Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Árni Sæberg skrifar 30. september 2025 12:11 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að sér þætti ekki óeðlilegt ef farið verður yfir ákveðna þætti sem snúa að eftirliti með flugfélögum, í kjölfar falls Play. Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Kristrún var inn eftir viðbrögðum við falli Play í gær að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum fóru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og atvinnuvegaráðherra yfir stöðuna sem komin er upp vegna rekstrarstöðvunar Play. Þá ræddi félags-, og húsnæðismálaráðherra áhrif og viðbrögð Vinnumálastofnunar vegna stöðvunar starfsemi Play. „Þetta er auðvitað erfið staða, sérstaklega fyrir starfsfólkið og fyrir þá farþega sem um ræðir. Við höfum auðvitað vitað af flestöllöll, fylgst með í fjölmiðlum, hvernig staða félagsins hefur verið að þróast. En auðvitað vissi enginn að hlutirnir færu eins og þeir fóru í gærmorgun,“ sagði Kristrún. Mikið eftirlit nú þegar Play er annað íslenska flugfélagið sem fer í gjaldþrot á aðeins rúmum fimm árum. Rekstur Wow air var stöðvaður árið 2019 og fall þess hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Í því samhengi segir Kristrún að henni þætti ekki óeðlilegt ef farið yrði yfir það hvernig eftirliti með flugfélögum er háttað hér á landi. „En ég vil samt leggja áherslu á það að það var mikið eftirlit með félaginu, eða það sem eðlilegt getur talist, sérstaklega þegar lá fyrir að rekstrarstaða fyrirtækisins var farin að veikjast. Og það var allt sem benti til þess að það væri nægt svigrúm í rekstrinum til að reka það fram til áramóta. En þetta er auðvitað ákvörðun sem er tekin af stjórn félagsins, að í rauninni loka félaginu eða ákveða að slíta því vegna þess að þau voru kannski ekki komin að endastöð.“ Viðbragðssveit í gangi Hún segir að undanfarinn sólarhring hafi viðbragðssveit verið í ganga í stjórnsýslunni til þess að meta áhrif örlaga Play á þjóðarbúið. Þá hafi verkferlar verið virkjaðir, meðal annars sem snúa að starfsfólki félagsins og ábyrgðar á launum þess. „Við þurfum auðvitað síðan að velta fyrir okkur efnahagslegu sjónarmiðunum. Þetta er auðvitað minna í umfangi en þegar Wow féll á sínum tíma. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta að starfsfólkinu.“ Sjálfvirk kerfi fari í gang þegar 400 manns missa vinnuna, Ábyrgðarsjóður launa og Atvinnuleysistryggingasjóður. Hún hvetji starfsfólk til að leita réttar síns og segir að fylgst verði með því að það fái laun greidd samkvæmt sínum réttindum. „En ríkið auðvitað stendur sína plikt hvað þetta varðar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira