Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar 7. október 2025 15:01 Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Reykjavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun