Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar 10. október 2025 14:00 Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun