„Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. október 2025 09:45 Andri Snær segir Stefán Einar ekki hafa leiðrétt fullyrðingar um vinnu hans síðustu 25 ár. Andri Snær Magnason rithöfundur segir það rangt að hann hafi einungis skrifað fimm bækur á 25 árum líkt og fullyrt var í umfjöllun Morgunblaðsins um helgina. Þrátt fyrir ábendingar um rangfærslur segir hann blaðamanninn Stefán Einar Stefánsson ekki hafa leiðrétt mistök sín. Hann segir Stefán eitt sinn hafa reynt að komast yfir umsóknir hans í Launasjóð rithöfunda og segir hann hafa getað valdið miklu tjóni. Tilefnið er umfjöllun Stefáns í Morgunblaðinu upp úr nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna undanfarin 25 ár. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutað á tímabilinu og settu fjárhæðirnar í samhengi við afköst þeirra og var mælikvarðinn í fjölda bóka og blaðsíða. Andri Snær var í upprunalegri úttekt með fæst verk, fimm bækur á 25 árum. Úttektin hefur vakið mikla og heita umræðu líkt og Vísir hefur fjallað um. Röng tala Andri Snær segir í færslu á Facebook að Stefán Einar Stefánsson hafi soðið listrænan feril hans niður í fimm bækur á 25 árum fyrir 137,8 milljónir eða 106.957 krónur á blaðsíðu. Andri segir nákvæmni tölfræðinnar upp á krónu aðdáunarverða og hafa yfirbragð vandvirkni, þetta sé hinsvegar röng tala. Hann segir að Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma í að kynna sér málefnið í stað þess einfaldlega að endurbirta gagnrýnislaust upplýsingar og framsetningu hagsmunasamtaka. Hlutverk blaðamanna sé að leggja sjálfstætt mat á slíkt efni en það eigi ekki við að þessu sinni. „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður. Ég er ekki bara bókahöfundur og í umsóknum mínum um starfslaun hafa leikrit og leikritun verið hluti eða kjarninn í mínu listræna starfi ásamt handritum fyrir heimildarmyndir. Öll þessi verkefni eru tilgreind í umsóknum mínum. Höfundar eins og Ólafur Haukur, Árni Ibsen og Hrafnhildur Hagalín hafa öll notið stuðnings launasjóðs rithöfunda fyrir leikritun.“ Segir óvenjulegan feril nýttan gegn honum Því næst tilgreinir Andri Snær leikverkin sem Stefán hafi „gleymt“ að nefna, líkt og hann lýsir því. Þar listar Andri upp níu verk, ýmist leikverk og handrit. Hann bætir því við að hann hafi auk þess gefið út sjö bækur á þessu tímabili, það sé rétt hjá Stefáni að sumar hafi verið lengi í vinnslu. Fjórar hafi slegið Íslandsmet til viðbótar við Bláa hnöttinn en ekkert íslenskt leikrit hafi verið sett upp jafn víða um heiminn. Þá segir Andri að ferill hans sé óvenjulegur og að það sé notað gegn honum í umfjölluninni, fyrir að taka áhættur eða vinna þvert á listform. Þátttaka hans og aðkoma að hinum ýmsu verkum hafi ekki heldur verið talin upp. Ítarlega samantekt hans um verkin sem hann fékk starfslaun listamanna fyrir má sjá að neðan. Leikverkin sem Stefán ,,gleymir" að nefna eru eftirfarandi: Árið 2001 var Blái hnötturinn settur upp á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ekkert íslenskt leikrit hefur síðan þá verið sett upp jafn víða um heiminn. Það hefur verið sviðsett í Toronto, Lahti, Vaasa, Berlín, Luzerne, Chicago, Aþenu, Malmö, Búdapest og víðar, síðan hafa á annað hundrað skólahópa og áhugaleikfélaga sett upp verkið. Um 200.000 manns hafa séð verkið víða um heim. Verkið var skrifað að hluta til með stuðningi Launasjóðs rithöfunda. Árið 2001 var leikverkið ,,Hlauptu Náttúrubarn" flutt í Útvarpsleikhúsinu á RÚV. Árið 2004 skrifaði ég Úlfhamssögu fyrir Annað svið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið var unnið upp úr hinum fornu Úlfhams rímum. Verkið fékk 7 Grímu tilnefningar og undirritaður fékk tilnefningu sem ,,Leikskáld ársins". Verkið er að finna í umsókn um starfslaun hjá Launasjóði rithöfunda. Árið 2007 tók ég þátt í að setja upp Eilífa hamingju á vegum Lifandi leikhúss. Verkið var sett upp á Litla sviði Borgarleikhússins. Ég var meðhöfundur og við fengum tilnefningu til Grímunnar árið 2007 sem leikskáld ársins. Verkið er tiltekið í umsóknum mínum um starfslaun og framvinduskýrslum. Árið 2009 var Draumalandið frumsýnt þar sem ég var annar leikstjórinn. Ég var einnig handritshöfundur verksins. Verkið er tiltekið í umsókn og framvinduskýrslum. Draumalandið hlaut Eddu sem heimildarmynd ársins og við leikstjórar tilnefningu sem leikstjórar ársins. Hún er mest sótta heimildarmynd Íslandssögunnar en um 15.000 manns sáu hana í bíó. Árið 2010 var Eilíf óhamingja frumsýnd á vegum Lifandi Leikhúss á litla sviði Borgarleikhússins. Við vorum tilnefndir til Grímunnar sem leikskáld ársins. Verkið er nefnt í umsóknum og framvinduskýrslum. Árið 2019 var bjó ég til sýningu fyrir stóra svið Borgarleikhússins sem var unnin samhliða bók minni - Um tímann og vatnið ásamt Högna Egilssyni. Við vorum með sýningar fyrir fullu húsi, einnig í Hofi á Akureyri. Verkið hefur síðan farið víða um heim í styttri útgáfum meðal annars fyrir Karl Bretakonung í Hampton Court Palace vorið 2025. Sýning þessi er tiltekin í umsóknum og framvinduskýrslum. Árið 2020 var Þriðji póllinn opnunarmynd RIFF. Ég var annar leikstjóra og handritshöfunda. Verkið fékk meðal annars Eddu tilnefningu fyrir leikstjórn ársins og handrit ársins. Verkið er nefnt í umsóknum. Hún tengdist líka rannsóknarvinnu við Um tímann og vatnið og óútgefið verk sem er í smíðum. Allt nefnt í umsóknum. Árið 2021 var Tídægra/Apausalypse frumsýnd. Aftur er ég annar handritshöfunda og leikstjóra. Verkið fékk Eddu tilnefningu sem heimildarmynd ársins. Verkið nýttist til að skrifa lokakafla í erlendar útgáfur bókarinnar ,,Um tímann og vatnið". Ég gaf út sjö bækur á þessu tímabili og það er rétt hjá Stefáni að sumar voru voru lengi í vinnslu. Fjórar þeirra slógu Íslandsmet til viðbótar við Íslandsmetið sem Blái hnötturinn sló. LoveStar var skrifuð 2000 - 2002. Hún er komin út á 20 tungumálum og fékk meðal annars Philip K. Dick verðlaunin 2014 og Grand Prix l'Imaginaire verðlaunin í Frakklandi 2016 sem besta þýdda vísindaskáldsaga ársins. Draumalandið kom út 2006. Hún var í vinnslu frá 2001 - 2006, hún fékk íslensku bókmenntaverðlaunin og er eitt mest selda verk Íslandssögunnar. Hún er komin út á 5 tungumálum. Tímakistan kom út 2013. Hún var í vinnslu 2002 - 2013. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefningu til Bokmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Vestnorrænu Bókmenntaverðlaunin. Hún er komin út í 20 löndum og hlaut Green Earth Book Awards í USA. Hún er mest útgefna ungmennabókin frá Íslandi. Hún fylgir fast eftir mest útgefnu barnabókinni frá Íslandi sem er Sagan af bláa hnettinum sem er komin út á 40 tungumálum. Sofðu ást mín kom út 2016. Hún var í vinnslu frá 1998 - 2016. Hún er komin út á ítölsku. Um tímann og vatnið var í vinnslu frá 2009 - 2019. Hún hlaut Tiziano Terzani verðlaunin á Ítalíu og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún er langmest útgefna íslenska fræðiritið og komin út á 30 tungumálum hjá virtum forlögum. Um hana hefur verið fjallað í New York Times, The Economist, The Atlantic, BBC, Guardian svo mjög fáir fjölmiðlar séu nefndir. Jötunsteinn kemur út haustið 2025 hjá Máli og menningu. Hún er nóvella sem er nú þegar komin út á ensku, dönsku og ítölsku. Ferill höfundar er óvenjulegur og það er notað gegn honum: Fyrir að taka áhættur eða vinna þvert á listform. Hér er ekki talin upp þáttaka í Feneyjartvíæringnum með SAP arkítektum með Lavaforming 2025, skrif fyrir íslenska dansflokkinn, minnismerkið um Ok jökul, verkefni með Kronos Quartet í maí 2025, Yo Yo Ma verkefni í Hörpu haustið 2024 eða klukkutima sýningu sem ég gerði fyrir Schauspielhaus í Hamborg fyrir 2000 manns sumarið 2024 á vegum þýska vísinda og menntamálaráðuneytisins. Ekki heldur ótal fyrirlestrar eða þáttaka í að móta þema og opna stærstu heilbrigðisráðstefnu Asíu, Prince Mahadrol ráðstefnuna í Tailandi 2023 ásamt ritstjóra The Lancet. Að fylgja eftir bók eins og ,,Um tímann og vatnið" á 30 tungumálum - er í rauninni ekki eins manns verk. Stefán hafi óskað eftir gögnum Andra „Eins og sést hér fyrir ofan geta verk mín verið lengi í mótun og mörg verk verða til samtímis. Ég fékk tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2014. Þrátt fyrir það lagði Stefán Einar fram stjórnsýslukæru árið 2016 þar sem honum þótti ferill minn grunsamlegur og óskaði eftir öllum mínum trúnaðargögnum hjá Launasjóði rithöfunda,“ skrifar Andri. „Miðað við framsetningu um „krónur á blaðsíðu“ og vantalin leikrit þá getur hver maður ímyndað sér hvílíku tjóni Stefán Einar hefði valdið ef hann hefði komist í umsóknir mínar. Hann hefði haft vald til að trufla, reka á eftir eða eyðileggja vinnuferli bókar minnar „Um tímann og vatnið“ sem þá hét „Leitin að Auðhumlu“. Stefán hefði haft vald til að birta upplýsingar um verk sem eru enn óútkomin og gera þau tortryggileg. „Um tímann og vatnið“ er eins og áður kom fram - komin út á 30 tungumálum en samt hamast Stefán í mér fyrir getuleysi - af því hún er bara „ein bók“. Andri segir að þrátt fyrir að leiðréttingum hafi verið komið á framfæri hafi Stefán haldið áfram að stagast á „fimm bókum“ fyrir x upphæð. Hann segir að til þess að íslenskur höfundur utan glæpasagnahefðar nái meðallaunum þurfi tekjur af bókum, kvikmyndaréttum, erlendum samningum auk starfslauna vegna þess að starfslaunin séu undir lágmarkslaunum. Höfundar þurfi að tvöfalda upphæðina með eigin mótframlagi til að ná meðallaunum og framfleyta fjöslkyldu. Spyr hvers vegna ekki var hægt að reikna framlag höfunda „En af því við erum ekki að ræða menningu, listrænt framlagt eða íslenska tungu heldur „kostnað á blaðsíðu“ - þá fékk ég þær upplýsingar hjá Forlaginu að bækur mínar hafi selst á Íslandi samtals í 110.000 eintökum. Það er velta upp á 550 milljónir sem skiptist á prentsmiðjur, bókabúðir, virðisaukaskatt, bókaforlag og höfundarlaun. Af hverju gat Stefán ekki reiknað út framlag okkar höfunda - hverju við skiluðum í stað þess að reikna út hversu mikil byrði við erum á samfélaginu? Af því að það - lét okkur líta of vel út? Að auk listræns framlag væri beinn fjárhagslegur ávinningur af starfi okkar? Talaði hann um fimm Íslandsmet? Alþjóðleg verðlaun? Að velgengi okkar innanlands og utan væru rök til að efla sjóðinn?“ spyr Andri Snær. „Nei Stefán Einar er svo rasandi á sóuninni í feril minn, líkir því við að hann sjálfur hefði bara „mætt í vinnuna, einu sinni í mánuði alla mína starfsævi“. Já ég hefði svo sannarlega viljað sjá mínar helgustu hugmyndir í hans höndum. Ég segi og skrifa: Helgustu hugmyndir.“ Andri Snær segist hlynntur aðhaldi. Það gildi um blaðamenn líka. „Mér þykir leitt að hafa sóað verðmætum tíma mínum í að leiðrétta vinnubrögð Stefáns. En þrátt fyrir ábendingu þá leiðrétti Stefán ekki sjálfur mistök sín heldur gaf í á Bylgjunni og í Spursmálum og á samfélagsmiðlum. Mínum sjónarmiðum er hérmeð komið á framfæri. Það eina sem skiptir mig máli er gæði verkanna og TÍMINN sem ég gef þeim. Það er forsenda þess að þau fari um heiminn. Þá er von til þess að þau lifi mig - og ekki síst Stefán.“ Menning Listamannalaun Bókmenntir Fjölmiðlar Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Tilefnið er umfjöllun Stefáns í Morgunblaðinu upp úr nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna undanfarin 25 ár. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutað á tímabilinu og settu fjárhæðirnar í samhengi við afköst þeirra og var mælikvarðinn í fjölda bóka og blaðsíða. Andri Snær var í upprunalegri úttekt með fæst verk, fimm bækur á 25 árum. Úttektin hefur vakið mikla og heita umræðu líkt og Vísir hefur fjallað um. Röng tala Andri Snær segir í færslu á Facebook að Stefán Einar Stefánsson hafi soðið listrænan feril hans niður í fimm bækur á 25 árum fyrir 137,8 milljónir eða 106.957 krónur á blaðsíðu. Andri segir nákvæmni tölfræðinnar upp á krónu aðdáunarverða og hafa yfirbragð vandvirkni, þetta sé hinsvegar röng tala. Hann segir að Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma í að kynna sér málefnið í stað þess einfaldlega að endurbirta gagnrýnislaust upplýsingar og framsetningu hagsmunasamtaka. Hlutverk blaðamanna sé að leggja sjálfstætt mat á slíkt efni en það eigi ekki við að þessu sinni. „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður. Ég er ekki bara bókahöfundur og í umsóknum mínum um starfslaun hafa leikrit og leikritun verið hluti eða kjarninn í mínu listræna starfi ásamt handritum fyrir heimildarmyndir. Öll þessi verkefni eru tilgreind í umsóknum mínum. Höfundar eins og Ólafur Haukur, Árni Ibsen og Hrafnhildur Hagalín hafa öll notið stuðnings launasjóðs rithöfunda fyrir leikritun.“ Segir óvenjulegan feril nýttan gegn honum Því næst tilgreinir Andri Snær leikverkin sem Stefán hafi „gleymt“ að nefna, líkt og hann lýsir því. Þar listar Andri upp níu verk, ýmist leikverk og handrit. Hann bætir því við að hann hafi auk þess gefið út sjö bækur á þessu tímabili, það sé rétt hjá Stefáni að sumar hafi verið lengi í vinnslu. Fjórar hafi slegið Íslandsmet til viðbótar við Bláa hnöttinn en ekkert íslenskt leikrit hafi verið sett upp jafn víða um heiminn. Þá segir Andri að ferill hans sé óvenjulegur og að það sé notað gegn honum í umfjölluninni, fyrir að taka áhættur eða vinna þvert á listform. Þátttaka hans og aðkoma að hinum ýmsu verkum hafi ekki heldur verið talin upp. Ítarlega samantekt hans um verkin sem hann fékk starfslaun listamanna fyrir má sjá að neðan. Leikverkin sem Stefán ,,gleymir" að nefna eru eftirfarandi: Árið 2001 var Blái hnötturinn settur upp á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ekkert íslenskt leikrit hefur síðan þá verið sett upp jafn víða um heiminn. Það hefur verið sviðsett í Toronto, Lahti, Vaasa, Berlín, Luzerne, Chicago, Aþenu, Malmö, Búdapest og víðar, síðan hafa á annað hundrað skólahópa og áhugaleikfélaga sett upp verkið. Um 200.000 manns hafa séð verkið víða um heim. Verkið var skrifað að hluta til með stuðningi Launasjóðs rithöfunda. Árið 2001 var leikverkið ,,Hlauptu Náttúrubarn" flutt í Útvarpsleikhúsinu á RÚV. Árið 2004 skrifaði ég Úlfhamssögu fyrir Annað svið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið var unnið upp úr hinum fornu Úlfhams rímum. Verkið fékk 7 Grímu tilnefningar og undirritaður fékk tilnefningu sem ,,Leikskáld ársins". Verkið er að finna í umsókn um starfslaun hjá Launasjóði rithöfunda. Árið 2007 tók ég þátt í að setja upp Eilífa hamingju á vegum Lifandi leikhúss. Verkið var sett upp á Litla sviði Borgarleikhússins. Ég var meðhöfundur og við fengum tilnefningu til Grímunnar árið 2007 sem leikskáld ársins. Verkið er tiltekið í umsóknum mínum um starfslaun og framvinduskýrslum. Árið 2009 var Draumalandið frumsýnt þar sem ég var annar leikstjórinn. Ég var einnig handritshöfundur verksins. Verkið er tiltekið í umsókn og framvinduskýrslum. Draumalandið hlaut Eddu sem heimildarmynd ársins og við leikstjórar tilnefningu sem leikstjórar ársins. Hún er mest sótta heimildarmynd Íslandssögunnar en um 15.000 manns sáu hana í bíó. Árið 2010 var Eilíf óhamingja frumsýnd á vegum Lifandi Leikhúss á litla sviði Borgarleikhússins. Við vorum tilnefndir til Grímunnar sem leikskáld ársins. Verkið er nefnt í umsóknum og framvinduskýrslum. Árið 2019 var bjó ég til sýningu fyrir stóra svið Borgarleikhússins sem var unnin samhliða bók minni - Um tímann og vatnið ásamt Högna Egilssyni. Við vorum með sýningar fyrir fullu húsi, einnig í Hofi á Akureyri. Verkið hefur síðan farið víða um heim í styttri útgáfum meðal annars fyrir Karl Bretakonung í Hampton Court Palace vorið 2025. Sýning þessi er tiltekin í umsóknum og framvinduskýrslum. Árið 2020 var Þriðji póllinn opnunarmynd RIFF. Ég var annar leikstjóra og handritshöfunda. Verkið fékk meðal annars Eddu tilnefningu fyrir leikstjórn ársins og handrit ársins. Verkið er nefnt í umsóknum. Hún tengdist líka rannsóknarvinnu við Um tímann og vatnið og óútgefið verk sem er í smíðum. Allt nefnt í umsóknum. Árið 2021 var Tídægra/Apausalypse frumsýnd. Aftur er ég annar handritshöfunda og leikstjóra. Verkið fékk Eddu tilnefningu sem heimildarmynd ársins. Verkið nýttist til að skrifa lokakafla í erlendar útgáfur bókarinnar ,,Um tímann og vatnið". Ég gaf út sjö bækur á þessu tímabili og það er rétt hjá Stefáni að sumar voru voru lengi í vinnslu. Fjórar þeirra slógu Íslandsmet til viðbótar við Íslandsmetið sem Blái hnötturinn sló. LoveStar var skrifuð 2000 - 2002. Hún er komin út á 20 tungumálum og fékk meðal annars Philip K. Dick verðlaunin 2014 og Grand Prix l'Imaginaire verðlaunin í Frakklandi 2016 sem besta þýdda vísindaskáldsaga ársins. Draumalandið kom út 2006. Hún var í vinnslu frá 2001 - 2006, hún fékk íslensku bókmenntaverðlaunin og er eitt mest selda verk Íslandssögunnar. Hún er komin út á 5 tungumálum. Tímakistan kom út 2013. Hún var í vinnslu 2002 - 2013. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefningu til Bokmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Vestnorrænu Bókmenntaverðlaunin. Hún er komin út í 20 löndum og hlaut Green Earth Book Awards í USA. Hún er mest útgefna ungmennabókin frá Íslandi. Hún fylgir fast eftir mest útgefnu barnabókinni frá Íslandi sem er Sagan af bláa hnettinum sem er komin út á 40 tungumálum. Sofðu ást mín kom út 2016. Hún var í vinnslu frá 1998 - 2016. Hún er komin út á ítölsku. Um tímann og vatnið var í vinnslu frá 2009 - 2019. Hún hlaut Tiziano Terzani verðlaunin á Ítalíu og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún er langmest útgefna íslenska fræðiritið og komin út á 30 tungumálum hjá virtum forlögum. Um hana hefur verið fjallað í New York Times, The Economist, The Atlantic, BBC, Guardian svo mjög fáir fjölmiðlar séu nefndir. Jötunsteinn kemur út haustið 2025 hjá Máli og menningu. Hún er nóvella sem er nú þegar komin út á ensku, dönsku og ítölsku. Ferill höfundar er óvenjulegur og það er notað gegn honum: Fyrir að taka áhættur eða vinna þvert á listform. Hér er ekki talin upp þáttaka í Feneyjartvíæringnum með SAP arkítektum með Lavaforming 2025, skrif fyrir íslenska dansflokkinn, minnismerkið um Ok jökul, verkefni með Kronos Quartet í maí 2025, Yo Yo Ma verkefni í Hörpu haustið 2024 eða klukkutima sýningu sem ég gerði fyrir Schauspielhaus í Hamborg fyrir 2000 manns sumarið 2024 á vegum þýska vísinda og menntamálaráðuneytisins. Ekki heldur ótal fyrirlestrar eða þáttaka í að móta þema og opna stærstu heilbrigðisráðstefnu Asíu, Prince Mahadrol ráðstefnuna í Tailandi 2023 ásamt ritstjóra The Lancet. Að fylgja eftir bók eins og ,,Um tímann og vatnið" á 30 tungumálum - er í rauninni ekki eins manns verk. Stefán hafi óskað eftir gögnum Andra „Eins og sést hér fyrir ofan geta verk mín verið lengi í mótun og mörg verk verða til samtímis. Ég fékk tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2014. Þrátt fyrir það lagði Stefán Einar fram stjórnsýslukæru árið 2016 þar sem honum þótti ferill minn grunsamlegur og óskaði eftir öllum mínum trúnaðargögnum hjá Launasjóði rithöfunda,“ skrifar Andri. „Miðað við framsetningu um „krónur á blaðsíðu“ og vantalin leikrit þá getur hver maður ímyndað sér hvílíku tjóni Stefán Einar hefði valdið ef hann hefði komist í umsóknir mínar. Hann hefði haft vald til að trufla, reka á eftir eða eyðileggja vinnuferli bókar minnar „Um tímann og vatnið“ sem þá hét „Leitin að Auðhumlu“. Stefán hefði haft vald til að birta upplýsingar um verk sem eru enn óútkomin og gera þau tortryggileg. „Um tímann og vatnið“ er eins og áður kom fram - komin út á 30 tungumálum en samt hamast Stefán í mér fyrir getuleysi - af því hún er bara „ein bók“. Andri segir að þrátt fyrir að leiðréttingum hafi verið komið á framfæri hafi Stefán haldið áfram að stagast á „fimm bókum“ fyrir x upphæð. Hann segir að til þess að íslenskur höfundur utan glæpasagnahefðar nái meðallaunum þurfi tekjur af bókum, kvikmyndaréttum, erlendum samningum auk starfslauna vegna þess að starfslaunin séu undir lágmarkslaunum. Höfundar þurfi að tvöfalda upphæðina með eigin mótframlagi til að ná meðallaunum og framfleyta fjöslkyldu. Spyr hvers vegna ekki var hægt að reikna framlag höfunda „En af því við erum ekki að ræða menningu, listrænt framlagt eða íslenska tungu heldur „kostnað á blaðsíðu“ - þá fékk ég þær upplýsingar hjá Forlaginu að bækur mínar hafi selst á Íslandi samtals í 110.000 eintökum. Það er velta upp á 550 milljónir sem skiptist á prentsmiðjur, bókabúðir, virðisaukaskatt, bókaforlag og höfundarlaun. Af hverju gat Stefán ekki reiknað út framlag okkar höfunda - hverju við skiluðum í stað þess að reikna út hversu mikil byrði við erum á samfélaginu? Af því að það - lét okkur líta of vel út? Að auk listræns framlag væri beinn fjárhagslegur ávinningur af starfi okkar? Talaði hann um fimm Íslandsmet? Alþjóðleg verðlaun? Að velgengi okkar innanlands og utan væru rök til að efla sjóðinn?“ spyr Andri Snær. „Nei Stefán Einar er svo rasandi á sóuninni í feril minn, líkir því við að hann sjálfur hefði bara „mætt í vinnuna, einu sinni í mánuði alla mína starfsævi“. Já ég hefði svo sannarlega viljað sjá mínar helgustu hugmyndir í hans höndum. Ég segi og skrifa: Helgustu hugmyndir.“ Andri Snær segist hlynntur aðhaldi. Það gildi um blaðamenn líka. „Mér þykir leitt að hafa sóað verðmætum tíma mínum í að leiðrétta vinnubrögð Stefáns. En þrátt fyrir ábendingu þá leiðrétti Stefán ekki sjálfur mistök sín heldur gaf í á Bylgjunni og í Spursmálum og á samfélagsmiðlum. Mínum sjónarmiðum er hérmeð komið á framfæri. Það eina sem skiptir mig máli er gæði verkanna og TÍMINN sem ég gef þeim. Það er forsenda þess að þau fari um heiminn. Þá er von til þess að þau lifi mig - og ekki síst Stefán.“
Leikverkin sem Stefán ,,gleymir" að nefna eru eftirfarandi: Árið 2001 var Blái hnötturinn settur upp á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ekkert íslenskt leikrit hefur síðan þá verið sett upp jafn víða um heiminn. Það hefur verið sviðsett í Toronto, Lahti, Vaasa, Berlín, Luzerne, Chicago, Aþenu, Malmö, Búdapest og víðar, síðan hafa á annað hundrað skólahópa og áhugaleikfélaga sett upp verkið. Um 200.000 manns hafa séð verkið víða um heim. Verkið var skrifað að hluta til með stuðningi Launasjóðs rithöfunda. Árið 2001 var leikverkið ,,Hlauptu Náttúrubarn" flutt í Útvarpsleikhúsinu á RÚV. Árið 2004 skrifaði ég Úlfhamssögu fyrir Annað svið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið var unnið upp úr hinum fornu Úlfhams rímum. Verkið fékk 7 Grímu tilnefningar og undirritaður fékk tilnefningu sem ,,Leikskáld ársins". Verkið er að finna í umsókn um starfslaun hjá Launasjóði rithöfunda. Árið 2007 tók ég þátt í að setja upp Eilífa hamingju á vegum Lifandi leikhúss. Verkið var sett upp á Litla sviði Borgarleikhússins. Ég var meðhöfundur og við fengum tilnefningu til Grímunnar árið 2007 sem leikskáld ársins. Verkið er tiltekið í umsóknum mínum um starfslaun og framvinduskýrslum. Árið 2009 var Draumalandið frumsýnt þar sem ég var annar leikstjórinn. Ég var einnig handritshöfundur verksins. Verkið er tiltekið í umsókn og framvinduskýrslum. Draumalandið hlaut Eddu sem heimildarmynd ársins og við leikstjórar tilnefningu sem leikstjórar ársins. Hún er mest sótta heimildarmynd Íslandssögunnar en um 15.000 manns sáu hana í bíó. Árið 2010 var Eilíf óhamingja frumsýnd á vegum Lifandi Leikhúss á litla sviði Borgarleikhússins. Við vorum tilnefndir til Grímunnar sem leikskáld ársins. Verkið er nefnt í umsóknum og framvinduskýrslum. Árið 2019 var bjó ég til sýningu fyrir stóra svið Borgarleikhússins sem var unnin samhliða bók minni - Um tímann og vatnið ásamt Högna Egilssyni. Við vorum með sýningar fyrir fullu húsi, einnig í Hofi á Akureyri. Verkið hefur síðan farið víða um heim í styttri útgáfum meðal annars fyrir Karl Bretakonung í Hampton Court Palace vorið 2025. Sýning þessi er tiltekin í umsóknum og framvinduskýrslum. Árið 2020 var Þriðji póllinn opnunarmynd RIFF. Ég var annar leikstjóra og handritshöfunda. Verkið fékk meðal annars Eddu tilnefningu fyrir leikstjórn ársins og handrit ársins. Verkið er nefnt í umsóknum. Hún tengdist líka rannsóknarvinnu við Um tímann og vatnið og óútgefið verk sem er í smíðum. Allt nefnt í umsóknum. Árið 2021 var Tídægra/Apausalypse frumsýnd. Aftur er ég annar handritshöfunda og leikstjóra. Verkið fékk Eddu tilnefningu sem heimildarmynd ársins. Verkið nýttist til að skrifa lokakafla í erlendar útgáfur bókarinnar ,,Um tímann og vatnið". Ég gaf út sjö bækur á þessu tímabili og það er rétt hjá Stefáni að sumar voru voru lengi í vinnslu. Fjórar þeirra slógu Íslandsmet til viðbótar við Íslandsmetið sem Blái hnötturinn sló. LoveStar var skrifuð 2000 - 2002. Hún er komin út á 20 tungumálum og fékk meðal annars Philip K. Dick verðlaunin 2014 og Grand Prix l'Imaginaire verðlaunin í Frakklandi 2016 sem besta þýdda vísindaskáldsaga ársins. Draumalandið kom út 2006. Hún var í vinnslu frá 2001 - 2006, hún fékk íslensku bókmenntaverðlaunin og er eitt mest selda verk Íslandssögunnar. Hún er komin út á 5 tungumálum. Tímakistan kom út 2013. Hún var í vinnslu 2002 - 2013. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, tilnefningu til Bokmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Vestnorrænu Bókmenntaverðlaunin. Hún er komin út í 20 löndum og hlaut Green Earth Book Awards í USA. Hún er mest útgefna ungmennabókin frá Íslandi. Hún fylgir fast eftir mest útgefnu barnabókinni frá Íslandi sem er Sagan af bláa hnettinum sem er komin út á 40 tungumálum. Sofðu ást mín kom út 2016. Hún var í vinnslu frá 1998 - 2016. Hún er komin út á ítölsku. Um tímann og vatnið var í vinnslu frá 2009 - 2019. Hún hlaut Tiziano Terzani verðlaunin á Ítalíu og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún er langmest útgefna íslenska fræðiritið og komin út á 30 tungumálum hjá virtum forlögum. Um hana hefur verið fjallað í New York Times, The Economist, The Atlantic, BBC, Guardian svo mjög fáir fjölmiðlar séu nefndir. Jötunsteinn kemur út haustið 2025 hjá Máli og menningu. Hún er nóvella sem er nú þegar komin út á ensku, dönsku og ítölsku. Ferill höfundar er óvenjulegur og það er notað gegn honum: Fyrir að taka áhættur eða vinna þvert á listform. Hér er ekki talin upp þáttaka í Feneyjartvíæringnum með SAP arkítektum með Lavaforming 2025, skrif fyrir íslenska dansflokkinn, minnismerkið um Ok jökul, verkefni með Kronos Quartet í maí 2025, Yo Yo Ma verkefni í Hörpu haustið 2024 eða klukkutima sýningu sem ég gerði fyrir Schauspielhaus í Hamborg fyrir 2000 manns sumarið 2024 á vegum þýska vísinda og menntamálaráðuneytisins. Ekki heldur ótal fyrirlestrar eða þáttaka í að móta þema og opna stærstu heilbrigðisráðstefnu Asíu, Prince Mahadrol ráðstefnuna í Tailandi 2023 ásamt ritstjóra The Lancet. Að fylgja eftir bók eins og ,,Um tímann og vatnið" á 30 tungumálum - er í rauninni ekki eins manns verk.
Menning Listamannalaun Bókmenntir Fjölmiðlar Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira