Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar 8. október 2025 17:32 Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar