Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 15:38 Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttarfélagsins. Play er eini viðsemjandi félagsins. Aðsend/Vísir/Vilhelm Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar. Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Play og ÍFF höfðu fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti ÍFF, segir í samtali við fréttastofu að enginn frá félaginu hafi á þessum fundum gert sér grein fyrir því að staðan væri orðin það slæm að félagið væri á leið í þrot. „Við fengum ekkert veður af þessu á þeim fundum. Hins vegar fóru að renna á okkur tvær grímur þegar jákvæða hljóðið sem var til að byrja með varð allt í einu þyngra. Þá varð ljóst frá okkar bæjardyrum, þó félagið muni halda einhverju öðru fram, að það stóð aldrei til að viðurkenna þetta ráðningarsamband við flugfélagið á Möltu. Þetta var orðið þungt að okkar mati,“ segir Jóhann Óskar, þó svo hann hafi ekki endilega talið að félagið væri að verða gjaldþrota. Reyna að tryggja réttindi Nú fer af stað vinna innan stéttarfélagsins að tryggja að félagsmenn fái það greitt sem þeir eiga inni hjá Play. Hljóðið sé þungt í hans félagsmönnum. „Stemningin í hópnum var kannski ekki góður undanfarið út af þessum breytingum. Þegar félög eru í niðurskurði og á að fækka fólki er kannski aldrei góð stemning. Fólk er mjög slegið yfir þessu,“ segir Jóhann Óskar. Átti að bjarga flugmönnum WOW Hann býst við því að margir þeirra flugmanna sem störfuðu hjá Play muni þurfa að leita að vinnu erlendis, vilji þeir halda áfram innan fluggeirans. „Það sem er daprast í þessu er að þegar félagið var stofnað á sínum tíma var tilgangurinn að búa til vinnu fyrir það fólk sem missti vinnuna hjá WOW á sínum tíma. Síðustu átján mánuði hefur orðið mikil breyting á því innan félagsins. Það hefur ekki verið mikill áhugi á að hafa okkur öll í vinnu,“ segir Jóhann Óskar. Engin ást eftir Þá hafi starfsmenn ekki borið mikinn hlýhug til fyrirtækisins og stjórnenda. „Það var alveg farið. Það var engin ást eftir get ég sagt þér. Hún var bara núll,“ segir Jóhann Óskar. Hins vegar hafi stjórnendur aldrei áttað sig á því að þeir hefðu misst salinn. „Það er kannski það grátlega í þessu. Við sögðum að ef þeir læsu salinn og tækju utan um okkur myndum við flytja fjöll fyrir þau,“ segir Jóhann Óskar.
Stéttarfélög Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira