Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar 2. október 2025 10:46 Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Eva Rós Ólafsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun