Körfubolti

Bikar­meistarar Vals byrja á móti B-liði KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson og félagar í Val hefja titilvörn sína í Vesturbænum.
Kári Jónsson og félagar í Val hefja titilvörn sína í Vesturbænum. Vísir/Anton

Tveir Bónus-deildarslagir verða í 32 liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta en dregið var í dag.

Stórleikurinn er eflaust leikur Álftaness og Njarðvíkur en hinn Bónus-deildarslagurinn er á milli Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn.

Bikarmeistarar Vals hefja titilvörn sína á útivelli á móti b-liði KR-inga. A-lið KR-inga heimsækir síðan Fylki í Árbæ.

32 liða úrslitin verða leikin dagana 19. til 20. október næstkomandi og dregið verður í sextán liða úrslit karla og kvenna mánudaginn 3. nóvember.

Sex félög sitja hjá og eru því komin áfram í sextán liða úrslitin.

  • VÍS BIKAR KARLA, viðureignir í 32 liða úrslitum
  • Laugdælir – Ármann
  • KR b – Valur
  • Fjölnir – Þór Ak.
  • Fylkir – KR
  • Keflavík – Þór Þ.
  • Álftanes – Njarðvík
  • Skallagrímur – Breiðablik
  • Höttur – Tindastóll (fer fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni).
  • Sindri – ÍR
  • Hamar - Selfoss
  • KV, Stjarnan, Haukar, Snæfell, ÍA og Grindavík sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.
  • -
  • VÍS BIKAR KVENNA
  • Alls eru 16 lið skráð til leiks og verður því ekki leikið í 32 liða úrslitum.
  • Aþena, Ármann, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Selfoss, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak. verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×