu efnahóps eða efnahópa á kolefni, köfnunarefni, súrefni og/eða brennisteini.“ Engin sjálfstæð refsiheimild Þá segir að Hæstiréttur hafi með dómi sínum árið 2014 komist að þeirri niðurstöðu að grein laganna um heimild ráðherra hafi ekki að geyma sjálfstæða refsiheimild heldur sé þar að finna heimild til handa ráðherra til að kveða á um í reglugerð bann við vörslu og meðferð á söltum, estum, peptíðum og hvers konar afleiðum (afbrigðum) efna sem sérstaklega mikil hætta er talin stafa afsamkvæmt alþjóðasamningum og bönnuð hafa verið með reglugerð á grundvelli laganna. Þegar stúlkurnar fluttu töflurnar inn hafi dímetýl etónítasen hvorki verið flokkað sem efni sem óheimilt er samkvæmt lögunum né reglugerð. Efnið etónítasen hafi hins vegar þá verið skráð á lista í fylgiskjali við reglugerðina en ekki hafi hins vegar verið sérstaklega tekið fram að sama gilti um allar afleiður þess efnis. „Þegar á framanritað er horft verður að líta svo á að innflutningur á dímetýl etónítasen hafi ekki verið óheimill samkvæmt lögum nr. 65/1974 og reglugerðum settum samkvæmt með stoð í þeim þegar ákærðu fluttu efnið inn og verða þær því ekki dæmdar til refsingar fyrir þá háttsemi.“ Áttu að láta vita af sér Að því frágengnu segir í dóminum að stúlkurnar hafi tekið að sér að flytja töskur hingað til lands fyrir aðila sem þær hafi lítil deili sagt á. Þeir aðilar muni hafa greitt fyrir þær lestarferð í heimalandi þeirra og gistingu á hóteli þar eina nótt og flug til Íslands. Samkvæmt áætlun skyldu þær gista hér á landi í nokkrar nætur og fljúga svo heim á kostnað þeirra sem afhentu þeim töskurnar. Fyrir ferðina til Íslands hafi þær átt að fá greitt. Töskurnar hafi verið læstar og stúlkurnar greint frá því við tollskoðun að þær gætu ekki opnað þær. Sú eldri hafi sagt fyrir dómi að þeir sem hefðu afhent þeim töskurnar hefðu jafnan viljað vita hvar þær væru og að þær hefðu þurft að senda þeim myndir af töskunum. „Augljóst er að mjög miklar líkur voru á því að töskurnar geymdu efni sem ólögmætt væri að flytja til landsins með þessum hætti. Miklar líkur voru á því að fíkniefni væru í töskunum. Engu að síður ákváðu ákærðu að flytja töskurnar til Íslands gegn greiðslu og fluttu þær svo hingað án þess að kynna sér af eigin raun hvað í töskunum væri. Létu þær sér þannig í léttu rúmi liggja hvað það væri í raun sem þær fluttu til landsins. Ákærðu hlutu að vita að miklar líkur voru á því að fíkniefni væru í töskunum en fluttu þær allt að einu. Eru þannig uppfyllt huglæg skilyrði þess verknaðar að flytja hingað til lands fíkniefni.“ Sakfelldar fyrir tilraun Loks segir í dóminum að við munnlegan málflutning hafi verið reifað hvort háttsemi stúlknanna gæti fallið undir tilraunarbrot gegn ákvæði hegningarlaga um innflutning fíkniefna og að á því hafi verið byggt af hálfu ákæruvalds að svo væri en af hálfu stúlknanna að svo væri ekki. Með hliðsjón af því sem þegar hafði komið fram í dóminum væru stúlkurnar sakfelldar fyrir tilraun til að flytja í félagi til Íslands til fíkniefni til söludreifingar. Þær hafi ekki áður framið brot svo vitað sé og við ákvörðun refsingar yrði sérstaklega horft til aldurs þeirra en önnur þeirra hafi sem áður segir verið nítján ára og hin sautján ára þegar brotið var framið. Refsing þeirra ákveðist því tólf mánaða fangelsi. Þá væri þeim gert að greiða þriðjung sakarkostnaðar upp á 309 þúsund krónur og þriðjung málsvarnarlauna verjenda þeirra, 3,7 milljónir á haus. Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Talsverða athygli vakti um mánaðamót mars og apríl þegar greint var frá því að ung kona og stúlka undir lögaldri hefðu verið gripnar með ríflega tuttugu þúsund töflur í farangri sínum við komuna til landsins. Upphaflega tilkynnti lögreglan að hún hefði lagt hald á mikið magn Oxycontins, sem er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf. Skömmu seinna kom í ljós að töflurnar innihéldu alls ekkert Oxycontin heldur efnið Nítazene, sem inniheldur virka efnið dímetýl etónítasen. Það var sagt hættulegt heilsu manna og framleitt á ólöglegum markaði. Viðvaranir hafi verið gefnar út vegna efnisins erlendis og neysla samsvarandi efnis hefði valdið að minnsta kosti einu andláti í Hollandi. Efnið ekki á lista Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp á þriðjudag, segir að sannað hafi verið í málinu að stúlkurnar hafi flutt töflurnar inn og að þær hafi innihaldið dímetýl etónítasen. Í lögum um ávana- og fíkniefni segir meðal annars að varsla og meðferð ávana-og fíkniefna, sem talin séu upp í tiltekinni grein laganna sé óheimil hér á landi. Einnig sé heimilt að mæla svo fyrir í reglugerð að sama eigi við um önnur ávana-og fíkniefni, sem sérstaklega mikil hætta sé talin stafa af samkvæmt alþjóðasamningum. Þá segi að ákvæðum laganna verði einnig beitt eftir því sem við eigi, um hráefni, sem unnt sé að vinna úr eða breyta í ávana- og fíkniefni. Sama gildi„um sölt, esta, peptíð og hvers konar afleiður (afbrigði) efna, sbr. 2. og 3. gr., þar með taldar afleiður sem [séu] frábrugðnar upprunalega efninu (viðmiðunarefninu) að því er varði staðsetningu efnahóps eða efnahópa á kolefni, köfnunarefni, súrefni og/eða brennisteini.“ Engin sjálfstæð refsiheimild Þá segir að Hæstiréttur hafi með dómi sínum árið 2014 komist að þeirri niðurstöðu að grein laganna um heimild ráðherra hafi ekki að geyma sjálfstæða refsiheimild heldur sé þar að finna heimild til handa ráðherra til að kveða á um í reglugerð bann við vörslu og meðferð á söltum, estum, peptíðum og hvers konar afleiðum (afbrigðum) efna sem sérstaklega mikil hætta er talin stafa afsamkvæmt alþjóðasamningum og bönnuð hafa verið með reglugerð á grundvelli laganna. Þegar stúlkurnar fluttu töflurnar inn hafi dímetýl etónítasen hvorki verið flokkað sem efni sem óheimilt er samkvæmt lögunum né reglugerð. Efnið etónítasen hafi hins vegar þá verið skráð á lista í fylgiskjali við reglugerðina en ekki hafi hins vegar verið sérstaklega tekið fram að sama gilti um allar afleiður þess efnis. „Þegar á framanritað er horft verður að líta svo á að innflutningur á dímetýl etónítasen hafi ekki verið óheimill samkvæmt lögum nr. 65/1974 og reglugerðum settum samkvæmt með stoð í þeim þegar ákærðu fluttu efnið inn og verða þær því ekki dæmdar til refsingar fyrir þá háttsemi.“ Áttu að láta vita af sér Að því frágengnu segir í dóminum að stúlkurnar hafi tekið að sér að flytja töskur hingað til lands fyrir aðila sem þær hafi lítil deili sagt á. Þeir aðilar muni hafa greitt fyrir þær lestarferð í heimalandi þeirra og gistingu á hóteli þar eina nótt og flug til Íslands. Samkvæmt áætlun skyldu þær gista hér á landi í nokkrar nætur og fljúga svo heim á kostnað þeirra sem afhentu þeim töskurnar. Fyrir ferðina til Íslands hafi þær átt að fá greitt. Töskurnar hafi verið læstar og stúlkurnar greint frá því við tollskoðun að þær gætu ekki opnað þær. Sú eldri hafi sagt fyrir dómi að þeir sem hefðu afhent þeim töskurnar hefðu jafnan viljað vita hvar þær væru og að þær hefðu þurft að senda þeim myndir af töskunum. „Augljóst er að mjög miklar líkur voru á því að töskurnar geymdu efni sem ólögmætt væri að flytja til landsins með þessum hætti. Miklar líkur voru á því að fíkniefni væru í töskunum. Engu að síður ákváðu ákærðu að flytja töskurnar til Íslands gegn greiðslu og fluttu þær svo hingað án þess að kynna sér af eigin raun hvað í töskunum væri. Létu þær sér þannig í léttu rúmi liggja hvað það væri í raun sem þær fluttu til landsins. Ákærðu hlutu að vita að miklar líkur voru á því að fíkniefni væru í töskunum en fluttu þær allt að einu. Eru þannig uppfyllt huglæg skilyrði þess verknaðar að flytja hingað til lands fíkniefni.“ Sakfelldar fyrir tilraun Loks segir í dóminum að við munnlegan málflutning hafi verið reifað hvort háttsemi stúlknanna gæti fallið undir tilraunarbrot gegn ákvæði hegningarlaga um innflutning fíkniefna og að á því hafi verið byggt af hálfu ákæruvalds að svo væri en af hálfu stúlknanna að svo væri ekki. Með hliðsjón af því sem þegar hafði komið fram í dóminum væru stúlkurnar sakfelldar fyrir tilraun til að flytja í félagi til Íslands til fíkniefni til söludreifingar. Þær hafi ekki áður framið brot svo vitað sé og við ákvörðun refsingar yrði sérstaklega horft til aldurs þeirra en önnur þeirra hafi sem áður segir verið nítján ára og hin sautján ára þegar brotið var framið. Refsing þeirra ákveðist því tólf mánaða fangelsi. Þá væri þeim gert að greiða þriðjung sakarkostnaðar upp á 309 þúsund krónur og þriðjung málsvarnarlauna verjenda þeirra, 3,7 milljónir á haus.
Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent