Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar 10. október 2025 16:02 Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Tengdar fréttir „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði. Einn slíkra manna er Sir Daniel Hannan, þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi. Nokkrir fjölmiðlar hafa birt gagnrýnislaus viðtöl við hann þar sem hann túlkar stefnu sambandsins á mjög vafasaman hátt og í nokkrum tilfellum fer hann með staðlausa stafi. Hann heldur því fram að Evrópusambandið sé ósveigjanlegt í samningaviðræður og einungis einn samningur sé í boði fyrir alla. Þetta er ekki rétt! Auðvitað er grunnurinn sá sami en síðan fá löndin sérlausnir fyrir málaflokka sem skipta þau miklu máli. Margoft hefur verið bent á heimskautalandbúnað í Svíþjóð og Finnlandi, háfjallalandbúnað í Austurríki og sérlausnir í sjávarútvegi Möltu. Hannan ætti líka að muna eftir frægum samningi sem Bretar gerðu við Evrópusambandið árið 1984. Þar fengu þeir afslátt af þeim gjöldum sem þeir greiddu til ESB. Forsaga þess máls var að allt frá árinu 1973 þegar Bretar gengu í ESB höfðu þeir greitt hlutfallslega meira en önnur lönd í sameiginlega sjóði sambandsins. Evrópusambandi viðurkenndi að þessu þyrfti að breyta og náðu Bretar fram varanlegum samningi um 66% endurgreiðslu á fyrri árs gjöldum og var þessi samningur í gildi allt þar til Bretar gengu úr Evrópusambandinu árið 2020. Lávarðurinn klifar einnig að þeirri tröllasögu að með aðild myndum við missa stjórn á fiskveiðunum okkar. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ekki einu sinni Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi reyna að halda þessu fram. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir rétt Íslendinga til að stjórna fiskveiðum hér við land. Nú er ekkert víst að við Íslendingar náum ásættanlegum samningi við ESB. En það er bara ein leið til að komast að því. Hefja viðræðurnar á nýjan leik, semja og leggja svo þann samning í dóm þjóðarinnar. Af hverju eru andstæðingar aðildar hræddir við þá vegferð? Höfundur er M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur unnið að Evrópumálum í yfir 30 ár.
„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. 9. október 2025 13:29
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar