Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 1. október 2025 06:00 Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun