Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. október 2025 16:00 Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun