Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar 8. október 2025 21:01 Lífsskoðunarfélög fjalla um siðferði, grunn þekkingar, gildi og helstu tímamót í lífi einstaklinga og fjölskyldna, meðal annars gegnum athafnir. Hugmyndagrunni þeirra hefur einkum verið skipt í tvo meginflokka: trúuðum og veraldlegum (án trúar á æðri mátt). Sé horft til þróunar síðari flokksins hérlendis hafa ekki verið miklar hreyfingar í fjölda veraldlegra (trúlausra) lífsskoðunarfélaga á landinu frá stofnun Siðmenntar árið 1990. Nú hefur átt sér stað sá viðburður að nýtt veraldlegt lífsskoðunarfélag hefur verið stofnað - húmanískt félag. Húmaníska lífsskoðunarfélagið Farsæld stofnað Farsæld var stofnað þann 23. mars síðastliðinn í Safnahúsi, Reykjavík. Stofnendur þess eru meðal annarra nokkrir af helstu burðarásum Siðmenntar frá árunum 1995 til 2018. Líkt og hjá Siðmennt er Amsterdam-yfirlýsing alþjóðlegra húmanista mikilvægur hluti af hugmyndagrunni félagsins en hún kom upphaflega fram árið 1952. Skyldleiki er því með hugmyndalegum grunni félaganna, en stofnendur Farsældar vilja taka upp á ný þráð þeirrar fjölbreyttu umræðu- og menntastarfsemi sem hluti þeirra byggði upp hjá Siðmennt og bæta við hana. Þess má sjá strax merki á vefsíðu Farsældar sem skartar fróðleik um húmanískar lífsskoðanir. Fleira mun vafalaust verða ólíkt milli félaganna en það endurspeglar að nokkru ólíka forgangsröðun í gildismati og áherslur í starfi. Farsæld byggir starf sitt einnig á grunni rökræðulýðræðis og dygðasiðfræði, með gagnrýninni hugsun og mannkostamenntun sem viðmið í störfum félagsmanna fyrir félagið. Nafnið Farsæld vísar til siðferðilegrar vegferðar manneskja og samfélaga til aukins þroska og blómstrunar í lífinu. Farsæld er nú að fara af stað með vetrardagskrá sína og þar sjást áherslurnar á umræðu- og menntastarf þess. Félagið býður upp á sveigjanlega athafnaþjónustu sem meðal annars tekur tillit til þarfa fyrir styttri giftingarathafnir. Nýverið sótti Farsæld um opinbera skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag þar sem það uppfyllir öll lagaleg skilyrði þar um. Alþjóðlegt samhengi húmanískra félaga Á alþjóðavísu eru veraldleg lífsskoðunarfélög flest kennd við húmanisma (120 félög starfandi í 60 löndum) en sum við raunhyggju (realism), fríþenkjara eða skynsemistrú (free thought), vísindalega sýn (scientific inquiry) eða veraldlega óhlutdræga skipan samfélaga (secularism eða „aðskilnað ríkis og kirkju“). Hjá Farsæld, líkt og hjá öðrum félögum húmanista víða um heim, er rík áhersla lögð á að styðja við heiðarlega, vísindalega öflun þekkingar og stuðning við heilsusamlegt líferni og forvarnandi aðgerðir líkt og bólusetningar og eflingu geðheilbrigðis. Jafnrétti, sjálfsákvörðunarréttur fólks um líf sitt, myndun og styrking dýrmætra tengsla, verndun lýðræðislegrar rökræðu og uppbygging gagnrýninnar hugsunar eru meðal hornsteina í stefnu félagsins. Farsæld og framtíð fjölbreyttrar húmanískrar hugsunar Samkvæmt skýrslu Þjóðskrár 1. júlí 2025 eru 60 skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar af 58 trúarleg af fjölbreyttu tagi þó flest séu afsprengi kristninnar. Líkt og þessi mikla flóra trúfélaga hérlendis gefur til kynna, þá er ekki ólíklegt að fjöldi veraldlegra lífsskoðunarfélaga muni aukast þegar fram í sækir, enda er mannlífið og áherslur þess hvarvetna fjölbreyttar. Það sem sameinar öll veraldleg lífsskoðunarfélög er einkum höfnun átrúnaðar á hugmyndir um æðri verur og það sem sameinar slík húmanísk lífsskoðunarfélög er sú sannfæring að heimspekilegt sammannlegt siðferði og rökstutt gildismat sé farsælasta leiðin til góðs lífs. Farsæld ætlar að leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélagið með þetta að leiðarljósi. Höfundur er formaður lífsskoðunarfélagsins Farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lífsskoðunarfélög fjalla um siðferði, grunn þekkingar, gildi og helstu tímamót í lífi einstaklinga og fjölskyldna, meðal annars gegnum athafnir. Hugmyndagrunni þeirra hefur einkum verið skipt í tvo meginflokka: trúuðum og veraldlegum (án trúar á æðri mátt). Sé horft til þróunar síðari flokksins hérlendis hafa ekki verið miklar hreyfingar í fjölda veraldlegra (trúlausra) lífsskoðunarfélaga á landinu frá stofnun Siðmenntar árið 1990. Nú hefur átt sér stað sá viðburður að nýtt veraldlegt lífsskoðunarfélag hefur verið stofnað - húmanískt félag. Húmaníska lífsskoðunarfélagið Farsæld stofnað Farsæld var stofnað þann 23. mars síðastliðinn í Safnahúsi, Reykjavík. Stofnendur þess eru meðal annarra nokkrir af helstu burðarásum Siðmenntar frá árunum 1995 til 2018. Líkt og hjá Siðmennt er Amsterdam-yfirlýsing alþjóðlegra húmanista mikilvægur hluti af hugmyndagrunni félagsins en hún kom upphaflega fram árið 1952. Skyldleiki er því með hugmyndalegum grunni félaganna, en stofnendur Farsældar vilja taka upp á ný þráð þeirrar fjölbreyttu umræðu- og menntastarfsemi sem hluti þeirra byggði upp hjá Siðmennt og bæta við hana. Þess má sjá strax merki á vefsíðu Farsældar sem skartar fróðleik um húmanískar lífsskoðanir. Fleira mun vafalaust verða ólíkt milli félaganna en það endurspeglar að nokkru ólíka forgangsröðun í gildismati og áherslur í starfi. Farsæld byggir starf sitt einnig á grunni rökræðulýðræðis og dygðasiðfræði, með gagnrýninni hugsun og mannkostamenntun sem viðmið í störfum félagsmanna fyrir félagið. Nafnið Farsæld vísar til siðferðilegrar vegferðar manneskja og samfélaga til aukins þroska og blómstrunar í lífinu. Farsæld er nú að fara af stað með vetrardagskrá sína og þar sjást áherslurnar á umræðu- og menntastarf þess. Félagið býður upp á sveigjanlega athafnaþjónustu sem meðal annars tekur tillit til þarfa fyrir styttri giftingarathafnir. Nýverið sótti Farsæld um opinbera skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag þar sem það uppfyllir öll lagaleg skilyrði þar um. Alþjóðlegt samhengi húmanískra félaga Á alþjóðavísu eru veraldleg lífsskoðunarfélög flest kennd við húmanisma (120 félög starfandi í 60 löndum) en sum við raunhyggju (realism), fríþenkjara eða skynsemistrú (free thought), vísindalega sýn (scientific inquiry) eða veraldlega óhlutdræga skipan samfélaga (secularism eða „aðskilnað ríkis og kirkju“). Hjá Farsæld, líkt og hjá öðrum félögum húmanista víða um heim, er rík áhersla lögð á að styðja við heiðarlega, vísindalega öflun þekkingar og stuðning við heilsusamlegt líferni og forvarnandi aðgerðir líkt og bólusetningar og eflingu geðheilbrigðis. Jafnrétti, sjálfsákvörðunarréttur fólks um líf sitt, myndun og styrking dýrmætra tengsla, verndun lýðræðislegrar rökræðu og uppbygging gagnrýninnar hugsunar eru meðal hornsteina í stefnu félagsins. Farsæld og framtíð fjölbreyttrar húmanískrar hugsunar Samkvæmt skýrslu Þjóðskrár 1. júlí 2025 eru 60 skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar af 58 trúarleg af fjölbreyttu tagi þó flest séu afsprengi kristninnar. Líkt og þessi mikla flóra trúfélaga hérlendis gefur til kynna, þá er ekki ólíklegt að fjöldi veraldlegra lífsskoðunarfélaga muni aukast þegar fram í sækir, enda er mannlífið og áherslur þess hvarvetna fjölbreyttar. Það sem sameinar öll veraldleg lífsskoðunarfélög er einkum höfnun átrúnaðar á hugmyndir um æðri verur og það sem sameinar slík húmanísk lífsskoðunarfélög er sú sannfæring að heimspekilegt sammannlegt siðferði og rökstutt gildismat sé farsælasta leiðin til góðs lífs. Farsæld ætlar að leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélagið með þetta að leiðarljósi. Höfundur er formaður lífsskoðunarfélagsins Farsældar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar