„Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2025 22:08 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson sagði fyrsta leik Grindavíkur á heimavelli í tvö ár hafa verið fallega stund. Hann segir Grindavíkurliðið á fínum stað og þeir eigi eftir að verða betri. „Við vorum svolítið á hælunum í fyrri hálfleik fannst mér, sérstaklega varnarlega. Þetta var allt voðalega þægilegt fyrir þá. Svo er kafli í byrjun seinni hálfleiks þar sem við herðum tökin og mér finnst við gera vel og fáum góð stopp og auðveldar körfur í kjölfarið sem er lykillinn að þessum sigri,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Grindavík stakk af undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða. Það lagði grunninn að sigri sem varð nokkuð þægilegur undir lokin. „Við búum til gott bil sem þeir ná aldrei að brúa. Seinni hálfleikur mjög góður og frammistaðan þar til fyrirmyndar. Auðvitað koma þeir til baka og bíta aðeins í okkur í restina, óþarflega mikið kannski. Flottur sigur og frábær endir á geggjuðu kvöldi.“ Stúkan í Grindavík var þéttsetin.Vísir/Anton Eins og áður segir var þetta fyrsti heimaleikur Grindvíkinga í Grindavík í tæplega tvö ár. Stemmningin var mjög góð á pöllunum og HS Orku-höllin troðfull. „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel. Þetta var falleg stund og geggjað í alla staði. Mætingin var eins og þetta væri oddaleikur í undanúrslitum. Þetta var geggjað og þvílík stemmning, allur pakkinn bara. Gæti ekki verið betra.“ Arnór Tristan Helgason fékk svakalega byltu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lenti illa eftir glæsilega troðslu. Staðan eftir leik var hins vegar betri en á horfðist í upphafi. Dwayne Lautier sækir hér á Ragnar Örn Bragason og Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton „Hann bar sig vel en það er bara með þessi höfuðhögg, ef hann hefði fengið eitt í viðbót það hefði verið vont. Við viljum ekki taka neina sénsa, hann lenti illa á bakinu og stífnaði allur upp. Við vildum vera skynsamir, það er nóg af leikjum eftir og hann stóð sig frábærlega þessar mínútur sem hann spilaði. Hann verður klár á fimmtudaginn,“ en Grindvíkingar mæta ÍA á hinum heimavelli sínum í Smáranum í næstu umferð. Grindavík er að mörgu leyti með svipaðan hóp og á síðustu leiktíð en Jordan Semple og Khalil Shabazz komu vel inn í sínum fyrsta leik með liðinu. „Við búum að því að vera með góðan kjarna. Jordan Semple var mjög góður í dag og mér fannst Khalil stýra þessu vel. Við eigum eftir að verða betri en við erum á fínasta stað held ég,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
„Við vorum svolítið á hælunum í fyrri hálfleik fannst mér, sérstaklega varnarlega. Þetta var allt voðalega þægilegt fyrir þá. Svo er kafli í byrjun seinni hálfleiks þar sem við herðum tökin og mér finnst við gera vel og fáum góð stopp og auðveldar körfur í kjölfarið sem er lykillinn að þessum sigri,“ sagði Jóhann Þór í viðtali eftir leik. Grindavík stakk af undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða. Það lagði grunninn að sigri sem varð nokkuð þægilegur undir lokin. „Við búum til gott bil sem þeir ná aldrei að brúa. Seinni hálfleikur mjög góður og frammistaðan þar til fyrirmyndar. Auðvitað koma þeir til baka og bíta aðeins í okkur í restina, óþarflega mikið kannski. Flottur sigur og frábær endir á geggjuðu kvöldi.“ Stúkan í Grindavík var þéttsetin.Vísir/Anton Eins og áður segir var þetta fyrsti heimaleikur Grindvíkinga í Grindavík í tæplega tvö ár. Stemmningin var mjög góð á pöllunum og HS Orku-höllin troðfull. „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel. Þetta var falleg stund og geggjað í alla staði. Mætingin var eins og þetta væri oddaleikur í undanúrslitum. Þetta var geggjað og þvílík stemmning, allur pakkinn bara. Gæti ekki verið betra.“ Arnór Tristan Helgason fékk svakalega byltu undir lok fyrri hálfleiks þegar hann lenti illa eftir glæsilega troðslu. Staðan eftir leik var hins vegar betri en á horfðist í upphafi. Dwayne Lautier sækir hér á Ragnar Örn Bragason og Arnór Tristan Helgason.Vísir/Anton „Hann bar sig vel en það er bara með þessi höfuðhögg, ef hann hefði fengið eitt í viðbót það hefði verið vont. Við viljum ekki taka neina sénsa, hann lenti illa á bakinu og stífnaði allur upp. Við vildum vera skynsamir, það er nóg af leikjum eftir og hann stóð sig frábærlega þessar mínútur sem hann spilaði. Hann verður klár á fimmtudaginn,“ en Grindvíkingar mæta ÍA á hinum heimavelli sínum í Smáranum í næstu umferð. Grindavík er að mörgu leyti með svipaðan hóp og á síðustu leiktíð en Jordan Semple og Khalil Shabazz komu vel inn í sínum fyrsta leik með liðinu. „Við búum að því að vera með góðan kjarna. Jordan Semple var mjög góður í dag og mér fannst Khalil stýra þessu vel. Við eigum eftir að verða betri en við erum á fínasta stað held ég,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Bónus-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira