Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar 10. október 2025 16:02 Aðgengi að opinberri geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þarf að vera meira. Í dag, á Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi, stöndum við frammi fyrir þeirri einföldu en erfiðu staðreynd að kerfið okkar nær ekki utan um fjölbreytileikann sem raunverulega þarf. En á þessum degi, Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, minnum við okkur líka á að kerfi má breyta, menningu má móta og von er ekki veikleiki heldur drifkraftur bata. Við sjáum þetta í síendurteknu brölti fagfólks sem reynir að fá rými, samninga og viðurkenningu innan kerfis sem það vinnur þó sjálft fyrir. Þetta er ekki veikleiki stéttar heldur merki um veikbyggt kerfi. Þegar fagfólk sem ber ábyrgð á lífi, bata og von þarf sífellt að sanna tilverurétt sinn, þá er það ekki áfall fyrir fagið heldur okkur sem samfélag. Nýr rammasamningur sálfræðinga við SÍ er gott dæmi um þetta. Hann viðurkennir mikilvægi sálfræðimeðferðar sem hluta af heilbrigðisþjónustu, en án raunverulegrar fjármögnunar stendur kerfið enn á sama stað. Þetta sýnir kjarna vandans: stefna án stoða breytir ekki veruleika. Geðheilbrigðisþjónusta sem vistkerfi, ekki vél Geðheilbrigðisþjónusta er samverkandi vistkerfi en ekki röð af sérlausnum en hún hefur of lengi verið hönnuð eins og vél: reglur, samningar, mælanleiki og föst ferli. En manneskjan lifir í vistkerfi. Hún þarfnast tengsla, sveigjanleika og fjölbreytts stuðnings. Þegar þjónustan þrengist að einni stétt, einni nálgun eða einni aðferð, missum við sjónar á heildinni sem heldur fólki á lífi. Gagnreyndar meðferðir eru mikilvægar, en þær eru verkfæri, ekki sannleikur. Af gagnreyndum meðferðarformum í geðheilbrigðisþjónustu hefur hugræn atferlismeðferð (HAM) fengið hvað mestan hljómgrunn, enda sú meðferð sem hefur verið mest rannsökuð. En það að eitthvað hafi verið mest rannsakað þýðir ekki að það henti öllum. Albert Ellis, einn af ljósfeðrum HAM eins og við þekkjum hana í dag, lagði áherslu á að hún nyti sín best í samspili við aðrar meðferðir og í samhengi við manneskjuna sjálfa. Marsha Linehan, sem þróaði díalektíska atferlismeðferð (DAM) út frá HAM, bætti við díalektík og núvitund til að mæta flóknari tilfinningalegum áskorunum. Hún hefur sjálf sagt að tengslin séu mikilvægari en tæknin og að árangur meðferðar byggi fyrst og fremst á trausti, öryggi og mannlegum tengslum milli fagaðila og skjólstæðings. Tvennt er því satt á sama tíma: stundum virkar HAM betur, stundum DAM. Það sama gildir um lyf. Þau geta bjargað lífi og endurreist jafnvægi, en þau eru líka takmörkuð lausn. Fyrir suma eru þau lykillinn að bata, fyrir aðra aðeins hluti af stærra púsluspili. Engin ein leið þjónar öllum. Og samt lyftum við því sem mest hefur verið rannsakað, en ekki endilega því sem þjónar fólki best. Þannig festist kerfið stundum í eigin hringrás: það fjármagnar það sem það mælir og mælir það sem það fjármagnar. Sumar lausnir eru klínískar, aðrar félagslegar. Bati er samspil þessara þátta – líffræðilegra, félagslegra og tilfinningalegra. Þegar kerfið stillir þessu upp eins og einni lausn, þrengir það að fjölbreytileikanum sem raunverulega þjónar fólki. Meðferðarsamband og faglegt vistkerfi Ef gagnreynd nálgun er mælikvarði á árangur, þá ætti meðferðarsambandið sjálft að vera mælikvarðinn. Rannsóknir sýna nefnilega líka að traust, öryggi og tengsl milli fagaðila og skjólstæðings geta haft meiri árangur en aðferðin sem er notuð í meðferðarvinnu. Þetta er sameiginlegur jarðvegur allra fagstétta, og samt sá þáttur sem fær minnst vægi í samningum, stefnumótun og fjármögnun. Geðheilbrigðisþjónusta er ekki ein stétt. Hún er vistkerfi fagfólks sem vinnur saman: geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, listmeðferðarfræðingar, jafningjastuðningur, sjúkraliðar og hér er mikilvæg fagstétt að rísa upp í sjúkraliðum sem hafa sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun, áfengis- og vímuefnaráðgjafar að ógleymdu því fólki sem vinnur án formlegs fagtitils. Öll þessi faglegu sjónarhorn skipta máli. Bati gerist í tengslum Sá sem glímir við geðrænar áskoranir hvort sem við nefnum hann sjúkling, skjólstæðing eða notanda lifir ekki í tómarúmi. Hann lifir í tengslaneti fjölskyldu, samfélags og menningar. Þar getur fjölskyldan bæði verið burðarás og álagspunktur, en hún er líka alltaf þátttakandi. Þess vegna á hún ekki að standa fyrir utan meðferð heldur inni í henni. Fjölskyldumiðuð nálgun er því fagleg skylda. Hún er í samræmi við núgildandi geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda, leiðbeiningar NICE og WHO, og tilmæli Embættis landlæknis um samþætta og samfélagsmiðaða þjónustu. Þetta þurfum við að viðurkenna og gefa rými inn í allri geðheilbrigðisþjónustu á öllum stigum (fyrstu, annarri og þriðju línu þjónustu). Vistkerfi bata í stað plástrapólitíkur Raunveruleg framþróun í geðheilbrigðismálum á 21. öld krefst hugrekkis til að halda utan um mótsagnir. Réttlæti í heilbrigðisþjónustu felst ekki í að allir fái sama úrræði, heldur að flestir fái það sem þeir raunverulega þurfa. Það krefst samþættrar sýnar á manneskjuna, fjölskylduna og samfélagið. Og það krefst pólitískrar ákvörðunar um að fjármagna fjölbreytt teymi, jafningjastuðning og faglega samvinnu, ekki aðeins samninga við einstakar stéttir. Réttur til geðheilbrigðisþjónustu er mannréttindi en ekki samningsatriði fagstétta. Það þarf að endurhugsa kerfið sem vistkerfi sem er lifandi, fjölbreytt og samverkandi. Í því umhverfi ná allar fagstéttir betri árangri í meðferðarvinnu og batinn fær betri stoðir. Þar þarf jafningjastuðningur, menntun, teymisvinna og samráð að vera fjármagnað jafnt og lyf eða einstaklingsmeðferð. Það sem sparast í bókhaldi tapast nefnilega stundum í mennskunni. Kostnaðurinn sést í endurinnlögnum, örorku, sjálfsvígum og tapaðri mannauðsorku. Bati sem mælikvarði á mennsku Bati er ekki aðeins klínísk breyta heldur lífsgæði, tengsl og tilgangur. Það er ferli sem gerist í tengslaneti fólks, fjölskyldna og fagfólks, en ekki í einni stofnun eða einni meðferð. Fagfólkið okkar í kerfunum veit að það eru hvorki ásetningur né einstaklingar sem bregðast, heldur stundum kerfið sjálft sem þarf að minna sig á tilgang sinn. Það þarf ekki uppreisn, heldur samtal og endurminningu um að þjónustan snýst um fólk, ekki ferla og hraða. Að geta mætt hverju öðru sem manneskjum, ekki endilega alltaf sem staðlað form, greiningar eða verkferla. Geðheilbrigðiskerfið okkar á þannig ekki að vera vettvangur samninga heldur meiri vettvangur bata. Það þarf hugrekki til að fjárfesta í mennsku. En það kostar meira að gera ekki neitt. Þetta er ekki árás á kerfið heldur áminning um tilgang þess að það á að þjóna fólki, ekki sjálfu sér. Á þessum degi minnum við okkur líka á að kerfi má breyta, menningu má móta og von er ekki veikleiki heldur drifkraftur bata. Því vonin er okkar sameiginlegi fagstyrkur; fagfólks, kerfis, samfélags og sérstaklega þeirra sem leita í þjónustuna ásamt fjölskyldum sínum, og þar byrjar breytingin. Höfundur er fjölskyldufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að opinberri geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þarf að vera meira. Í dag, á Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi, stöndum við frammi fyrir þeirri einföldu en erfiðu staðreynd að kerfið okkar nær ekki utan um fjölbreytileikann sem raunverulega þarf. En á þessum degi, Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, minnum við okkur líka á að kerfi má breyta, menningu má móta og von er ekki veikleiki heldur drifkraftur bata. Við sjáum þetta í síendurteknu brölti fagfólks sem reynir að fá rými, samninga og viðurkenningu innan kerfis sem það vinnur þó sjálft fyrir. Þetta er ekki veikleiki stéttar heldur merki um veikbyggt kerfi. Þegar fagfólk sem ber ábyrgð á lífi, bata og von þarf sífellt að sanna tilverurétt sinn, þá er það ekki áfall fyrir fagið heldur okkur sem samfélag. Nýr rammasamningur sálfræðinga við SÍ er gott dæmi um þetta. Hann viðurkennir mikilvægi sálfræðimeðferðar sem hluta af heilbrigðisþjónustu, en án raunverulegrar fjármögnunar stendur kerfið enn á sama stað. Þetta sýnir kjarna vandans: stefna án stoða breytir ekki veruleika. Geðheilbrigðisþjónusta sem vistkerfi, ekki vél Geðheilbrigðisþjónusta er samverkandi vistkerfi en ekki röð af sérlausnum en hún hefur of lengi verið hönnuð eins og vél: reglur, samningar, mælanleiki og föst ferli. En manneskjan lifir í vistkerfi. Hún þarfnast tengsla, sveigjanleika og fjölbreytts stuðnings. Þegar þjónustan þrengist að einni stétt, einni nálgun eða einni aðferð, missum við sjónar á heildinni sem heldur fólki á lífi. Gagnreyndar meðferðir eru mikilvægar, en þær eru verkfæri, ekki sannleikur. Af gagnreyndum meðferðarformum í geðheilbrigðisþjónustu hefur hugræn atferlismeðferð (HAM) fengið hvað mestan hljómgrunn, enda sú meðferð sem hefur verið mest rannsökuð. En það að eitthvað hafi verið mest rannsakað þýðir ekki að það henti öllum. Albert Ellis, einn af ljósfeðrum HAM eins og við þekkjum hana í dag, lagði áherslu á að hún nyti sín best í samspili við aðrar meðferðir og í samhengi við manneskjuna sjálfa. Marsha Linehan, sem þróaði díalektíska atferlismeðferð (DAM) út frá HAM, bætti við díalektík og núvitund til að mæta flóknari tilfinningalegum áskorunum. Hún hefur sjálf sagt að tengslin séu mikilvægari en tæknin og að árangur meðferðar byggi fyrst og fremst á trausti, öryggi og mannlegum tengslum milli fagaðila og skjólstæðings. Tvennt er því satt á sama tíma: stundum virkar HAM betur, stundum DAM. Það sama gildir um lyf. Þau geta bjargað lífi og endurreist jafnvægi, en þau eru líka takmörkuð lausn. Fyrir suma eru þau lykillinn að bata, fyrir aðra aðeins hluti af stærra púsluspili. Engin ein leið þjónar öllum. Og samt lyftum við því sem mest hefur verið rannsakað, en ekki endilega því sem þjónar fólki best. Þannig festist kerfið stundum í eigin hringrás: það fjármagnar það sem það mælir og mælir það sem það fjármagnar. Sumar lausnir eru klínískar, aðrar félagslegar. Bati er samspil þessara þátta – líffræðilegra, félagslegra og tilfinningalegra. Þegar kerfið stillir þessu upp eins og einni lausn, þrengir það að fjölbreytileikanum sem raunverulega þjónar fólki. Meðferðarsamband og faglegt vistkerfi Ef gagnreynd nálgun er mælikvarði á árangur, þá ætti meðferðarsambandið sjálft að vera mælikvarðinn. Rannsóknir sýna nefnilega líka að traust, öryggi og tengsl milli fagaðila og skjólstæðings geta haft meiri árangur en aðferðin sem er notuð í meðferðarvinnu. Þetta er sameiginlegur jarðvegur allra fagstétta, og samt sá þáttur sem fær minnst vægi í samningum, stefnumótun og fjármögnun. Geðheilbrigðisþjónusta er ekki ein stétt. Hún er vistkerfi fagfólks sem vinnur saman: geðlæknar, hjúkrunarfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, listmeðferðarfræðingar, jafningjastuðningur, sjúkraliðar og hér er mikilvæg fagstétt að rísa upp í sjúkraliðum sem hafa sérhæfingu í samfélagsgeðhjúkrun, áfengis- og vímuefnaráðgjafar að ógleymdu því fólki sem vinnur án formlegs fagtitils. Öll þessi faglegu sjónarhorn skipta máli. Bati gerist í tengslum Sá sem glímir við geðrænar áskoranir hvort sem við nefnum hann sjúkling, skjólstæðing eða notanda lifir ekki í tómarúmi. Hann lifir í tengslaneti fjölskyldu, samfélags og menningar. Þar getur fjölskyldan bæði verið burðarás og álagspunktur, en hún er líka alltaf þátttakandi. Þess vegna á hún ekki að standa fyrir utan meðferð heldur inni í henni. Fjölskyldumiðuð nálgun er því fagleg skylda. Hún er í samræmi við núgildandi geðheilbrigðisáætlun stjórnvalda, leiðbeiningar NICE og WHO, og tilmæli Embættis landlæknis um samþætta og samfélagsmiðaða þjónustu. Þetta þurfum við að viðurkenna og gefa rými inn í allri geðheilbrigðisþjónustu á öllum stigum (fyrstu, annarri og þriðju línu þjónustu). Vistkerfi bata í stað plástrapólitíkur Raunveruleg framþróun í geðheilbrigðismálum á 21. öld krefst hugrekkis til að halda utan um mótsagnir. Réttlæti í heilbrigðisþjónustu felst ekki í að allir fái sama úrræði, heldur að flestir fái það sem þeir raunverulega þurfa. Það krefst samþættrar sýnar á manneskjuna, fjölskylduna og samfélagið. Og það krefst pólitískrar ákvörðunar um að fjármagna fjölbreytt teymi, jafningjastuðning og faglega samvinnu, ekki aðeins samninga við einstakar stéttir. Réttur til geðheilbrigðisþjónustu er mannréttindi en ekki samningsatriði fagstétta. Það þarf að endurhugsa kerfið sem vistkerfi sem er lifandi, fjölbreytt og samverkandi. Í því umhverfi ná allar fagstéttir betri árangri í meðferðarvinnu og batinn fær betri stoðir. Þar þarf jafningjastuðningur, menntun, teymisvinna og samráð að vera fjármagnað jafnt og lyf eða einstaklingsmeðferð. Það sem sparast í bókhaldi tapast nefnilega stundum í mennskunni. Kostnaðurinn sést í endurinnlögnum, örorku, sjálfsvígum og tapaðri mannauðsorku. Bati sem mælikvarði á mennsku Bati er ekki aðeins klínísk breyta heldur lífsgæði, tengsl og tilgangur. Það er ferli sem gerist í tengslaneti fólks, fjölskyldna og fagfólks, en ekki í einni stofnun eða einni meðferð. Fagfólkið okkar í kerfunum veit að það eru hvorki ásetningur né einstaklingar sem bregðast, heldur stundum kerfið sjálft sem þarf að minna sig á tilgang sinn. Það þarf ekki uppreisn, heldur samtal og endurminningu um að þjónustan snýst um fólk, ekki ferla og hraða. Að geta mætt hverju öðru sem manneskjum, ekki endilega alltaf sem staðlað form, greiningar eða verkferla. Geðheilbrigðiskerfið okkar á þannig ekki að vera vettvangur samninga heldur meiri vettvangur bata. Það þarf hugrekki til að fjárfesta í mennsku. En það kostar meira að gera ekki neitt. Þetta er ekki árás á kerfið heldur áminning um tilgang þess að það á að þjóna fólki, ekki sjálfu sér. Á þessum degi minnum við okkur líka á að kerfi má breyta, menningu má móta og von er ekki veikleiki heldur drifkraftur bata. Því vonin er okkar sameiginlegi fagstyrkur; fagfólks, kerfis, samfélags og sérstaklega þeirra sem leita í þjónustuna ásamt fjölskyldum sínum, og þar byrjar breytingin. Höfundur er fjölskyldufræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun