Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 09:48 Karl III Bretakonungur segir konungshjónin harma atvikið. Getty Tveir eru látnir og þrír alvarlega særðir eftir hnífaárás við bænahús gyðinga við Middle Road í Crumpsall í Manchester í morgun. Boðað hefur verið til Cobra-fundar vegna atviksins og öryggisgæsla verður efld við önnur bænahús í dag. Lögregla hefur staðfest að árásarmaðurinn var skotinn af lögregluþjónum og virðist hann einnig látinn. Borgarstjórinn Andy Burnham segir ógnina liðna hjá en hefur ráðlagt fólki að halda sig frá. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og sést hefur til sprengjusveitar á vettvangi. Hún er sögð hafa verið kölluð til vegna óþekkts hlutar á árásarmanninum, sem er einnig sagður ástæða þess að andlát mannsins hefur enn ekki verið formlega staðfest. Það er að segja; svo virðist sem menn hafi ekki hætt sér nálægt líkinu til að staðfesta andlát. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Manchester var lögregla kölluð að Heaton Park Hewbrew Congretation Synagogue klukkan 09:31 að staðartíma. Sá sem tilkynnti sagði að hann hefði séð bifreið ekið að hópi fólks og að einn hefði verið stunginn. Lögregla hefði skotið grunaðan árásarmann klukkan 09:38. Bráðaliðar hefðu mætt á svæðið klukkan 09:41. Í fyrstu voru fjórir sagðir hafa særst, annaðhvort eða bæði af völdum bifreiðarinnar og/eða vegna stungusára. Greint var frá því að öryggisvörður væri meðal særðu. Lögregla hefur ítrekað skilaboð til almennings um að halda sig frá svæðinu á meðan aðgerðir standa yfir. Forsætisráðherrann Keir Starmer hefur fordæmt árásina og þá sérstaklega að hún hafi átt sér stað í dag; á Yom Kippur, sem er heilagasti dagur gyðinga. Starmer er staddur á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn en mun snúa heim fyrr en ætlað var vegna árásarinnar. Þá hefur verið greint frá því að boðað hafi verið til Cobra-fundar síðar í dag og að öryggisgæsla verði efld við önnur bænahús gyðinga. Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Lögregla hefur staðfest að árásarmaðurinn var skotinn af lögregluþjónum og virðist hann einnig látinn. Borgarstjórinn Andy Burnham segir ógnina liðna hjá en hefur ráðlagt fólki að halda sig frá. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og sést hefur til sprengjusveitar á vettvangi. Hún er sögð hafa verið kölluð til vegna óþekkts hlutar á árásarmanninum, sem er einnig sagður ástæða þess að andlát mannsins hefur enn ekki verið formlega staðfest. Það er að segja; svo virðist sem menn hafi ekki hætt sér nálægt líkinu til að staðfesta andlát. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Manchester var lögregla kölluð að Heaton Park Hewbrew Congretation Synagogue klukkan 09:31 að staðartíma. Sá sem tilkynnti sagði að hann hefði séð bifreið ekið að hópi fólks og að einn hefði verið stunginn. Lögregla hefði skotið grunaðan árásarmann klukkan 09:38. Bráðaliðar hefðu mætt á svæðið klukkan 09:41. Í fyrstu voru fjórir sagðir hafa særst, annaðhvort eða bæði af völdum bifreiðarinnar og/eða vegna stungusára. Greint var frá því að öryggisvörður væri meðal særðu. Lögregla hefur ítrekað skilaboð til almennings um að halda sig frá svæðinu á meðan aðgerðir standa yfir. Forsætisráðherrann Keir Starmer hefur fordæmt árásina og þá sérstaklega að hún hafi átt sér stað í dag; á Yom Kippur, sem er heilagasti dagur gyðinga. Starmer er staddur á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn en mun snúa heim fyrr en ætlað var vegna árásarinnar. Þá hefur verið greint frá því að boðað hafi verið til Cobra-fundar síðar í dag og að öryggisgæsla verði efld við önnur bænahús gyðinga.
Bretland Erlend sakamál England Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira