„Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Agnar Már Másson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. september 2025 22:44 Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttarfélagsins en því tilheyrðu starfsfólk Play. SÝN Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins segir gjaldþrot Play ekki skrifast á stéttarfélagið og vísar slíkum ásökunum aftur til föðurhúsanna. Deilur höfðu staðið yfir milli stéttarfélagsins og Play um að staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið átti að færa starfsemi sína til Möltu. Stjórnendur flugfélagsins Play ákváðu að stöðva rekstur félagsins og óska eftir gjaldþrotaskiptum í morgun. Rúmlega 110 flugmenn og 130 öryggis- og þjónustufulltrúar misstu þar með vinnuna. „Fólk sá þetta ekki fyrir, ég held að það sé alveg á hreinu. Að minnsta kosti ekki svona,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF). Play er eini viðsemjandi félagsins. Hljóðið í starfsfólki sé þungt. Í tilkynningu Play í morgun var gert að því skóna að ósætti meðal starfsmanna vegna breytinga á stefnu félagsins væri meðal ástæðna fyrir gjaldþrotinu. Þar er væntanlega vísað til þess að Play og ÍFF hafi fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. „Ég ætla að fá að vísa því á bug, og til heimahúsanna,“ sagði Jóhann Óskar í fréttatíma Sýnar í kvöld þar sem farið var ítarlega yfir stöðu Play. Jóhann segir að ágreiningurinn hafi snúið að rétti starfsmanna til starfa með þessu nýja rekstrarfyrirkomulagi en stéttarfélagið hafi komist að því höfum komist að því að „enginn vilji“ hafi fyrir því. „Það skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið.“ Hann heldur áfram: „Við höfum verið að sinna þessum störfum og vorum að sinna þeim líka fyrir maltneska félagið og við vildum meina að það væri skýr lagaleg stoð fyrir því að störfin ættu að fylgja flugrekstrinum niður eftir.“ Hvað framhaldið varðar segir Jóhann að nú hefjist væntanlega lagalegt ferli til að sækja það sem starfsfólk eigi inni. Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Stjórnendur flugfélagsins Play ákváðu að stöðva rekstur félagsins og óska eftir gjaldþrotaskiptum í morgun. Rúmlega 110 flugmenn og 130 öryggis- og þjónustufulltrúar misstu þar með vinnuna. „Fólk sá þetta ekki fyrir, ég held að það sé alveg á hreinu. Að minnsta kosti ekki svona,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF). Play er eini viðsemjandi félagsins. Hljóðið í starfsfólki sé þungt. Í tilkynningu Play í morgun var gert að því skóna að ósætti meðal starfsmanna vegna breytinga á stefnu félagsins væri meðal ástæðna fyrir gjaldþrotinu. Þar er væntanlega vísað til þess að Play og ÍFF hafi fundað reglulega síðustu vikur vegna kröfu stéttarfélagsins um að Play myndi staðfesta að kjarasamningar flugmanna myndu halda sér þegar félagið færði starfsemi sína til Möltu. „Ég ætla að fá að vísa því á bug, og til heimahúsanna,“ sagði Jóhann Óskar í fréttatíma Sýnar í kvöld þar sem farið var ítarlega yfir stöðu Play. Jóhann segir að ágreiningurinn hafi snúið að rétti starfsmanna til starfa með þessu nýja rekstrarfyrirkomulagi en stéttarfélagið hafi komist að því höfum komist að því að „enginn vilji“ hafi fyrir því. „Það skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið.“ Hann heldur áfram: „Við höfum verið að sinna þessum störfum og vorum að sinna þeim líka fyrir maltneska félagið og við vildum meina að það væri skýr lagaleg stoð fyrir því að störfin ættu að fylgja flugrekstrinum niður eftir.“ Hvað framhaldið varðar segir Jóhann að nú hefjist væntanlega lagalegt ferli til að sækja það sem starfsfólk eigi inni.
Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira