Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar 6. október 2025 10:30 Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun