Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar 10. október 2025 09:01 Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun