Tottenham bjargaði stigi í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 21:40 Leikmenn Spurs fagna jöfnunarmarkinu. EPA/Lise Aserud Tottenham Hotspur rétt svo náði í stig gegn Bodö/Glimt þegar liðin mættust í norðurhluta Noregs í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd skoraði þá fimm mörk annan leikinn í röð. Lærisveinar Thomas Frank lentu í allskyns ógöngum í leik sínum í Noregi. Staðan var markalaus í hálfleik en það var eingöngu því Kasper Högh, sá hinn sami og lék um stund með Val, negldi boltanum yfir markið úr vítaspyrnu sem Bodö/Glimt fékk í fyrri hálfleik. Jens Hauge kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir frá Lundúnum metin. Eða hvað? Markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað nánar. Það nýttu heimamenn sér og tvöfaldaði Hauge forystuna á 66. mínútu. Hakon Evjen með stoðsendinguna í bæði skiptin. Jens Petter Hauge fagnar öðru marka sinna.EPA/Lise Aserud Micky van de Ven minnkaði muninn örskömmu síðar og nú stóð mark gestanna. Það var svo Richarlison sem jafnaði metin í blálokin. Markið var skoðað vel og lengi en stóð á endanum, lokatölur 2-2. Frank og lærisveinar hans eru nú með fjögur stig en Bodö/Glimt er með tvö. Stórsigrar út um allt Í Madríd byggði Atlético ofan á frábæran 5-2 sigur á Real Madríd um liðna helgi með því að pakka Eintracht Frankfurt saman, lokatölur 5-1. Giacomo Raspadori, Robin Le Normand, Antoine Griezmann, Giuliano Simeone og Julián Alvarez með mörk Atlético á meðan Jonathan Burkardt skoraði fyrir Frankfurt. Skoruðu fimm annan leikinn í röð.EPA/Juanjo Martin Inter lagði Slavia Prag 3-0 í Mílanó-borg. Argentínumaðurinn Lautaro Martínez gerði tvennu og Denzel Dumfries þriðja markið. Marseille gjörsigraði Ajax 4-0 í suðurhluta Frakklands. Brasilíumaðurinn Igor Paixao skoraði fyrstu tvö , Mason Greenwood bætti við þriðja markinu og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang gerði fjórða markið eftir að hafa lagt upp tvö af fyrstu þremur. Bayern München mætti svo Pafos í Kýpur og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, lokatölur 1-5. Harry Kane gerði tvennu á meðan Raphael Guerreiro, Nicolas Jackson og Michael Olise gerðu hin þrjú mörk gestanna. Mislav Oršić gerði mark heimamanna. Kane hættir ekki að skora.EPA/SAKIS SAVVIDES Inter og Bayern hafa bæði unnið báða sína leiki til þessa. Atlético Madríd og Marseille töpuðu hins vegar í 1. umferð og eru því með einn sigur og einn ósigur í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31 Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31 Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Lærisveinar Thomas Frank lentu í allskyns ógöngum í leik sínum í Noregi. Staðan var markalaus í hálfleik en það var eingöngu því Kasper Högh, sá hinn sami og lék um stund með Val, negldi boltanum yfir markið úr vítaspyrnu sem Bodö/Glimt fékk í fyrri hálfleik. Jens Hauge kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir frá Lundúnum metin. Eða hvað? Markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað nánar. Það nýttu heimamenn sér og tvöfaldaði Hauge forystuna á 66. mínútu. Hakon Evjen með stoðsendinguna í bæði skiptin. Jens Petter Hauge fagnar öðru marka sinna.EPA/Lise Aserud Micky van de Ven minnkaði muninn örskömmu síðar og nú stóð mark gestanna. Það var svo Richarlison sem jafnaði metin í blálokin. Markið var skoðað vel og lengi en stóð á endanum, lokatölur 2-2. Frank og lærisveinar hans eru nú með fjögur stig en Bodö/Glimt er með tvö. Stórsigrar út um allt Í Madríd byggði Atlético ofan á frábæran 5-2 sigur á Real Madríd um liðna helgi með því að pakka Eintracht Frankfurt saman, lokatölur 5-1. Giacomo Raspadori, Robin Le Normand, Antoine Griezmann, Giuliano Simeone og Julián Alvarez með mörk Atlético á meðan Jonathan Burkardt skoraði fyrir Frankfurt. Skoruðu fimm annan leikinn í röð.EPA/Juanjo Martin Inter lagði Slavia Prag 3-0 í Mílanó-borg. Argentínumaðurinn Lautaro Martínez gerði tvennu og Denzel Dumfries þriðja markið. Marseille gjörsigraði Ajax 4-0 í suðurhluta Frakklands. Brasilíumaðurinn Igor Paixao skoraði fyrstu tvö , Mason Greenwood bætti við þriðja markinu og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang gerði fjórða markið eftir að hafa lagt upp tvö af fyrstu þremur. Bayern München mætti svo Pafos í Kýpur og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, lokatölur 1-5. Harry Kane gerði tvennu á meðan Raphael Guerreiro, Nicolas Jackson og Michael Olise gerðu hin þrjú mörk gestanna. Mislav Oršić gerði mark heimamanna. Kane hættir ekki að skora.EPA/SAKIS SAVVIDES Inter og Bayern hafa bæði unnið báða sína leiki til þessa. Atlético Madríd og Marseille töpuðu hins vegar í 1. umferð og eru því með einn sigur og einn ósigur í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31 Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31 Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31
Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31
Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15