Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2025 07:02 Qarabag er með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Aziz Karimov/Getty Images Eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni er Qarabag eitt af sex liðum með fullt hús stiga. Margir leikmenn liðsins eru einnig landsliðsmenn Aserbaísjan, sem steinlá á dögunum fyrir Íslandi í 5-0 sigri strákanna okkar á Laugardalsvelli. Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Qarabag hefur fagnað frábæru gengi í fyrstu tveimur umferðunum og er með fullt hús stiga, líkt og Bayern Munchen, Real Madrid, PSG, Inter og Arsenal. Qarabag vann FC Kaupmannahöfn 2-0 á heimavelli í gær eftir að hafa sótt 2-3 endurkomusigur gegn Benfica í Portúgal í fyrstu umferðinni. 🇦🇿 Before this season, a club from Azerbaijan had NEVER won a game in the Champions League Group/League Phase!Qarabağ have just won BACK TO BACK Champions League games as they beat FC Copenhagen 2-0 having beaten Benfica the previous Matchday! pic.twitter.com/pObWLAMtr9— The European Football Express (@TheEuroFE) October 1, 2025 Vinstri bakvörðurinn Elvin Jafarquliyev hefur staðið sig með prýði í þeim leikjum en hann átti í miklum vandræðum með Jón Dag Þorsteinsson, sem lagði tvö mörk upp gegn Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Sömu sögu má segja af miðverðinum Bahlul Mustafazade, sem tókst að halda marki Qarabag í hreinu í gær, en stóð sig ekki jafn vel þegar hann dekkaði Guðlaug Victor Pálsson í fyrsta marki Íslands. Framherjinn Narim Akhundzade átti öfluga innkomu í gær og lagði annað mark Qarabag upp, en komst lítið á boltann í leiknum gegn Íslandi. Fyrir stuðningsmenn Íslands, sem sáu leikinn gegn Aserbaísjan er ansi magnað að fylgjast með góðu gengi Qarabag í Meistaradeildinni. Alls eru sjö leikmenn Qarabag landsliðsmenn Aserbaísjan. Þeir þrír sem taldir eru upp hér fyrir ofan en einnig Abbas Husyenov, Tural Bayramov og Musa Qurbanli, hægri bakvörður, miðjumaður og framherji landsliðsins. Þeir hafa allir komið inn af varamannabekknum fyrir Qarabag í fyrstu tveimur umferðunum í Meistaradeildinni en hinir þrír hafa verið byrjunarliðsmenn. Markvörður landsliðsins, Shakhruddin Magomedaliyev, er svo varamarkmaður Qarabag og spilar lítið. 🇦🇿😳 Gurban Gurbanov has been the manager of Qarabag since 2008! In 2017, Gurbanov guided Qarabag to the group stages of the UEFA Champions League, which made them the first ever Azerbaijani team to do so. Now, his Qarabag team have won 2/2 games in the league phase. 👏 pic.twitter.com/krgBn7Vpi4— EuroFoot (@eurofootcom) October 1, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira