Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar 6. október 2025 15:03 Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun