Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar 10. október 2025 14:00 Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun