„Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. október 2025 12:09 Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Birtu Lífeyrissjóðs telur enga ástæðu til að ætla að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í tengslum við flutning flugfélagsins Play til Möltu. Þá hafi fjárfestingu sjóðsins í flugfélaginu verið stýrt þar sem vitað var að hún væri áhættusöm. Lífeyrissjóðurinn Birta var í hópi stærstu hluthafa Play og fjárfesting félagsins í flugfélaginu nam um 1,7 milljörðum króna. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu segir það hlutverk skiptastjóra að gefa skýringar á gjaldþrotinu í fyllingu tímans, Play hafi einfaldlega ekki verið gjaldfært. „Það dettur engum í hug að fara með fyrirtæki í gjaldþrot nema af því að það ekki hægt að greiða, þetta er skráð fyrirtæki þannig að það er ekki annað hægt ef að það er ekki hægt að greiða þá þurfi að tilkynna það inn á markaðinn og fara svo til sýslumanns eins og gert var. Auðvitað kom þetta okkur á óvart eins og öðrum að þetta hafi gerst á þessum tíma en erum ekki með fyllri skýringar en aðrir,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu Sýnar. „Þetta er fyrst og fremst hryggilegt að upplifa umræðuna núna eins og hún birtst, það er augljóslega mikil reiði og mikil sorg hjá mörgum,“ bætti hann við. „Við getum ekki farið fram á neitt“ Þann 2. september var hlutafélagið Fly Play Europe Holdco stofnað til að halda utan rekstur dótturfélags Play á Möltu í kjölfar skuldabréfaútgáfu þar sem Play var lagt til aukið fé. Ólafur segir aðkomu Birtu að því félagi þá sömu og hjá öðrum eigendum skuldabréfsins og að yfirmenn Birtu hafi litið á það sem ábyrgð að taka þátt í því útboði til að stuðla að því að hægt væri að klára yfirfærslu flugfélagsins til Möltu. „Skuldabréfið var gefið út til að yfirfærslan, eins og henni var lýst á markaði, átti að leiða til þess að félagið yrði skalað niður og forðað frá því sem blasir við í dag. Það var okkar aðkoma að því máli eins og hjá öðrum kröfuhöfum sem keyptu.“ Þegar tilkynnt var að starfsemi Play yrði færð til Möltu segir Ólafur að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir allra augum. Hann segir Lífeyrissjóðinn engar upplýsingar hafa fengið frá skiptastjóra um framhaldið. „Við getum ekki farið fram á neitt, skiptastjórar ráða alfarið ferðinni núna og við munum fá upplýsingar frá þeim á hverjum tíma. Við ráðum engu frekar en þegar við vorum hluthafar og mættum á hluthafafundi og greiddum atkvæði í samráði við það.“ „Við vitum ekki hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað og það er fyrst og fremst skiptastjóra að upplýsa um það. Ég hef enga ástæðu ti að ætla og hef engar upplýsingar um það að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað,“ bætir Ólafur við. „Vísvitandi gert því þetta var áhætta“ Hann segir að þegar Birta hafi lagt til aukið fé í Play hafi sjóðurinn einfaldlega verið að fylgja fjárfestingu sinni eftir. Alltaf hafi verið lögð áhersla á að gagnsæi ríkti um fjárfestingu sjóðsins. „Önnur áhersla var að halda fjárfestingunni var að halda hlutfallinu sem lágu hlutfalli af heildareign vegna áhættunnar, uppsafnað 0,3% af eignum og það var vísvitandi gert því þetta var áhætta en við takmörkuðum áhættuna útaf því.“ Hann nefnir byggingu Hvalfjarðarganga í þessu samhengi sem Ólafur segir að hafi orðið til fyrir tilstuðlan lífeyrissjóða. „Þeir komu að því frá upphafi og það leiddi til þess að hægt var að grafa göngin og nú nýtur þjóðin þess að göngin eru í eigu þjóðarinnar. Það þótti mjög mikil áhætta þegar það var gert en það gekk upp og stundum er það þannig þegar er tekin lítil áhætta hlutfallslega af heildareignum þá getur það verið samfélaginu til heilla en stundum þegar það gengur ekki þá þarf maður að mæta þeirri umræðu af ábyrgð.“ Play Gjaldþrot Play Lífeyrissjóðir Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lífeyrissjóðurinn Birta var í hópi stærstu hluthafa Play og fjárfesting félagsins í flugfélaginu nam um 1,7 milljörðum króna. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu segir það hlutverk skiptastjóra að gefa skýringar á gjaldþrotinu í fyllingu tímans, Play hafi einfaldlega ekki verið gjaldfært. „Það dettur engum í hug að fara með fyrirtæki í gjaldþrot nema af því að það ekki hægt að greiða, þetta er skráð fyrirtæki þannig að það er ekki annað hægt ef að það er ekki hægt að greiða þá þurfi að tilkynna það inn á markaðinn og fara svo til sýslumanns eins og gert var. Auðvitað kom þetta okkur á óvart eins og öðrum að þetta hafi gerst á þessum tíma en erum ekki með fyllri skýringar en aðrir,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu Sýnar. „Þetta er fyrst og fremst hryggilegt að upplifa umræðuna núna eins og hún birtst, það er augljóslega mikil reiði og mikil sorg hjá mörgum,“ bætti hann við. „Við getum ekki farið fram á neitt“ Þann 2. september var hlutafélagið Fly Play Europe Holdco stofnað til að halda utan rekstur dótturfélags Play á Möltu í kjölfar skuldabréfaútgáfu þar sem Play var lagt til aukið fé. Ólafur segir aðkomu Birtu að því félagi þá sömu og hjá öðrum eigendum skuldabréfsins og að yfirmenn Birtu hafi litið á það sem ábyrgð að taka þátt í því útboði til að stuðla að því að hægt væri að klára yfirfærslu flugfélagsins til Möltu. „Skuldabréfið var gefið út til að yfirfærslan, eins og henni var lýst á markaði, átti að leiða til þess að félagið yrði skalað niður og forðað frá því sem blasir við í dag. Það var okkar aðkoma að því máli eins og hjá öðrum kröfuhöfum sem keyptu.“ Þegar tilkynnt var að starfsemi Play yrði færð til Möltu segir Ólafur að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir allra augum. Hann segir Lífeyrissjóðinn engar upplýsingar hafa fengið frá skiptastjóra um framhaldið. „Við getum ekki farið fram á neitt, skiptastjórar ráða alfarið ferðinni núna og við munum fá upplýsingar frá þeim á hverjum tíma. Við ráðum engu frekar en þegar við vorum hluthafar og mættum á hluthafafundi og greiddum atkvæði í samráði við það.“ „Við vitum ekki hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað og það er fyrst og fremst skiptastjóra að upplýsa um það. Ég hef enga ástæðu ti að ætla og hef engar upplýsingar um það að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað,“ bætir Ólafur við. „Vísvitandi gert því þetta var áhætta“ Hann segir að þegar Birta hafi lagt til aukið fé í Play hafi sjóðurinn einfaldlega verið að fylgja fjárfestingu sinni eftir. Alltaf hafi verið lögð áhersla á að gagnsæi ríkti um fjárfestingu sjóðsins. „Önnur áhersla var að halda fjárfestingunni var að halda hlutfallinu sem lágu hlutfalli af heildareign vegna áhættunnar, uppsafnað 0,3% af eignum og það var vísvitandi gert því þetta var áhætta en við takmörkuðum áhættuna útaf því.“ Hann nefnir byggingu Hvalfjarðarganga í þessu samhengi sem Ólafur segir að hafi orðið til fyrir tilstuðlan lífeyrissjóða. „Þeir komu að því frá upphafi og það leiddi til þess að hægt var að grafa göngin og nú nýtur þjóðin þess að göngin eru í eigu þjóðarinnar. Það þótti mjög mikil áhætta þegar það var gert en það gekk upp og stundum er það þannig þegar er tekin lítil áhætta hlutfallslega af heildareignum þá getur það verið samfélaginu til heilla en stundum þegar það gengur ekki þá þarf maður að mæta þeirri umræðu af ábyrgð.“
Play Gjaldþrot Play Lífeyrissjóðir Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira