Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 18:05 Mynd úr safni. Franski sjóherinn hefur farið um borð í olíuskip og grunar að þaðan hafi drónarnir komið sem hafa hrellt Dani síðustu vikur. Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni.
Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira