Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Árni Sæberg skrifar 2. október 2025 17:08 Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play. Vísir/vilhelm Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Einar Örn Ólafsson, sendi fjölmiðlum síðdegis, en hann hefur síðan á mánudag neitað að tjá sig við fjölmiðla. „Ýmsu hefur verið haldið fram um fall Play nú í vikunni. Þar á meðal eru sögusagnir og getgátur sem er eðlilegt að flögri af stað þegar svo stórt og þekkt félag fellur. Það virðist gæta misskilnings um nokkur atriði,“ segir Einar Örn. Flugfélög geti ekki starfað nema þeim sé treyst Hann segir að Félagið Fly Play hf. hafi í lok ágúst lokið fjármögnun uppá 2,8 milljarða króna. Því sé eðlilegt að ýmsum kunni að þykja undarlega stutt frá fjármögnuninni að endalokum félagsins. Í stuttu máli megi segja að flugfélög, rétt eins og til dæmis bankar, geti ekki starfað nema þeim sé treyst. Play hafi frá upphafi verið á milli tannanna á fólki og oft hafi sögur gengið um að félagið væri á leið í gjaldþrot. Ástæður sögusagnanna séu líklega sambland af nokkrum þáttum, meðal annars að uppgjör félagsins hafi oft verið verri en búist hefði verið við en ekki síður vegna sögu lággjaldaflugfélaga á Íslandi. „Á allra síðustu vikum færðist neikvæð umræða verulega í aukana og traustið hvarf sem olli miklu sölufalli. Á sama tíma hættu ferðaskrifstofur í viðskiptum við félagið vegna vantraustsins sem hafði sömuleiðis mikil áhrif á sölu fram í tímann. Þannig streymdi fé hægar inn í félagið og á sama tíma urðu margir birgjar varir um sig og kröfðust bættra greiðslukjara sem þýddi miklu meira útflæði peninga. Lítið innflæði og mikið útflæði á nokkrum vikum felldi félagið. Auk þess gætti nokkurs ósættis meðal hóps starfsmanna sem var óánægður með breytingu á stefnu félagsins sem kynnt var síðasta haust.“ Ævintýralegar sögur um maltneska félagið Þá segir hann að ævintýralegri sögur sjáist um maltneska félagið Fly Play Europe, sem hafi verið dótturfélag Fly Play hf. Ef marka megi umræðuna virðist einhverjir telja að þar sé að baki mikil og úthugsuð flétta. „Málið er allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér.“ Eins og fyrr segir hafi síðasta fjármögnun Fly Play hf. verið í ágúst. Þar sem rekstur félagins hefði ekki gengið vel hafi kjörin í þessari síðustu fjármögnunarlotu verið býsna dýr fyrir félagið. Mjög háir vextir hafi verið á láninu og þá hafi félagið veðsett þær eigur sínar gagnvart láninu sem talið var að gætu verið einhver verðmæti í. Útgefendur skuldabréfanna, eða lánveitendur til Fly Play hf., hafi þannig meðal annars fengið veð í félaginu Fly Play Europe Holdco, félagi sem eigi maltneska hluta reksturs Fly Play hf. „Þegar Fly Play hf. fellur á mánudag er því ekki nema eðlilegt að kröfuhafarnir geri hvað þeir geti til að tryggja hagsmuni sína eins og að ganga að þeim veðum sem þeim höfðu verið veitt. Það er þó alveg öruggt að allir fjárfestar í skuldabréfinu vildu miklu frekar hafa sleppt því að taka þátt í fjárfestingunni eða að Fly Play hf. hefði haldið áfram starfsemi og allt bendir nú til þess að verulegt tjón verði af henni. Allt tal um að þetta sé á einhvern hátt vafasamt eða fyrirfram ákveðinn gjörningur eða einhvers konar „snúningur“ er algjörlega úr lausu lofti gripið. Staðreyndin er sú að nú skuldar þrotabú Fly Play hf. hinu maltneska félagi fé en ekki öfugt. Fall félagsins er stórtjón fyrir mjög marga og sannarlega fyrir eigendur umrædds skuldabréfs. Ég get ekki annað en beðist afsökunar á því.“ Mun ekki leiða starfið Einar Örn tekur fram að hann sé meðal þeirra 27 kröfuhafa sem lánuðu Fly Play hf. fé gegnum skuldabréfaútgáfuna í ágúst og sé þar af leiðandi einn eigenda Fly Play Europe Holdco í dag. Við fall Fly Play hf. fari dótturfélagið ekki sjálfkrafa í þrot en öllum leigusamningum um flugvélarnar sé þó rift. „Þannig er Fly Play Europe á þessum tímapunkti ekki með neinar vélar í rekstri. Félagið er þó til og er með flugrekstrarleyfi. Það félag mun þannig líklega reyna að koma sér á fætur aftur en ég verð ekki sá sem mun leiða það starf. Á þessari stundu er með öllu óljóst hvort það takist að halda dótturfélaginu á lífi.“ Starfsmönnum hefði í öllu falli fækkað Loks segir Einar að þegar ákveðið var að breyta um viðskiptamódel síðastliðið haust hafi verið orðið alveg augljóst að fyrri stefna félagsins var alls ekki að ganga. Verkefnið hafi þó verið flókið þar sem minnkun félagsins í takt við innleiðingu nýja líkansins hafi óhjákvæmilega leitt til uppsagna starfsfólks. Undir lokin hafi starfsmenn verið rétt rúmlega fjögur hundruð en ekki á sjötta hundrað eins og um tíma. Hefði umbreytingin tekist að fullu hefði enn fækkað í hópnum og þetta hafi starfsmenn vitað. Þess háttar fækkun starfsmanna sé ekki skemmtilegt verkefni og ekki til vinsælda fallið. Hann hafi þó alltaf verið sannfærður um að þetta væri eina leiðin til að halda lífi í félaginu. „Endalok félagsins eru sár vonbrigði. Ég finn djúplega til með starfsfólkinu, sem hafði lagt mikið á sig til að láta dæmið ganga upp, sem hafa nú misst vinnuna. Það sama gildir um þá sem töpuðu fé á viðskiptum við félagið, þeim sem urðu strandarglópar, og jafnframt öllu því fólki sem hafði keypt sér flugmiða og ætlaði í frí með félaginu. Á sama tíma er ég mjög þakklátur þeim sem störfuðu með okkur og studdu, og svo auðvitað hinum fjölmörgu ánægðu farþegum sem héldu með Play.“ Gjaldþrot Play Gjaldþrot Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Einar Örn Ólafsson, sendi fjölmiðlum síðdegis, en hann hefur síðan á mánudag neitað að tjá sig við fjölmiðla. „Ýmsu hefur verið haldið fram um fall Play nú í vikunni. Þar á meðal eru sögusagnir og getgátur sem er eðlilegt að flögri af stað þegar svo stórt og þekkt félag fellur. Það virðist gæta misskilnings um nokkur atriði,“ segir Einar Örn. Flugfélög geti ekki starfað nema þeim sé treyst Hann segir að Félagið Fly Play hf. hafi í lok ágúst lokið fjármögnun uppá 2,8 milljarða króna. Því sé eðlilegt að ýmsum kunni að þykja undarlega stutt frá fjármögnuninni að endalokum félagsins. Í stuttu máli megi segja að flugfélög, rétt eins og til dæmis bankar, geti ekki starfað nema þeim sé treyst. Play hafi frá upphafi verið á milli tannanna á fólki og oft hafi sögur gengið um að félagið væri á leið í gjaldþrot. Ástæður sögusagnanna séu líklega sambland af nokkrum þáttum, meðal annars að uppgjör félagsins hafi oft verið verri en búist hefði verið við en ekki síður vegna sögu lággjaldaflugfélaga á Íslandi. „Á allra síðustu vikum færðist neikvæð umræða verulega í aukana og traustið hvarf sem olli miklu sölufalli. Á sama tíma hættu ferðaskrifstofur í viðskiptum við félagið vegna vantraustsins sem hafði sömuleiðis mikil áhrif á sölu fram í tímann. Þannig streymdi fé hægar inn í félagið og á sama tíma urðu margir birgjar varir um sig og kröfðust bættra greiðslukjara sem þýddi miklu meira útflæði peninga. Lítið innflæði og mikið útflæði á nokkrum vikum felldi félagið. Auk þess gætti nokkurs ósættis meðal hóps starfsmanna sem var óánægður með breytingu á stefnu félagsins sem kynnt var síðasta haust.“ Ævintýralegar sögur um maltneska félagið Þá segir hann að ævintýralegri sögur sjáist um maltneska félagið Fly Play Europe, sem hafi verið dótturfélag Fly Play hf. Ef marka megi umræðuna virðist einhverjir telja að þar sé að baki mikil og úthugsuð flétta. „Málið er allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér.“ Eins og fyrr segir hafi síðasta fjármögnun Fly Play hf. verið í ágúst. Þar sem rekstur félagins hefði ekki gengið vel hafi kjörin í þessari síðustu fjármögnunarlotu verið býsna dýr fyrir félagið. Mjög háir vextir hafi verið á láninu og þá hafi félagið veðsett þær eigur sínar gagnvart láninu sem talið var að gætu verið einhver verðmæti í. Útgefendur skuldabréfanna, eða lánveitendur til Fly Play hf., hafi þannig meðal annars fengið veð í félaginu Fly Play Europe Holdco, félagi sem eigi maltneska hluta reksturs Fly Play hf. „Þegar Fly Play hf. fellur á mánudag er því ekki nema eðlilegt að kröfuhafarnir geri hvað þeir geti til að tryggja hagsmuni sína eins og að ganga að þeim veðum sem þeim höfðu verið veitt. Það er þó alveg öruggt að allir fjárfestar í skuldabréfinu vildu miklu frekar hafa sleppt því að taka þátt í fjárfestingunni eða að Fly Play hf. hefði haldið áfram starfsemi og allt bendir nú til þess að verulegt tjón verði af henni. Allt tal um að þetta sé á einhvern hátt vafasamt eða fyrirfram ákveðinn gjörningur eða einhvers konar „snúningur“ er algjörlega úr lausu lofti gripið. Staðreyndin er sú að nú skuldar þrotabú Fly Play hf. hinu maltneska félagi fé en ekki öfugt. Fall félagsins er stórtjón fyrir mjög marga og sannarlega fyrir eigendur umrædds skuldabréfs. Ég get ekki annað en beðist afsökunar á því.“ Mun ekki leiða starfið Einar Örn tekur fram að hann sé meðal þeirra 27 kröfuhafa sem lánuðu Fly Play hf. fé gegnum skuldabréfaútgáfuna í ágúst og sé þar af leiðandi einn eigenda Fly Play Europe Holdco í dag. Við fall Fly Play hf. fari dótturfélagið ekki sjálfkrafa í þrot en öllum leigusamningum um flugvélarnar sé þó rift. „Þannig er Fly Play Europe á þessum tímapunkti ekki með neinar vélar í rekstri. Félagið er þó til og er með flugrekstrarleyfi. Það félag mun þannig líklega reyna að koma sér á fætur aftur en ég verð ekki sá sem mun leiða það starf. Á þessari stundu er með öllu óljóst hvort það takist að halda dótturfélaginu á lífi.“ Starfsmönnum hefði í öllu falli fækkað Loks segir Einar að þegar ákveðið var að breyta um viðskiptamódel síðastliðið haust hafi verið orðið alveg augljóst að fyrri stefna félagsins var alls ekki að ganga. Verkefnið hafi þó verið flókið þar sem minnkun félagsins í takt við innleiðingu nýja líkansins hafi óhjákvæmilega leitt til uppsagna starfsfólks. Undir lokin hafi starfsmenn verið rétt rúmlega fjögur hundruð en ekki á sjötta hundrað eins og um tíma. Hefði umbreytingin tekist að fullu hefði enn fækkað í hópnum og þetta hafi starfsmenn vitað. Þess háttar fækkun starfsmanna sé ekki skemmtilegt verkefni og ekki til vinsælda fallið. Hann hafi þó alltaf verið sannfærður um að þetta væri eina leiðin til að halda lífi í félaginu. „Endalok félagsins eru sár vonbrigði. Ég finn djúplega til með starfsfólkinu, sem hafði lagt mikið á sig til að láta dæmið ganga upp, sem hafa nú misst vinnuna. Það sama gildir um þá sem töpuðu fé á viðskiptum við félagið, þeim sem urðu strandarglópar, og jafnframt öllu því fólki sem hafði keypt sér flugmiða og ætlaði í frí með félaginu. Á sama tíma er ég mjög þakklátur þeim sem störfuðu með okkur og studdu, og svo auðvitað hinum fjölmörgu ánægðu farþegum sem héldu með Play.“
Gjaldþrot Play Gjaldþrot Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira