Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 06:45 Það er ekki oft sem Vance hefur látið til sín taka á blaðamannafundum í Hvíta húsinu en það gerði hann í gær, til að freista þess að kenna Demókrötum um lokunina. Getty/Alex Wong Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira