„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. október 2025 19:04 Sveinn Andri var annar af skiptastjórum þrotabús WOW Air og hefur því reynslu af vinnu við þrotabú flugfélaga. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe. Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe.
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira