Lífið

Úrslitaspurningin var um letigarð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikael Kaaber og Sunneva Einars í liði Fylkis og Berglind Alda og Friðrik Dór í liði FH.
Mikael Kaaber og Sunneva Einars í liði Fylkis og Berglind Alda og Friðrik Dór í liði FH.

Í síðasta þætti af Kviss mætti Fylkir FH í sextán liða úrslitum. Mikael Kaaber og Sunneva Einarsdóttir mættu fyrir hönd Fylkis og kepptu á móti Berglindi Öldu og Friðriki Dór sem vörðu heiður FH.

Aðeins munaði þremur stigum á liðunum þegar komið var að lokaspurningunni og gat FH jafnað með því að ná að svara henni rétt og koma viðureigninni í bráðabana.

Spurt var um tegund af stað. Ýmis heiti hafa verið notuð um staðinn og eitt af þeim er letigarður. Árið 2016 gerði Helgi Seljan heimildaþætti fyrir Rás 1 sem báru heitið Letigarðurinn. Þar ræddi hann við aðila sem höfðu reynslu af umræddum stað sem spurt var um.

Hér að neðan má sjá hvernig málin þróuðust í síðasta þætti af Kviss:

Klippa: Úrslitaspurningin var um letigarð





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.