Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar 8. október 2025 17:32 Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun