Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2025 13:06 Börn bíða mun lengur en lagt er upp með eftir ýmissi nauðsynlegri þjónustu. Vísir/Vilhelm Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í reglulegri samantekt Umboðsmanns barna um bið barna eftir þjónustu hjá stofnunum og embættum. Tölurnar eru nú teknar saman í áttunda sinn og gefnar út á vef embættisins eins og áður. Þar kemur fram að þeim börnum sem bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna hefur fjölgað mikið síðustu fjögur ár. Í dag bíða alls 2.498 börn og hafa 2.211 þeirra beðið lengur en í þrjá mánuði. Börn á bið árið 2021 voru alls 738. Hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð bíða 717 börn eftir greiningu og hafa samkvæmt greiningunni 674 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Samkvæmt greiningunni hefur þeim börnum sem bíða eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar fjölgað frá því í desember 2021. Þá biðu 326 börn og af þeim höfðu 320 beðið í þrjá mánuði eða lengur. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Í greiningunni eru birt tvö dæmi um börn sem bíða eftir frumgreiningu vegna gruns um ADHD en miðað við upplýsingar frá foreldrum segir að gera megi ráð fyrir því að 3,5 til 4,5 ára bið sé eftir greiningu. Í samantektinni segir að embættið hafi fengið ábendingar um að upplýsingar um bið eftir þjónustu hjá meðal annars Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð barna varpi aðeins ljósi á hluta þess tíma sem börn þurfi að bíða eftir greiningu vegna m.a. gruns um ADHD og einhverfu. Áður en börn fari á biðlista hjá áðurnefndum aðilum hafi þau þurft að bíða eftir skimun og frumgreiningu. Hátt í 500 að bíða eftir þjónustu sálfræðings Þá segir í samantektinni að 478 börn bíði eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslum á landinu öllu. Þar af hafi 323 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Í samantektinni er fjallað um ólíka stöðu víða um land hvað varðar bið eftir þjónustu sálfræðings. Um mánaðarmótin ágúst - september sl. biðu 113 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Meðalbiðtími var 119 dagar og 72 börn höfðu þá beðið lengur en þrjá mánuði. Biðtími hjá HSN hefur lengst á seinustu árum. Þann 13. september 2024 beið 41 barn, þau börn sem biðu lengst þurftu að bíða í um 100 daga og tæplega 15 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Þann 15. september síðastliðinn biðu 106 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Meðalbiðtími var tveir til 12 mánuðir. Þann 15. september biðu tuttugu börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Meðalbiðtími var 135 dagar og höfðu sex börn beðið lengur en þrjá mánuði. Á sama tíma biðu 15 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meðalbiðtími var 120 dagar og höfðu sjö börn beðið lengur en 3 mánuði. Á Heilbrigðisstofnun Austurlands biðu 25 börn eftir þjónustu sálfræðings. Meðalbiðtími var 150 dagar og 17 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða biðu fjögur börn eftir þjónustu sálfræðings. Meðalbiðtími var 28 til 70 dagar og ekkert barn hafði beðið lengur en þrjá mánuði. Þá segir í samantektinni að frá því í febrúar á þessu ári hafi bið eftir þjónustu á göngudeild BUGL aðeins lengst auk þess sem að fleiri börn bíði nú en þá. Í byrjun september hafi 35 börn beðið eftir þjónustu göngudeildar BUGL og meðalbiðtími verið 1,9 mánuður. Í febrúar biðu 16 börn og meðalbiðtími var 1,6 mánuðir. Birt eru tvö dæmi í samantektinni sem varpa ljósi á vandann. Hér er annað þeirra: Símon er 5 ára og mun byrja í skóla haustið 2026. Hann á erfitt með að halda athygli, fylgja fyrirmælum og truflast auðveldlega af utanaðkomandi áreiti. Fagaðilar hafa mælt með að hann fari í greiningu en Símon hefur verið í talþjálfun, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Foreldrar hans hafa fengið þær upplýsingar að bið eftir greiningu vegna gruns um ADHD hjá Suðurmiðstöð séu 16 mánuðir. Þegar frumgreining liggur fyrir tekur við bið hjá Geðheilsumiðstöð barna og foreldrar Símonar hafa fengið þær upplýsingar að hann muni þurfa að bíða í 24 mánuði eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð. Þá hefur þeim einnig verið tjáð að ekki sé hægt að vísa beiðni til Geðheilsumiðstöðvar fyrr en hann verður orðinn 7 ára. Að óbreyttu má því gera ráð fyrir að Símon þurfi að bíða í um 3,5 ár eftir greiningu á ADHD, þá er viðbúið að biðin verði enn lengri ef beiðni verður ekki send til Geðheilsumiðstöðvar fyrr en hann nær 7 ára aldri. Samkvæmt samantektinni bíða aðeins átta börn eftir þjónustu MST-teymis en á sama tíma fyrir ári biðu 24 börn. Þeim hefur því fækkað töluvert. Meðalbiðtími eru 51,6 dagar en í september 2024 var meðalbiðtími 89 dagar. Í lok ágúst beið ekkert barn eftir þjónustu Stuðla og aðeins eitt barn eftir að komast inn á Blönduhlíð annars vegar og Bjargey hins vegar. Samkvæmt samantekt er meðalbiðtími eftir þjónustu á meðferðardeild 15 dagar en 64 dagar á Blönduhlíð. Á Bjargey er meðalbiðtími 21 dagur. Átta biðu eftir styrktu fóstri Fjallað er um fleiri úrræði í samantekinni sem eru á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Til dæmis biðu átta börn eftir því að komast í styrkt fóstur og var meðalbiðtími 111 dagar. Fjögur börn höfðu beðið í meira en þrjá mánuði. Þá beið eitt barn eftir sálfræðiþjónustu hjá SÓK-teymi Barna- og fjölskyldustofu vegna óviðeigandi kynhegðunar. Meðalbiðtími eftir þjónustu teymisins er 42 dagar og hafði eitt barn beðið lengur en 3 mánuði. Rætt var við forstöðukonu teymisins fyrr á árinu. Lesa má viðtalið að neðan. Í Barnahúsi voru í lok ágúst 25 börn á bið eftir meðferð. Þau brot sem börnin hafa orðið fyrir eru flokkuð eftir alvarleika í flokka 1 og 2, meðalbiðtími í flokki 1 var 98 dagar og 52 dagar í flokki 2. Þá höfðu 16 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Mikill fjöldi með stöðu sakbornings Í samantekt embættisins er einnig fjallað um börn sem hafa stöðu brotaþola eða sakbornings. Þar kemur fram að til og með 30. júní 2025 höfðu 40 börn stöðu brotaþola í kynferðisbrotamáli og 110 börn í ofbeldisbrotamáli. Þá höfðu 12 börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli og 122 börn í ofbeldisbrotamáli. Umboðsmaður segir það mikið áhyggjuefni hversu mörg börn hafi haft stöðu sakbornings í ofbeldismáli það sem af er ári. Til samanburðar hafi allt árið 2024 150 börn haft stöðu sakbornings í ofbeldisbrotamáli og aðeins 74 árið 2015. „Þetta er alvarleg þróun og það er mikilvægt að stjórnvöld greini hvaða orsakir liggi þessari aukningu til grundvallar til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða,“ segir umboðsmaður í skýrslunni. Í samantektinni er einnig fjallað um bið barna á ýmsum heilbrigðisstofnunum og úrræðum sem snúa að heilsu þeirra. Til dæmis er fjallað um að þann 19. september hafi 81 barn beðið eftir að komast að hjá Heilsuskólanum. Meðalbiðtími var 9,7 mánuðir og 50 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Heilsuskóli Barnaspítalans þjónar öllu landinu og aðstoðar börn og fjölskyldur þeirra sem eru 2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða börn sem hafa verið með mikla þyngdaraukningu á stuttum tíma. Þar er einnig fjallað um fjölda barna sem biðu þess að mál þeirra yrðu tekin til meðferðar hjá embætti sýslumanns. Í september biðu til dæmis 390 mál meðferðar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli barnalaga og hjúskaparlaga. Í samantekt segir að þessi mál varði hagsmuni 464 barna og af þeim hafa 218 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Í upplýsingum frá sýslumanni kemur fram að ómögulegt sé að veita svör um meðalbiðtíma þar sem biðtími mála er mjög misjafn eftir málategundum. Þannig eru sum mál tekin til afgreiðslu innan nokkurra daga en önnur þurfa að bíða. Það mál sem hefur beðið lengst var móttekið hjá embættinu þann 18. febrúar 2025. Þörf á að grípa til aðgerða Þá hefur fjöldi mála þar sem börn eiga í hlut og beðið er sáttameðferðar hjá sýslumönnum á öllu landinu aukist og bíða nú 160 mál en þau voru 102 í september 2023 og 58 í febrúar það sama ár. Þessi 160 mál varða hagsmuni 203 barna og af þeim hafa 57 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Meðalbiðtími eftir sáttameðferð er sex mánuðir. Umboðsmaður segir í skýrslunni að hennar mati þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða með það að markmiði að koma í veg fyrir að börn þurfi að bíða eftir þjónustu sem þau þarfnast og eiga rétt á. „Það er til að mynda ótækt að biðtími barna eftir heilbrigðisþjónustu samræmist ekki þeim almennu viðmiðum sem embætti landlæknis hefur sett um biðtíma en samkvæmt þeim á skoðun hjá sérfræðingi að fara fram innan 30 daga frá því að beiðni er lögð fram og meðferð að fara fram innan 90 daga frá greiningu,“ segir í samantekinni. „Börn eiga rétt á að þörfum þeirra sé mætt hvort sem formleg greining liggur fyrir eða ekki. Þá gera farsældarlögin ráð fyrir því að einstaklingsbundinn stuðningur sé veittur í samræmi við frummat á þörfum barns og formleg greining sé ekki forsenda stuðnings. Sá réttur dregur hins vegar ekki úr mikilvægi þess að börn fái nauðsynlega greiningu án þess að þurfa að bíða eftir henni í lengri tíma, enda er rétt greining forsenda þess að börn fái viðeigandi meðferð og stuðning. Þá er ekki aðeins bið eftir greiningu, það er einnig bið eftir meðferð og þjálfun t.d. hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum,“ segir einnig í samantekinni. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Málefni Stuðla Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í reglulegri samantekt Umboðsmanns barna um bið barna eftir þjónustu hjá stofnunum og embættum. Tölurnar eru nú teknar saman í áttunda sinn og gefnar út á vef embættisins eins og áður. Þar kemur fram að þeim börnum sem bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna hefur fjölgað mikið síðustu fjögur ár. Í dag bíða alls 2.498 börn og hafa 2.211 þeirra beðið lengur en í þrjá mánuði. Börn á bið árið 2021 voru alls 738. Hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð bíða 717 börn eftir greiningu og hafa samkvæmt greiningunni 674 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Samkvæmt greiningunni hefur þeim börnum sem bíða eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar fjölgað frá því í desember 2021. Þá biðu 326 börn og af þeim höfðu 320 beðið í þrjá mánuði eða lengur. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Í greiningunni eru birt tvö dæmi um börn sem bíða eftir frumgreiningu vegna gruns um ADHD en miðað við upplýsingar frá foreldrum segir að gera megi ráð fyrir því að 3,5 til 4,5 ára bið sé eftir greiningu. Í samantektinni segir að embættið hafi fengið ábendingar um að upplýsingar um bið eftir þjónustu hjá meðal annars Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð barna varpi aðeins ljósi á hluta þess tíma sem börn þurfi að bíða eftir greiningu vegna m.a. gruns um ADHD og einhverfu. Áður en börn fari á biðlista hjá áðurnefndum aðilum hafi þau þurft að bíða eftir skimun og frumgreiningu. Hátt í 500 að bíða eftir þjónustu sálfræðings Þá segir í samantektinni að 478 börn bíði eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslum á landinu öllu. Þar af hafi 323 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Í samantektinni er fjallað um ólíka stöðu víða um land hvað varðar bið eftir þjónustu sálfræðings. Um mánaðarmótin ágúst - september sl. biðu 113 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Meðalbiðtími var 119 dagar og 72 börn höfðu þá beðið lengur en þrjá mánuði. Biðtími hjá HSN hefur lengst á seinustu árum. Þann 13. september 2024 beið 41 barn, þau börn sem biðu lengst þurftu að bíða í um 100 daga og tæplega 15 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Þann 15. september síðastliðinn biðu 106 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Meðalbiðtími var tveir til 12 mánuðir. Þann 15. september biðu tuttugu börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Meðalbiðtími var 135 dagar og höfðu sex börn beðið lengur en þrjá mánuði. Á sama tíma biðu 15 börn eftir þjónustu sálfræðings hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meðalbiðtími var 120 dagar og höfðu sjö börn beðið lengur en 3 mánuði. Á Heilbrigðisstofnun Austurlands biðu 25 börn eftir þjónustu sálfræðings. Meðalbiðtími var 150 dagar og 17 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða biðu fjögur börn eftir þjónustu sálfræðings. Meðalbiðtími var 28 til 70 dagar og ekkert barn hafði beðið lengur en þrjá mánuði. Þá segir í samantektinni að frá því í febrúar á þessu ári hafi bið eftir þjónustu á göngudeild BUGL aðeins lengst auk þess sem að fleiri börn bíði nú en þá. Í byrjun september hafi 35 börn beðið eftir þjónustu göngudeildar BUGL og meðalbiðtími verið 1,9 mánuður. Í febrúar biðu 16 börn og meðalbiðtími var 1,6 mánuðir. Birt eru tvö dæmi í samantektinni sem varpa ljósi á vandann. Hér er annað þeirra: Símon er 5 ára og mun byrja í skóla haustið 2026. Hann á erfitt með að halda athygli, fylgja fyrirmælum og truflast auðveldlega af utanaðkomandi áreiti. Fagaðilar hafa mælt með að hann fari í greiningu en Símon hefur verið í talþjálfun, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Foreldrar hans hafa fengið þær upplýsingar að bið eftir greiningu vegna gruns um ADHD hjá Suðurmiðstöð séu 16 mánuðir. Þegar frumgreining liggur fyrir tekur við bið hjá Geðheilsumiðstöð barna og foreldrar Símonar hafa fengið þær upplýsingar að hann muni þurfa að bíða í 24 mánuði eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð. Þá hefur þeim einnig verið tjáð að ekki sé hægt að vísa beiðni til Geðheilsumiðstöðvar fyrr en hann verður orðinn 7 ára. Að óbreyttu má því gera ráð fyrir að Símon þurfi að bíða í um 3,5 ár eftir greiningu á ADHD, þá er viðbúið að biðin verði enn lengri ef beiðni verður ekki send til Geðheilsumiðstöðvar fyrr en hann nær 7 ára aldri. Samkvæmt samantektinni bíða aðeins átta börn eftir þjónustu MST-teymis en á sama tíma fyrir ári biðu 24 börn. Þeim hefur því fækkað töluvert. Meðalbiðtími eru 51,6 dagar en í september 2024 var meðalbiðtími 89 dagar. Í lok ágúst beið ekkert barn eftir þjónustu Stuðla og aðeins eitt barn eftir að komast inn á Blönduhlíð annars vegar og Bjargey hins vegar. Samkvæmt samantekt er meðalbiðtími eftir þjónustu á meðferðardeild 15 dagar en 64 dagar á Blönduhlíð. Á Bjargey er meðalbiðtími 21 dagur. Átta biðu eftir styrktu fóstri Fjallað er um fleiri úrræði í samantekinni sem eru á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Til dæmis biðu átta börn eftir því að komast í styrkt fóstur og var meðalbiðtími 111 dagar. Fjögur börn höfðu beðið í meira en þrjá mánuði. Þá beið eitt barn eftir sálfræðiþjónustu hjá SÓK-teymi Barna- og fjölskyldustofu vegna óviðeigandi kynhegðunar. Meðalbiðtími eftir þjónustu teymisins er 42 dagar og hafði eitt barn beðið lengur en 3 mánuði. Rætt var við forstöðukonu teymisins fyrr á árinu. Lesa má viðtalið að neðan. Í Barnahúsi voru í lok ágúst 25 börn á bið eftir meðferð. Þau brot sem börnin hafa orðið fyrir eru flokkuð eftir alvarleika í flokka 1 og 2, meðalbiðtími í flokki 1 var 98 dagar og 52 dagar í flokki 2. Þá höfðu 16 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Mikill fjöldi með stöðu sakbornings Í samantekt embættisins er einnig fjallað um börn sem hafa stöðu brotaþola eða sakbornings. Þar kemur fram að til og með 30. júní 2025 höfðu 40 börn stöðu brotaþola í kynferðisbrotamáli og 110 börn í ofbeldisbrotamáli. Þá höfðu 12 börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli og 122 börn í ofbeldisbrotamáli. Umboðsmaður segir það mikið áhyggjuefni hversu mörg börn hafi haft stöðu sakbornings í ofbeldismáli það sem af er ári. Til samanburðar hafi allt árið 2024 150 börn haft stöðu sakbornings í ofbeldisbrotamáli og aðeins 74 árið 2015. „Þetta er alvarleg þróun og það er mikilvægt að stjórnvöld greini hvaða orsakir liggi þessari aukningu til grundvallar til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða,“ segir umboðsmaður í skýrslunni. Í samantektinni er einnig fjallað um bið barna á ýmsum heilbrigðisstofnunum og úrræðum sem snúa að heilsu þeirra. Til dæmis er fjallað um að þann 19. september hafi 81 barn beðið eftir að komast að hjá Heilsuskólanum. Meðalbiðtími var 9,7 mánuðir og 50 börn höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Heilsuskóli Barnaspítalans þjónar öllu landinu og aðstoðar börn og fjölskyldur þeirra sem eru 2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða börn sem hafa verið með mikla þyngdaraukningu á stuttum tíma. Þar er einnig fjallað um fjölda barna sem biðu þess að mál þeirra yrðu tekin til meðferðar hjá embætti sýslumanns. Í september biðu til dæmis 390 mál meðferðar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli barnalaga og hjúskaparlaga. Í samantekt segir að þessi mál varði hagsmuni 464 barna og af þeim hafa 218 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Í upplýsingum frá sýslumanni kemur fram að ómögulegt sé að veita svör um meðalbiðtíma þar sem biðtími mála er mjög misjafn eftir málategundum. Þannig eru sum mál tekin til afgreiðslu innan nokkurra daga en önnur þurfa að bíða. Það mál sem hefur beðið lengst var móttekið hjá embættinu þann 18. febrúar 2025. Þörf á að grípa til aðgerða Þá hefur fjöldi mála þar sem börn eiga í hlut og beðið er sáttameðferðar hjá sýslumönnum á öllu landinu aukist og bíða nú 160 mál en þau voru 102 í september 2023 og 58 í febrúar það sama ár. Þessi 160 mál varða hagsmuni 203 barna og af þeim hafa 57 börn beðið lengur en þrjá mánuði. Meðalbiðtími eftir sáttameðferð er sex mánuðir. Umboðsmaður segir í skýrslunni að hennar mati þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða með það að markmiði að koma í veg fyrir að börn þurfi að bíða eftir þjónustu sem þau þarfnast og eiga rétt á. „Það er til að mynda ótækt að biðtími barna eftir heilbrigðisþjónustu samræmist ekki þeim almennu viðmiðum sem embætti landlæknis hefur sett um biðtíma en samkvæmt þeim á skoðun hjá sérfræðingi að fara fram innan 30 daga frá því að beiðni er lögð fram og meðferð að fara fram innan 90 daga frá greiningu,“ segir í samantekinni. „Börn eiga rétt á að þörfum þeirra sé mætt hvort sem formleg greining liggur fyrir eða ekki. Þá gera farsældarlögin ráð fyrir því að einstaklingsbundinn stuðningur sé veittur í samræmi við frummat á þörfum barns og formleg greining sé ekki forsenda stuðnings. Sá réttur dregur hins vegar ekki úr mikilvægi þess að börn fái nauðsynlega greiningu án þess að þurfa að bíða eftir henni í lengri tíma, enda er rétt greining forsenda þess að börn fái viðeigandi meðferð og stuðning. Þá er ekki aðeins bið eftir greiningu, það er einnig bið eftir meðferð og þjálfun t.d. hjá sálfræðingum og talmeinafræðingum,“ segir einnig í samantekinni.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Málefni Stuðla Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent