Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 1. október 2025 06:00 Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar