Sport

Tvær ís­lenskar á meðal þrettán bestu á HM

Sindri Sverrisson skrifar
Elísa Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í hálfmaraþoni í ágúst. Hún hljóp svo 82 kílómetra á HM í utanvegahlaupum í dag og varð í 11. sæti.
Elísa Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í hálfmaraþoni í ágúst. Hún hljóp svo 82 kílómetra á HM í utanvegahlaupum í dag og varð í 11. sæti. vísir/Viktor

Elísa Kristinsdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir náðu frábærum árangri á HM í utanvegahlaupum á Spáni í dag, þegar keppt var í 82 kílómetra hlaupi.

Elísa var í 6. sæti hlaupsins þegar hún hafði hlaupið 40,3 kílómetra og endaði svo í 11. sætinu á 11:10:24 klukkutímum eftir þessa miklu þrekraun í erfiðu hlaupi upp og niður um Pýreneafjöllin.

Andrea var hins vegar í 22. sæti þegar hlaupið var um það bil hálfnað en tók smám saman fram úr öðrum hlaupurum og endaði í 13. sæti á 11:12:39, eða rétt tæpum tveimur mínútum á eftir Elísu.

Andrea Kolbeinsdóttir var rétt um tveimur mínútum á eftir Elísu á HM í dag og náði 13. sæti.Vísir/Bjarni

Elísa var fimm mínútum frá því að enda í hópi tíu efstu í hlaupinu en sigurvegari varð hin bandaríska Katie Schide sem var sú eina sem kláraði hlaupið á innan við tíu klukkutímum, eða á 9:57:59.

Guðfinna Björnsdóttir, þriðja íslenska konan í hlaupinu, varð í 29. sæti á tímanum 11:58:21.

Þorbergur Ingi í 47. sæti

Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstir íslensku karlanna í mark, í 47. sæti, á 10:22:23 klukkutímum.

Sigurjón Ernir Sturluson varð svo í 60. sæti á 10:47:10 klukkutímum.

Bandaríkin áttu sigurvegara í báðum hlaupum því Jim Walmsley vann karlahlaupið á 8:35:11 klukkutímum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×