Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. október 2025 16:00 Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja stöðu bænda á Íslandi og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar. Þannig er ætlunin að tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Ýtt undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Þessi áform eru bæði í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi, m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, sem og í samræmi við landbúnaðarstefnu Íslands til ársins 2040 þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggt verði með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndum þar sem starfað er skv. EES-löggjöf. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að skilyrði þess að félag teljist til framleiðendafélags verði skilgreind sérstaklega. Meginatriðið er að slík félög séu undir beinum yfirráðum bænda. Að auki er lagt til að Samkeppniseftirlitinu verði falið að hafa eftirlit með félögunum og leggja mat á hvort að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða á þessum tímapunkti hvaða fyrirtæki munu uppfylla skilyrði til að geta orðið framleiðendafélög og það háð mati í hverju tilfelli fyrir sig. Ný ákvæði um söfnunarskyldu og heimtökukostnað Þá er lagt til að sett verði á söfnunarskylda afurðastöðva og framleiðendafélaga sem fara með a.m.k. 40% markaðshlutdeild í viðkomandi búgrein á markaði. Jafnframt er lögð sú skylda á slíkar afurðastöðvar eða framleiðendafélög að þær taki ekki hærra gjald af bændum vegna heimtekinna afurða en sem nemur raunkostnaði, en hingað til hefur hvorki verið ákvæði um söfnunarskyldu né skilyrði um heimtökukostnað í búvörulögum. Samhliða er lagt til að breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga vorið 2024 og gáfu kjötafurðastöðum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum verði felldar brott. Auk þess er lagt að ákvæði 71. gr. búvörulaga um heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til sameininga og ýmis konar samstarfs verði fellt brott 1. júlí 2027. Þar sem lagðar eru til heimildir fyrir bændur og félög þeirra til að eiga með sér samstarf er fyrrnefnt ákvæði óþarft, verði frumvarpið að lögum. Þó er lagt upp með að veita rúman aðlögunartíma að þessari tilteknu breytingu, svo að þeir aðilar sem starfað hafa á grundvelli 71. gr. hafi svigrúm til að bregðast við. Tilgangur frumvarpsins er ekki síst að lögfesta almennar samstarfsheimildir óháðar búgreinum. Ég vil hvetja alla þá sem kunna að hafa hagsmuni af þessu máli, þ.m.t. bændur og neytendur, sem og aðra áhugasama til þess að koma sjónarmiðum sínum um drög frumvarpsins á framfæri í samráðsgátt, en umsagnarfrestur er til og með 17. október nk. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun