Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar 1. október 2025 15:01 Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið hefð í sveitarfélögum á Íslandi að styðja íþróttafólk til æfinga og keppni, bæði hér heima og erlendis. Sú hefð hefur skilað miklu t.d. styrkt íþróttalíf, aukið samstöðu og gefið ungu fólki tækifæri til að blómstra. En nú er tími til kominn að stíga næsta skref. Hæfileikar ungs fólks takmarkast ekki við íþróttir. Viðreisn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu í Fræðsluráði um að stofna sérstakan sjóð sem styður framúrskarandi ungmenni í öllum greinum tómstundastarfs. Markmið sjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk til ungs fólks með lögheimili í Hafnarfirði sem leggur hart að sér í listum, skapandi greinum, nýsköpun eða öðrum vettvangi - ekki bara í íþróttum. Með slíku framtaki myndum við jafna leikinn. Því miður hafa mörg ungmenni sem hafa náð langt í listum eða öðrum greinum ekki notið sama stuðnings eða viðurkenningar og jafnaldrar þeirra í íþróttum. Með sjóðnum yrði loksins viðurkennt að samfélagið metur jafnt fjölbreytta hæfileika og afreksíþróttir. Samfélagið stendur sterkara þegar við leggjum rækt við ólíkar leiðir til tjáningar og sköpunar. Börn og ungmenni sem fá hvatningu og raunveruleg tækifæri, óháð því hvort þau velja sér sviðsljós leiklistarinnar, strengina í hljóðfærum eða knattspyrnuvöllinn, eru líklegri til að fylgja draumum sínum, efla sjálfstraust sitt og gefa samfélaginu afrakstur sem við öll njótum. Þetta er ekki spurning um annaðhvort íþróttir eða listir. Þetta er spurning um jafnræði. Við eigum að standa saman í því að styðja öll ungmenni og gefa þeim byr undir báða vængi. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði og situr í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun