Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar 11. október 2025 07:00 Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Allar þessar borgir eru árborgir – byggðar við S-laga hlykkju við ár. Vatnið tengir saman fólk, skapar líf og hefur frá öndverðu verið grunnur að samfélögum. Selfoss er okkar árborg – og hún er á hraðri siglingu inn í framtíðina. En Árborg er meira en Selfoss. Hún er líka Eyrarbakki og Stokkseyri – sjávarbyggðir með ríka sögu, menningu og einstakt umhverfi sem styrkja heildina. . Í Árborg fjölgar íbúum um 500 á ári. Það jafngildir því að á hverju ári rísi heilt nýtt hverfi, með öllum þeim áskorunum og tækifærum sem fylgja. Þetta er ekki bara tölfræði – þetta er samfélagsleg umbreyting. Sem íbúi og varabæjarfulltrúi sé ég hvernig við stöndum frammi fyrir stærstu stefnumótun í sögu sveitarfélagsins. Þetta má samt ekki bara vera spurning um fleiri hús, mikilvægast af öllu er að við byggjum upp aðlaðandi og gott samfélag, Við sem höfum séð heiminn vitum að fólk sækir ekki aðeins í atvinnu eða húsnæði. Það velur sér heimili út frá gæðum lífsins. Í Berlín og Vín er það menningin og þjónustan. Í París er það mannlífið, göngugötur og kaffihús. Árborg hefur tækifæri til að skapa sína eigin útgáfu – þar sem náttúran, menningin og nærumhverfið eru í forgrunni og blómstrandi mannlífi. Gerum Árborg að eftirsóttasta svæði landsins! Viðreisn leggur áherslu á að þessi vöxtur verði mótaður með: Sjálfbærri skipulagsstefnu – Ný hverfi sem eru hönnuð fyrir fólk, ekki bara bíla. Á Eyrarbakka og Stokkseyri þarf að styrkja innviði án þess að skerða sérstöðu og menningararf. Sterku menningarlífi – listir, skapandi greinar og afþreying eru lykill að því að halda í ungt fólk og fjölskyldur, bæði í þéttbýlinu og í sjávarbyggðunum. Framsækinni þjónustu – leikskólar, grunnskólar, heilbrigðisþjónusta og samgöngur þurfa að vaxa í takt við íbúafjölgun og tryggja aðgengi allra. Nýsköpun og atvinnu – Árborg getur orðið miðstöð nýsköpunar, en einnig eru tækifæri í ferðaþjónustu, menningu og skapandi atvinnugreinum. Viðreisn í Árborg er flokkur framtíðarsýnar. Við trúum því að Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri geti vaxið saman sem ein heild – þar sem fjölbreytni, saga og framtíð mætast. Árborg á að verða ekki aðeins stærsta sveitarfélag Suðurlands – heldur eftirsóttasti staður landsins til að búa á. Það er okkar verkefni, og Viðreisn er tilbúin til að leiða þá vegferð. Viðreisn þorir, má bjóða þér að vera með? Höfundur er formaður Viðreisnar í Árnessýslu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun