Rooney er ósammála Gerrard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 09:00 Wayne Rooney og Steven Gerrard léku 71 landsleik saman á sínum tíma með enska landsliðinu. Getty/Stuart Franklin Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni. Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira