Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 06:45 Það er ekki oft sem Vance hefur látið til sín taka á blaðamannafundum í Hvíta húsinu en það gerði hann í gær, til að freista þess að kenna Demókrötum um lokunina. Getty/Alex Wong Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira