Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 10:22 Kylian Mbappe meiddist á ökkla í gærkvöldi og bað um skiptingu. EPA/YOAN VALAT Ökklameiðsli franska framherjans Kylian Mbappé eru ekki alvarleg en þó nógu slæm til að hann missi af leiknum á móti Íslandi á Laugardalsvellinum á mánudaginn. Mbappé þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiksins gegn Aserbaídsjan í gærkvöldi. Hann skoraði og lagði upp mark í leiknum sem Frakkland vann 3-0. Þetta var tíundi leikurinn í röð sem Mbappé skorar með annaðhvort Real Madrid eða franska landsliðinu. Mbappé bað um skiptingu undir lok leiksins og ákveðið var að franska stjarnan myndi fara aftur heim til Madrídar þar sem hann fór í nánari skoðun. Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, var spurður út í meiðsli Mbappé eftir leikinn. „Hann fékk aftur högg á sama ökkla. Verkurinn minnkar þegar hann hvílir sig. Í leik verða auðvitað snertingar. Við skoðum þetta síðar. Hann finnur fyrir óþægindum sem eru ekki heppileg fyrir hann,“ sagði Deschamps um ökklameiðsli Mbappé.Fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano skrifar á X í morgun að ökklameiðsli Mbappé séu ekki alvarleg. Frakkinn fór í skoðun í morgun og er búist við að hann verði klár í slaginn í næstu viku, skrifar Romano. Mbappé er nú bara fjórum mörkum frá markameti Olivier Giroud með franska landsliðinu en Giroud skoraði 57 mörk fyrir landsliðið. Mbappé er nú kominn með 53 mörk í aðeins 93 leikjum. Þrjú af þessum mörkum hafa komið í þremur landsleikjum á móti Íslandi þar af í 2-1 sigrinum í leik þjóðanna í september. Mbappé hefur einnig lagt upp fjögur mörk í leikjunum þremur og því komið að sjö frönskum mörkum í þremur leikjum á móti Íslandi. Mbappé hefur einnig skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu nema einum sem var í 2-1 sigri Real Madrid á móti Mallorca í spænsku deildinni 30. ágúst síðastliðinn. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé completed tests this morning and his ankle injury’s not seen as serious/worrying.Real Madrid staff expect Mbappé to be available for the upcoming week. 🔙🤍 pic.twitter.com/WQLIfv76P1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2025 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Mbappé þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiksins gegn Aserbaídsjan í gærkvöldi. Hann skoraði og lagði upp mark í leiknum sem Frakkland vann 3-0. Þetta var tíundi leikurinn í röð sem Mbappé skorar með annaðhvort Real Madrid eða franska landsliðinu. Mbappé bað um skiptingu undir lok leiksins og ákveðið var að franska stjarnan myndi fara aftur heim til Madrídar þar sem hann fór í nánari skoðun. Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, var spurður út í meiðsli Mbappé eftir leikinn. „Hann fékk aftur högg á sama ökkla. Verkurinn minnkar þegar hann hvílir sig. Í leik verða auðvitað snertingar. Við skoðum þetta síðar. Hann finnur fyrir óþægindum sem eru ekki heppileg fyrir hann,“ sagði Deschamps um ökklameiðsli Mbappé.Fótboltablaðamaðurinn Fabrizio Romano skrifar á X í morgun að ökklameiðsli Mbappé séu ekki alvarleg. Frakkinn fór í skoðun í morgun og er búist við að hann verði klár í slaginn í næstu viku, skrifar Romano. Mbappé er nú bara fjórum mörkum frá markameti Olivier Giroud með franska landsliðinu en Giroud skoraði 57 mörk fyrir landsliðið. Mbappé er nú kominn með 53 mörk í aðeins 93 leikjum. Þrjú af þessum mörkum hafa komið í þremur landsleikjum á móti Íslandi þar af í 2-1 sigrinum í leik þjóðanna í september. Mbappé hefur einnig lagt upp fjögur mörk í leikjunum þremur og því komið að sjö frönskum mörkum í þremur leikjum á móti Íslandi. Mbappé hefur einnig skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu nema einum sem var í 2-1 sigri Real Madrid á móti Mallorca í spænsku deildinni 30. ágúst síðastliðinn. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé completed tests this morning and his ankle injury’s not seen as serious/worrying.Real Madrid staff expect Mbappé to be available for the upcoming week. 🔙🤍 pic.twitter.com/WQLIfv76P1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2025
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira