Fótbolti

„Klúðraði þessum frægu vítum en er ó­geðs­lega sterkur“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hákon Arnar hefur miklar mætur á Artem Dovbyk, þrátt fyrir að hafa séð hann klúðra þremur vítaspyrnum í síðustu viku.
Hákon Arnar hefur miklar mætur á Artem Dovbyk, þrátt fyrir að hafa séð hann klúðra þremur vítaspyrnum í síðustu viku. vísir / Getty

Úkraínski framherjinn Artem Dovbyk átti eftirminnilega slakan leik gegn Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í síðustu viku, en gæti reynst Íslandi erfiður á morgun.

Dovbyk spilar með Roma, sem mætti Lille í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hákon skoraði snemma, það sem reyndist sigurmark leiksins. Dovbyk fékk síðan tækifæri til að jafna en klúðraði öllum þremur vítaspyrnunum sem hann tók, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. 

„Ég spilaði á móti honum bara fyrir stuttu“ sagði Hákon Arnar á blaðamannafundi landsliðsins í hádeginu.

„Og skoraðir á móti honum“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í og báðir brostu út í annað.

Hákon sagði Dovbyk samt vera leikmann sem íslenska liðið þarf að passa sérlega vel upp á.

„Hann klúðraði þessum frægu vítum, en er ógeðslega sterkur og hraður, þannig að við þurfum að hafa miklar gætur á honum“ sagði Hákon um úkraínska framherjann, sem hefur skorað 11 mörk í 38 landsleikjum.

Ísland mætir Úkraínu á Laugardalsvelli á morgun, föstudag, klukkan 18:45. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Meira má sjá af blaðamannafundinum, sem fór fram í hádeginu, hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×