Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 9. október 2025 09:01 Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun