Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. september 2025 11:21 Jessica Zimmerman leiðsögukona lýsir vonbrigðum sínum yfir sinnuleysi íslensku lögreglunnar. Vísir/Samsett Leiðsögukonan Jessica Zimmerman varð fyrir fantalegri árás af hendi ferðamanns sem snöggreiddist þegar hún tók mynd af ökutæki hans sem hann hafði lagt ólöglega. Maðurinn þröngvaði sér inn í rútu Jessicu og reyndi að hrifsa af henni spjaldtölvu með valdi. Hún lýsir vonbrigðum yfir sinnuleysi lögreglu. Jessica er svissnesk og hefur starfað á Íslandi undanfarin ár sem leiðsögumaður. Áður starfaði hún lengi fyrir lögregluna í Sviss og er því öllum hnútum kunnug varðandi svona mál. Hún leitaði til tveggja lögregluembætta en býst ekki við því að árásarmaður sinn mæti afleiðingum gjörða sinna. Snöggreiddist við myndatöku af ólöglega lögðum bíl sínum Hún lýsti atburðarásinni í samtali við fréttastofu. Þriðjudaginn síðasta var Jessica stödd á bílastæðinu við Gullfoss með hópi ferðamanna þegar ferðamaður lagði húsbíl sínum í stæði ætlað langferðabílum. Jessica bað ferðamanninn að leggja bíl sínum annars staðar en þá snöggreiddist hann, kvaðst greiða fúlgur í skatta bílsins vegna og þess vegna legði hann þar sem honum sýndist. Jessica kveðst þá hafa sótt spjaldtölvu þar sem hún gleymdi farsíma sínum heima og tekið tvær ljósmyndir. Svo settist hún aftur upp í langferðabílinn þar sem hún nýtti tímann á milli leiðsagna til að fara yfir orðaforða á íslensku. „Þá snöggreiddist hann og þvingaði hurðina opna, þaut inn í rútuna og sagði: „Gefðu mér fjandans spjaldtölvuna, þú mátt ekkert taka mynd.“ Hann hrinti mér niður ganginn og ég slóst við hann. Ég öskraði á hann og kallaði á hjálp en hann vildi bara fá þessa heimsku spjaldtölvu svo mikið. Ég reyndi að sparka honum aftur út úr rútunni en þá greip hann í fótinn á mér og dró mig úr rútunni. Þá kom annar leiðsögumaður og greip inn í,“ segir Jessica. Hefði lamið óreyndari konu í rot Hún segist marin um allan líkamann, hafa brotið fleiri neglur og tognað á úlnlið en að hún hafi mikla reynslu af sjálfsvörn frá störfum hennar sem lögreglukona og því hafi hún getað veitt manninum viðspyrnu. „Þetta er óásættanlegt. Þetta hefði getað verið hver sem er! Þetta hefði getað verið kona með enga reynslu af sjálfsvörn og þá hvað, hefði hann bara kýlt hana í andlitið? Lamið hana í rot? Allt út af ljósmynd af húsbílnum hans?“ segir Jessica. Myndirnar umræddu.Aðsend Hún var í miklu losti en lauk leiðsögninni og ók til Reykjavíkur í kjölfarið. Hún fór á lögreglustöðina á Hlemmi og ætlaði að tilkynna árásina en var þá sagt að þar sem hún átti sér stað við Gullfoss væri það í verkahring Lögreglunnar á Suðurlandi að sinna málinu. Daginn eftir, á miðvikudag, fór hún á heilsugæsluna til að fá áverkavottorð og daginn eftir það ók hún til Selfoss til að tilkynna. Þar var henni hins vegar sagt að það sé ekki hægt að mæta bara og tilkynna um glæp. Fyrst þurfi að fylla út rafrænt eyðublað sem er bara aðgengilegt á íslensku. Hún gerði það og var tjáð að málið yrði skoðað og að lögregla myndi hringja í hana síðar. Jessica sætti sig ekki við seinagang lögreglunnar og hafði samband við fyrrum samstarfsfélaga sína hjá lögreglunni í Sviss, enda færi ferjan aftur af stað til meginlandsins fyrr en varir. Þeir flettu upp númeraplötu bílsins og gáfu henni nafn árásarmannsins sem hún miðlaði svo til lögreglunnar hér á landi. Enn voru skilaboðin þau sömu. Málið yrði skoðað og haft yrði samband. Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu leiti ekki til lögreglunnar Jessica starfar fyrir Bustravel Iceland sem hefur samkvæmt öðrum starfsmanni fyrirtækisins sem fréttastofa ræddi við ekkert aðhafst í málinu. Hann segir það útbreitt að erlent starfsfólk í ferðaþjónustu veigri sér við því að leita til lögreglunnar. „Þeir mæta aldrei, segja manni bara að koma og gefa skýrslu. Það er ekki nema að hnífur sé dreginn upp eða byssa. Hvað er orðið af öryggi okkar?“ segir hann sem er sjálfur Íslendingur en hefur heyrt slíkar sögur frá ýmsum kollegum sínum í greininni. Jessica lýsir sjálf uppgjöf frammi fyrir því að lögreglan aðhafist eitthvað í málinu. Hún segir Ísland hafa brugðist sér og að ljóst sé að árásarmaður hennar muni sigla óáreittur aftur til meginlandsins og aldrei mæta afleiðingum gjörða sinna. „Þessi maður er árásargjarn og hættulegur, og hann er bara að komast upp með líkamsárás. Það er synd og skömm og það gerir mig ótrúlega reiða og leiða á sama tíma,“ segir Jessica Zimmerman leiðsögukona. Ferðaþjónusta Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Jessica er svissnesk og hefur starfað á Íslandi undanfarin ár sem leiðsögumaður. Áður starfaði hún lengi fyrir lögregluna í Sviss og er því öllum hnútum kunnug varðandi svona mál. Hún leitaði til tveggja lögregluembætta en býst ekki við því að árásarmaður sinn mæti afleiðingum gjörða sinna. Snöggreiddist við myndatöku af ólöglega lögðum bíl sínum Hún lýsti atburðarásinni í samtali við fréttastofu. Þriðjudaginn síðasta var Jessica stödd á bílastæðinu við Gullfoss með hópi ferðamanna þegar ferðamaður lagði húsbíl sínum í stæði ætlað langferðabílum. Jessica bað ferðamanninn að leggja bíl sínum annars staðar en þá snöggreiddist hann, kvaðst greiða fúlgur í skatta bílsins vegna og þess vegna legði hann þar sem honum sýndist. Jessica kveðst þá hafa sótt spjaldtölvu þar sem hún gleymdi farsíma sínum heima og tekið tvær ljósmyndir. Svo settist hún aftur upp í langferðabílinn þar sem hún nýtti tímann á milli leiðsagna til að fara yfir orðaforða á íslensku. „Þá snöggreiddist hann og þvingaði hurðina opna, þaut inn í rútuna og sagði: „Gefðu mér fjandans spjaldtölvuna, þú mátt ekkert taka mynd.“ Hann hrinti mér niður ganginn og ég slóst við hann. Ég öskraði á hann og kallaði á hjálp en hann vildi bara fá þessa heimsku spjaldtölvu svo mikið. Ég reyndi að sparka honum aftur út úr rútunni en þá greip hann í fótinn á mér og dró mig úr rútunni. Þá kom annar leiðsögumaður og greip inn í,“ segir Jessica. Hefði lamið óreyndari konu í rot Hún segist marin um allan líkamann, hafa brotið fleiri neglur og tognað á úlnlið en að hún hafi mikla reynslu af sjálfsvörn frá störfum hennar sem lögreglukona og því hafi hún getað veitt manninum viðspyrnu. „Þetta er óásættanlegt. Þetta hefði getað verið hver sem er! Þetta hefði getað verið kona með enga reynslu af sjálfsvörn og þá hvað, hefði hann bara kýlt hana í andlitið? Lamið hana í rot? Allt út af ljósmynd af húsbílnum hans?“ segir Jessica. Myndirnar umræddu.Aðsend Hún var í miklu losti en lauk leiðsögninni og ók til Reykjavíkur í kjölfarið. Hún fór á lögreglustöðina á Hlemmi og ætlaði að tilkynna árásina en var þá sagt að þar sem hún átti sér stað við Gullfoss væri það í verkahring Lögreglunnar á Suðurlandi að sinna málinu. Daginn eftir, á miðvikudag, fór hún á heilsugæsluna til að fá áverkavottorð og daginn eftir það ók hún til Selfoss til að tilkynna. Þar var henni hins vegar sagt að það sé ekki hægt að mæta bara og tilkynna um glæp. Fyrst þurfi að fylla út rafrænt eyðublað sem er bara aðgengilegt á íslensku. Hún gerði það og var tjáð að málið yrði skoðað og að lögregla myndi hringja í hana síðar. Jessica sætti sig ekki við seinagang lögreglunnar og hafði samband við fyrrum samstarfsfélaga sína hjá lögreglunni í Sviss, enda færi ferjan aftur af stað til meginlandsins fyrr en varir. Þeir flettu upp númeraplötu bílsins og gáfu henni nafn árásarmannsins sem hún miðlaði svo til lögreglunnar hér á landi. Enn voru skilaboðin þau sömu. Málið yrði skoðað og haft yrði samband. Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu leiti ekki til lögreglunnar Jessica starfar fyrir Bustravel Iceland sem hefur samkvæmt öðrum starfsmanni fyrirtækisins sem fréttastofa ræddi við ekkert aðhafst í málinu. Hann segir það útbreitt að erlent starfsfólk í ferðaþjónustu veigri sér við því að leita til lögreglunnar. „Þeir mæta aldrei, segja manni bara að koma og gefa skýrslu. Það er ekki nema að hnífur sé dreginn upp eða byssa. Hvað er orðið af öryggi okkar?“ segir hann sem er sjálfur Íslendingur en hefur heyrt slíkar sögur frá ýmsum kollegum sínum í greininni. Jessica lýsir sjálf uppgjöf frammi fyrir því að lögreglan aðhafist eitthvað í málinu. Hún segir Ísland hafa brugðist sér og að ljóst sé að árásarmaður hennar muni sigla óáreittur aftur til meginlandsins og aldrei mæta afleiðingum gjörða sinna. „Þessi maður er árásargjarn og hættulegur, og hann er bara að komast upp með líkamsárás. Það er synd og skömm og það gerir mig ótrúlega reiða og leiða á sama tíma,“ segir Jessica Zimmerman leiðsögukona.
Ferðaþjónusta Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira