Körfubolti

Beeman gekk frá fyrrum fé­lögum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorleifur Ólafsson stýrði liði Grindavíkur til sigurs í fyrstu umferð.
Þorleifur Ólafsson stýrði liði Grindavíkur til sigurs í fyrstu umferð.

Abby Beeman átti stórleik í frumraun sinni fyrir Grindavík í Bónus deild kvenna og var stigahæst í 89-74 sigri á útivelli gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Hamar/Þór.

Abby kann vel við sig í Þorlákshöfn og sýndi sömu snilldartakta og á síðasta tímabili, en í þetta sinn fyrir lið Grindavíkur. Hún var stigahæst hjá Grindvíkingum með 23 stig, auk 6 frákasta og 9 stoðsendinga.

Grindavík tók forystuna í upphafi leiks og lét hana aldrei af hendi. Heimakonur áttu ágætis spretti og voru aldrei langt undan en fimmtán stiga sigur skilaði sér að endingu fyrir gestina úr Grindavík.

Jadakiss Nashi Guinn í liði Hamars/Þórs var stigahæst allra leikmanna með 25 stig, auk 5 frákasta og 8 stoðsendinga.

Þetta var fyrsti leikur liðanna á nýhöfnu tímabili í Bónus deild kvenna. Grindavík komst í úrslitakeppnina á síðasta tímabili en datt út eftir oddaleik í fyrstu umferð gegn Íslandsmeisturum Hauka. Hamar/Þór féll úr Bónus deildinni en hélt sæti sínu þökk sé Þór frá Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×