Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 10:20 Magga Stína lendir síðar í dag í Amsterdam þar sem hún mun hvíla sig næstu daga. Aðsend Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. „Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“ Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Við fengum þær fréttir í morgun að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl í Tyrklandi, sem er núna í loftinu. Þannig hún er laus úr haldi,“ segir Salvör og að það sé mikill léttir. „Við erum náttúrulega rosalega fegin, öll fjölskyldan hennar og vinir, að það sé þannig. Þetta hafa verið erfiðir þrír dagar og við vitum náttúrulega að meðferð Ísraelsmanna er almennt ekki til fyrirmyndar þannig við erum rosalega fegin að hún sé laus úr þessu haldi.“ Meðlimir áhafnar skipanna sem voru handsömuð lýstu því í viðtali við lögfræðinga Frelsisflotans að eftir að þau voru handsömuð hafi þau verið niðurlægð, neydd til þess að krjúpa eða sitja á hnjánum löngum stundum og jafnvel til að endurtaka niðurlægjandi yfirlýsingar, þar á meðal ástaryfirlýsingar til Ísraels eða last um eigin lönd. Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Hún segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Vísir/Arnar Hefur enn ekki heyrt í henni Salvör segist enn ekki hafa getað talað beint við móður sína. Síminn hafi verið tekinn af öllum við handtöku og því hafi hún engar beinar upplýsingar fengið um meðferð hennar. „Ég vona að það gerist þegar hún lendir í Istanbúl en við vitum að miðað við þessar lýsingar gerum við ráð fyrir að hún sé dauðþreytt og núna er planið að hún komi til mín í Amsterdam og verði hjá okkur, og barnabarninu sínu, og hvíli sig núna þessa daga. Þannig hún kemur ekki beint til Íslands.“ Salvör segir síðustu daga hafa verið afar erfiða. Bæði hafi óvissan með móður hennar tekið á en svo sé það mikill tilfinningarússíbani að búið sé að semja um vopnahlé á Gasa. „Ísraelar hafa verið að brjóta niður allar okkar hugmyndir um það hvernig alþjóðalagakerfið á að virka og ég spyr mig núna þegar mamma er laus. Ég hef ekki fengið að heyra neina fordæmingu frá utanríkisráðherra á því að íslenskur ríkisborgari sé tekinn á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún reynir að færa sveltandi fólki neyðaraðstoð. Mér finnst skipta svo miklu máli að við Ísland tökum ekki þátt í að brjóta niður þetta alþjóðakerfi, sem Ísrael hefur verið að gera, með því að halda alltaf áfram refsingarlaust sínu þjóðarmorði á Gasa, þjóðernishreinsunum og landnámi, og ég spyr mig hvers vegna ég heyri ekki fordæmingu á þessu.“ Salvör segir fréttir um vopnahlé hafa glatt hana en það sé aðeins fyrsta skrefið. „Maður er rosalega glaður fyrir hönd fólksins á Gasa, að fólk geti núna sofið án þess að lifa við sprengjuregn en það er fyrir mér algjört fyrsta skref og næsta þarf að vera að það sé réttlæti fyrir þetta fólk og að fólk sé dregið til ábyrgðar fyrir að fremja þjóðarmorð.“
Palestína Tyrkland Holland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira