Sport

Dag­skráin í dag: Tekur Ís­land stórt skref í átt að HM?

Sindri Sverrisson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Lucas Guðjohnsen verða í eldlínunni á fullum Laugardalsvelli í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Lucas Guðjohnsen verða í eldlínunni á fullum Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Anton Brink

Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik.

Áður en leikurinn hefst geta áhorfendur svo hitað upp með því að horfa á ungu strákana okkar í U21-landsliðinu spila krefjandi leik við Svisslendinga í undankeppni EM. Þá er einnig á dagskrá golf og leikur Íslendingaliðs í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum.

Sýn Sport

Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 en upphitunin á Sýn Sport hefst klukkan 18 og er óhætt að mæla með henni. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp strax að honum loknum.

Sýn Sport 2

Íslenska U21-landsliðið sækir Sviss heim í undankeppni EM og hefst útsendingin klukkan 16:25.

Sýn Sport Viaplay

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er leikmaður Leipzig sem tekur á móti Essen klukkan 16:30, í þýsku 1. deildinni. Eftir þann leik verður svo hægt að horfa á Svíþjóð – Sviss í undankeppni HM, fyrir þá sem vilja einhverra hluta vegna ekki horfa á íslenska landsliðið á sama tíma.

Sýn Sport 4

Leikið verður á DP World Tour og hefst útsending klukkan 12 en í nótt, um klukkan 3, verður sýnt frá Buick LPGA í Shanghai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×