Körfubolti

Grind­víkingar horfa á­fram út fyrir land­steinana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mætt til UMFG.
Mætt til UMFG. Davide Di Lalla/Getty Images

Karlalið Grindavíkur hefur verið duglegt að sækja leikmenn sem hafa komið við sögu í NBA-deild karla í körfubolta. Nú er komið að kvennaliði félagsins að sækja leikmann með reynslu úr WNBA-deildinni í körfubolta.

Hin 33 ára gamla Farhiya Abdi mun leika með Grindavík í Bónus deild kvenna í vetur. Abdi er 33 ára framherji frá Svíþjóð og tæplega 1.90 metri á hæð.

Hún var valin í nýliðavali WNBA-deildarinnar árið 20212 af Los Angeles Sparks og spilaði þrjú tímabil í deildinni. Síðan hefur hún spilað víðsvegar um Evrópu, meðal annars í EuroLeague. Síðast lék hún í Frakklandi.

Grindavík sækir Hamar/Þór heim á morgun, 1. október, í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×