Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2025 19:39 Utanríkisráðherra Palestínu er stödd á Íslandi á sögulegum tímum. Vísir/Anton Brink Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag Dagurinn hófst í utanríkisráðuneytinu þar sem Dr. Varsen fundaði með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra en saman ræddu þær við íslenska fjölmiðla. Það mátti ráða af orðræðu Dr. Varsens að hún liti framtíðina björtum augum þrátt fyrir auðvitað að gera sér grein fyrir þeim umfangsmiklu og erfiðu verkefnum sem bíða Gasabúa. Hún sagði að nú væri tímapunkturinn fyrir frjálsa og fullvalda Palestínu. Vonin væri í rauninni lífsnauðsynleg Palestínumönnum og að bölsýni ætti ekki að vera til í orðabókinni. Mannfallið mun meira en opinberar tölur segja til um Forseti Alþingis tók á móti Dr. Varsen síðdegis og sýndi henni um Alþingi og þá fundaði hún með utanríkismálanefnd Alþingis en áður en hún hélt í skoðunarferð um þingið þá spurði fréttamaður hana í stjórnarráðinu hvaða þýðingu vopnahlé hefði fyrir hana á þessari stundu en þá sagði hún að hver dagur sem tefði vopnahlé kostaði hundruð Palestínumenn lífið. „Í dag er mannfallið nálægt 70 þúsundum, særðir eru næstum 170 þúsund og þetta eru þau tilfelli sem tilkynnt hefur verið um en þið getið ímyndað ykkur hversu margir eru undir rústunum, hversu margra er saknað, óskráð tilfelli, óbein dauðsföll svo ég get ekki ímyndað mér hver heildartalan er. Stöðvun árásanna skiptir því miklu máli. Það er ljósið við enda ganganna sem gerir það að verkum að við getum haldið áfram,“ sagði Dr. Varsen. Íslendingar gætu hjálpað á sviði orkumála Drjúgum tíma tvíhliðafundar Þorgerðar og Dr. Varsen var varið í að tala um hlutverk Íslands í endurreisn og uppbyggingu Gasa. Dr. Varsen sagði að best færi á því að ríki heims myndu nýta sína sérstöðu og sérþekkingu til uppbyggingar- og hjálparstarfs á Gasa og í því samhengi sagði Þorgerður Katrín að kröftum Íslands væri vel farið í að aðstoða Palestínumenn á sviði orkumála. „Við munum gera það í samstarfi við atvinnulífið hér og skoða hvað við getum gert í uppbyggingu Gasa en við erum að tala um jafnréttismálin, það skiptir mjög miklu máli. Við erum þessi sterka rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að jafnréttismálum, mannréttindamálum, málefni minnihlutahópa hvort sem um ræðir hinseginfólk eða aðra, við munum finna okkar veg þar sem við komum best að gagni,“ sagði Þorgerður. Þykir leitt að heyra af raunum Möggu Stínu Dr. Varsen var spurð út í mál Möggu Stínu, sem er föst í haldi Ísraelskra yfirvalda, en hún var líkt og mikið hefur verið fjallað um í fréttum hluti af áhöfninni um borð á skipinu Samviskunni en tilgangur þeirra var að færa Gasabúum mat og hjálpargögn. Dóttir hennar Möggu Stínu sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lögmenn Frelsisflotans hefðu sagt að aðgerðasinnarnir hefðu lýst vanvirðandi og meiðandi framkomu af hálfu Ísraela. Dr. Varsen lýsti miklu þakklæti í garð þeirra sem hafa lagt upp í slíkan leiðangur. „Við erum henni mjög þakklát en okkur þykir líka mjög leitt að heyra af því sem hún er að ganga í gegnum. Við vitum að svona lagað hefur gerst og fyrri smáflotar voru stöðvaðir og yfirteknir. Við verðum að ítreka að Ísrael hefur engan rétt til að stöðva skip á alþjóðlegu hafsvæði. Þetta er brot á alþjóðalögum og ég vona að landa ykkar verði sleppt eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Dr. Varsen.Hér í spilaranum að neðan er hægt að horfa á blaðamannafundinn í stjórnarráðinu í heild sinni. Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum „Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu. 9. október 2025 10:38 Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40 Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. 9. október 2025 18:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Dagurinn hófst í utanríkisráðuneytinu þar sem Dr. Varsen fundaði með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra en saman ræddu þær við íslenska fjölmiðla. Það mátti ráða af orðræðu Dr. Varsens að hún liti framtíðina björtum augum þrátt fyrir auðvitað að gera sér grein fyrir þeim umfangsmiklu og erfiðu verkefnum sem bíða Gasabúa. Hún sagði að nú væri tímapunkturinn fyrir frjálsa og fullvalda Palestínu. Vonin væri í rauninni lífsnauðsynleg Palestínumönnum og að bölsýni ætti ekki að vera til í orðabókinni. Mannfallið mun meira en opinberar tölur segja til um Forseti Alþingis tók á móti Dr. Varsen síðdegis og sýndi henni um Alþingi og þá fundaði hún með utanríkismálanefnd Alþingis en áður en hún hélt í skoðunarferð um þingið þá spurði fréttamaður hana í stjórnarráðinu hvaða þýðingu vopnahlé hefði fyrir hana á þessari stundu en þá sagði hún að hver dagur sem tefði vopnahlé kostaði hundruð Palestínumenn lífið. „Í dag er mannfallið nálægt 70 þúsundum, særðir eru næstum 170 þúsund og þetta eru þau tilfelli sem tilkynnt hefur verið um en þið getið ímyndað ykkur hversu margir eru undir rústunum, hversu margra er saknað, óskráð tilfelli, óbein dauðsföll svo ég get ekki ímyndað mér hver heildartalan er. Stöðvun árásanna skiptir því miklu máli. Það er ljósið við enda ganganna sem gerir það að verkum að við getum haldið áfram,“ sagði Dr. Varsen. Íslendingar gætu hjálpað á sviði orkumála Drjúgum tíma tvíhliðafundar Þorgerðar og Dr. Varsen var varið í að tala um hlutverk Íslands í endurreisn og uppbyggingu Gasa. Dr. Varsen sagði að best færi á því að ríki heims myndu nýta sína sérstöðu og sérþekkingu til uppbyggingar- og hjálparstarfs á Gasa og í því samhengi sagði Þorgerður Katrín að kröftum Íslands væri vel farið í að aðstoða Palestínumenn á sviði orkumála. „Við munum gera það í samstarfi við atvinnulífið hér og skoða hvað við getum gert í uppbyggingu Gasa en við erum að tala um jafnréttismálin, það skiptir mjög miklu máli. Við erum þessi sterka rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að jafnréttismálum, mannréttindamálum, málefni minnihlutahópa hvort sem um ræðir hinseginfólk eða aðra, við munum finna okkar veg þar sem við komum best að gagni,“ sagði Þorgerður. Þykir leitt að heyra af raunum Möggu Stínu Dr. Varsen var spurð út í mál Möggu Stínu, sem er föst í haldi Ísraelskra yfirvalda, en hún var líkt og mikið hefur verið fjallað um í fréttum hluti af áhöfninni um borð á skipinu Samviskunni en tilgangur þeirra var að færa Gasabúum mat og hjálpargögn. Dóttir hennar Möggu Stínu sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lögmenn Frelsisflotans hefðu sagt að aðgerðasinnarnir hefðu lýst vanvirðandi og meiðandi framkomu af hálfu Ísraela. Dr. Varsen lýsti miklu þakklæti í garð þeirra sem hafa lagt upp í slíkan leiðangur. „Við erum henni mjög þakklát en okkur þykir líka mjög leitt að heyra af því sem hún er að ganga í gegnum. Við vitum að svona lagað hefur gerst og fyrri smáflotar voru stöðvaðir og yfirteknir. Við verðum að ítreka að Ísrael hefur engan rétt til að stöðva skip á alþjóðlegu hafsvæði. Þetta er brot á alþjóðalögum og ég vona að landa ykkar verði sleppt eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Dr. Varsen.Hér í spilaranum að neðan er hægt að horfa á blaðamannafundinn í stjórnarráðinu í heild sinni.
Palestína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum „Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu. 9. október 2025 10:38 Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40 Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. 9. október 2025 18:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum „Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu. 9. október 2025 10:38
Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8. október 2025 23:40
Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. 9. október 2025 18:07