Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 18:05 Mynd úr safni. Franski sjóherinn hefur farið um borð í olíuskip og grunar að þaðan hafi drónarnir komið sem hafa hrellt Dani síðustu vikur. Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni.
Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira