Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 7. október 2025 12:33 Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Að ganga og hjóla um efri byggðir borgarinnar er dásamlegt. Nýir stofnstígar fyrir gangandi og hjólandi hafa dregið okkur íbúa efri byggða út að njóta útivistarsvæða. Gjörbreyting hefur orðið á örfáum árum á fjölda þeirra sem á hverjum degi nota þessa mikilvægu innviði. Þó ég sé ótrúlega ánægð með nýja stíga þá stingur í stúf sú mikla innviðaskuld sem birtist okkur í okkar næsta umhverfi og það eru slitnir og vanhirtir göngustígar í Breiðholtinu, Árbænum og í Grafarvogi. Í nútímasamfélagi gengur fólk og hjólar og nýtir mun fjölbreyttari fararmáta en þegar stígarnir voru lagðir og gildir það jafnt um úthverfin eins og önnur hverfi. Úthverfin í efri byggðum hafa oft upplifað sig sem miðjubarnið sem enginn heyrir í og fær ekki jöfn tækifæri og frumburðurinn eða litla barnið. Hef ég enga trú á að það sé raunveruleikinn með þann meirihluta sem starfar í borginni í dag enda situr þar fólk úr öllum hverfum borgarinnar að fyrrnefndum meðtöldum. Inn með úthverfin Göngustígarnir í þessum hverfum voru lagðir á árunum 1972 til 1980. Einhverjir þeirra hafa verið endurnýjaðir vegna slita, aðrir þegar þeim var rutt til í tengslum við framkvæmdir, svo sem lagningu ljósleiðara eða umskipti á vatnslögnum. En langstærsti hluti göngustíga í þessum hverfum eru upprunalegir, en eru í dag nánast ófærir á köflum. Úr sér slitnir, uppbrotnir og hreinlega hættulegir margir hverjir. Gangandi, hjólandi og hlaupahjól eru í stórhættu þegar komið er út af nýju stofnstígunum en þeir liggja auðvitað ekki heim að dyrum en þar liggur stórt opið sár í gönguleiðum borgarinnar inn í hjörtu úthverfanna. Aðgengismál snerta lífsgæði allra Það breytir litlu hvort þú notar almennt bíl til að komast á milli staða eða kýst að lifa bíllausum lífstíl, því vonandi hefur þú tækifæri til að ganga um eða hjóla! Að fara út með börnin á leikvöll, sparka bolta, taka hjálpardekkin af og öll þessi spennandi fyrstu skref eru mikilvægir þættir sem snerta lífsgæði okkar allra. En lífinu líkur ekki þar, ungmenni á rafhlaupahjólum eru í mikilli hættu á lélegu undirlagi, við verðum að þróa okkar undirlag samhliða þróun samfélagsins. Svo eldumst við, göngum með barnavagna eða kerrur, það á að vera ljúf stund, ekki vægur heilahristingur! Eldri árin taka við að bjóða okkar bestu borgurum að geta notið ævidaga sinna á öruggum stíg þar sem þau geta tillt sér á góðan bekk, það eru lífsgæði! Að íbúar í efri hverfum kjósi heldur að ganga hjá sjúkraþjálfara í lokuðu rými eða fá akstur úr hverfinu fyrir heilsubótagöngu er fráleitt, hreinlega ekki fólki bjóðandi. Þá er einnig stór hópur sem snertir alla aldurshópa eða fatlað fólk með skerta hreyfigetu eins og ég sjálf, stígar borgarinnar eru mikil fyrirstaða fyrir þennan hóp sem að sjálfsögðu vill líka njóta fullra lífsgæða. Viðreisn vill gera betur Við í Viðreisn viljum gera betur, íbúar í efri byggðum borgarinnar eiga betra skilið. Á borgarstjórnarfundi í dag (11. október) leggjum við fram tillögu um að farið verði í löngu tímabært viðhaldsátak á göngustígum í Breiðholti, Árbæ og í Grafarvogi. Við viljum að það verði upphafið að verkefni sem tryggir betri gangstéttir í efri byggðum borgarinnar svo við komumst öll örugg á áfangastað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun