„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Vísir Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael. Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira